Fara í innihald

Upplýsingatækni/Að nota Bloggar.is

Úr Wikibókunum

Um bloggar.is[breyta]

Bloggar.is er vefur þar sem fólk getur tjáð sig að vild og gerir það í gegnum sínar eigin bloggsíður. Bloggar.is er íslenskt og er rekið af Aranea ehf.

Stofna aðgang[breyta]

Þegar hefjast á handa við að blogga er lang best að láta leiða sig áfram. Yfirleitt eru fyrirmæli skýr og maður lærir mest á því að prófa. Byrjað er á því að far inn á vefslóðina www.bloggar.is Þegar því er lokið þarf að stofan aðganga með nýskráningu. Það er gert á eftirfarandi hátt:

1. Farið er í nýskráningu á vinstri hliðinni

2. Fylla þarf út skref 1, 2 og 3 þar sem gefa þarf upp persónuupplýsingar og ákveða nafn á bloggsíðuna sem stofna á. Nafn síðunnar kemur á undan bloggar.is eða: http://nafnsidu.bloggar.is

3. Í lok 1. skrefs þarf að samþykkja skilmála síðunnar.

4. Því næst er útlit síðunnar valið, en boðið er upp á 7 mismunandi möguleika hvernig síðan skal líta út.

Möguleikar[breyta]

Þegar búið er að stofna aðgang eru ýmsir möguleikar í boði. Á vinstri hlið stjórnborðsins sem birtist þegar notandi skráir sig inn í kerfið er hægt að velja milli mismunandi aðgerða, til að mynda:

  • Skrifa bloggfærslur ásamt því að skoða eldri færslur
  • Við skrif á bloggfærslum er umhverfið ekki ósvipað og í ritvinnsluforritum, hægt er að ráða leturgerð, stærð, lit og fleira. Einnig er hægt að setja inn myndir í færsluna.
  • Hægt er að skrá bloggvini og fá þannig tilkynningu um nýjar bloggfærslur þeirra.
  • Hægt er að stofna myndaalbúm þar sem notandi hleður upp sínum eigin myndum sem hægt er að skoða á bloggsíðu viðkomandi.
  • Einnig er möguleiki á því að hafa kannanir, gestabók og fleira.

Notkunarmöguleikar í námi og kennslu[breyta]

Nemendur í dag eru mjög tæknivæddir og klárir. Það er því tilvalið að leyfa þeim að nota kunnáttu sína á tölvum til að auka fjölbreytni og vekja áhuga hjá nemendum.

Kennarar geta notað blogg til að koma af stað umræðum og látið nemendur skrifa athugasemdir. Það er hægt að láta nemendur blogga um ákveðin viðfangsefni og leyfa þeim að skrifa sem blogg í stað þess að skrifa í sögubækur eða ritgerðir. Það getur verið sniðugt að setja upp síður með ákveðinni þemavinnu og láta svo nemendur setja inn efni.

Það er einnig hægt að nota bloggsíðurnar sem upplýsigamiðil, þar sem helstu upplýsingar koma fram, settir inn áhugaverðir tenglar, myndir og fleira. Nemendur eru svo hvattair til að fylgjast með síðunni reglulega. Svona mætti lengi telja og því tilvalið að kennarar skoði þessa möguleika.