Fara í innihald

Upplýsingatækni/Að nota Canvas

Úr Wikibókunum

Hvað er Canvas

[breyta]

Canvas er alhliða kennslukerfi sem gefur kennnurum og nemendum aðvelda leið til þess að eiga í samskiptum um allt sem tengist náminu. Nemendur geta sókt allt það efni sem kennarar miðla til nemanda inni á sama svæði.

Að nota Canvas

[breyta]

Fyrir kennara:

[breyta]

Kennarar geta sett inn verkefni sem nemendur geta svo skilað, kennarinn fer svo yfir og birtir einkunn fyrir verkefnið. Einnig geta kennarar sett inn fyrirlestra, glærur, glósur og fleira sem tengist námskeiðum. Kennarar geta haft samskipti við nemendur í gegnum pósthólf og annað hvort valið að senda á alla í námskeiðinu eða einstaka nemendur. Kennarar geta líka búið til umræðuþræði inni í náskeiðum og fylgst með umræðum nemenda. Kennarar geta skráð nemendur saman í hópa sem þeir geta svo unnið saman í.

Fyrir nemendur:

[breyta]

Nemendur geta á forsíðu séð yfirlit yfir þá áfanga sem þeir eru skráðir í, þau verkefni sem eru næst á dagskrá, þá tíma sem eru á döfinni og þau verkefni sem hafa fengið einkunn nýlega. Inni í hverjum áfanga getur nemandi svo séð yfirlit yfir verkefni, umræðuþræði áfanga, kennsluáætlun, fyrirlestra og fleira. Nemandi getur valið einstaka verkefni og sent inn lausn sem kennari getur svo farið yfir og gefið einkunn fyrir. Nemendur geta einnig skráð sig saman í hópa og átt í umræðum innan hópsins og skilað verkefnum saman.

Aðrar tengingar kerfisins

[breyta]

Canvas getur tengst mörgum öðrum kennslukerfum eins og Piazza og Turnitin. Sá möguleiki gerir allar þjónustur aðgengilegar inni á sama svæði.

Uppsetning:

[breyta]

Hver skóli á sína útgáu af kerfinu sem er tengd hverjum skóla fyrir sig. Kerfið er hýst sem vefsíða og skráir notandi sig inn með notendanafni og lykilorði. Einnig er hægt að fá kerfið sem smáforrit í síma.