Fara í innihald

Upplýsingatækni/Að nota Boardmaker

Úr Wikibókunum

Boardmaker

[breyta]

Boardmaker er framleitt af Mayer Johnson fyrirtækinu í Bandaríkjunum og er myndrænn gagnagrunnur sem hægt er að nýta fyrir alla aldurshópa. Boardmaker nýtist vel í ýmsum námsgreinum, á sambýlum, á heimilum, í sérkennslu og á heilbrigðisstofnunum. Hægt er að setja íslenskt myndaheiti jafnóðum og unnið er í forritinu og hægt er að prenta út myndir og námskeiðsgögn eftir þörfum.

Hér á heimasíðu Mayer Johnson er hægt að hlaða niður Boardmaker ásamt ýmsu öðru efni.


Hvernig á að byrja

[breyta]

Ræstu upp forritið og klikkaðu á Open a new board


Búðu til reit

[breyta]
  • Klikkaðu á Button Tool á tækjaslánni.
  • Færðu krossinn yfir á autt svæði.
  • Klikkaðu og dragðu til að búa til reitinn.
  • Slepptu músinni þegar reiturinn er komin í rétta stærð. (Til að breyta stærðinni á reitnum skaltu færa bendilinn á eitthvert hornið þar til tvöföld ör birtist. Klikkaðu og dragðu með músinni til að breyta stærðinni).


Búðu til grind

[breyta]
  • Klikkaðu á Button Sprayer Tool á tækjaslánni.
  • Færðu bendilinn yfir miðju reitsins sem þú bjóst til.
  • Klikkaðu og dragðu til hægri til að búa til grindina.
  • ATH: Á meðan reiturinn er enn valinn (reiturinn er með græna punktalínu), geturðu klikkað á hvaða reit sem er og fært hann til.

Táknmyndagluggi

[breyta]
  • Klikkaðu á Symbol Finder Tool til að fá fram valmyndagluggann.
  • Skrifaðu til dæmis „happy“ í textagluggann. Til að sjá alla valmöguleikana fyrir happy,
  • Klikkaðu á View Thumbnails hnappinn (Ctrl + T). Þú getur líka notað örvarnar til að fletta í gegnum myndirnar.
  • Klikkaðu á þá mynd sem þú vilt nota.
  • Myndin sem þú valdir birtist í Simbol Finder glugganum.
  • Þú getur breytt textanum og sett hann til dæmis yfir á íslensku með því að skrifa í valboxið sem er fyrir neðan.


Afritaðu myndina yfir á grindina

[breyta]
  • Það er hægt að setja myndina í hvaða reit sem er, ekki bara reitinn sem er lýstur upp.
  • Með því að nota bendilinn með tákninu, klikkaðu þar sem þú vilt setja myndina.


eða
[breyta]
  • Klikkaðu og dragðu upp reit í þeirri stærð sem þú vilt og myndin mun vera í þeirri stærð sem reiturinn er.
eða
[breyta]
  • Ýttu á Enter á lyklaborðinu og myndin mun birtast í upplýsta reitnum.