Upplýsingatækni/Að nota BlogCentral
Um kerfið
[breyta]Blogcentral er eitt stærsta blogsamfélag landsins, þar getur fólk tjáð sig að vild og verið með sitt eigið blogg. Ábyrgðaraðili og eigandi Blog.central.is eru 365 miðlar hf. Fólk getur notað þá síðu sem það býr til sem sinn eigin netmiðil, og sagt sína skoðun á hlutum og fengið viðbrögð við því frá öðru fólki. Líka er hægt að vera með myndir inn á síðunni hjá sér, það fylgir frítt 50mb myndaalbúm sem hægt er að nýta. Aðrir aukahlutir sem hægt er að setja inn á síðuna sem maður stofnar eru Tenglalisti (vísir á aðrar síður ) Skoðanakannanir (getur búið til spurningar) Teljara (séð hvað margir hafa skoðað síðuna) og fl. Einnig er hægt að breyta útlitinu á síðunni á margan hátt. Hér getur þú farið inn á BlogCentral http://www.blogcentral.is/ og sráð þig inn og byrjað að blogga og fleira. Vertu með í skemmtilegasta blogghóp landsins
Hverni á að skrá sig inn og stofna blogg síðu
[breyta]Farið er inn á http://www.blogcentral.is/ og valið er nýskráning, þegar þangað er komið þá er bara að fylgja því sem þar er, það verður að setja í alla reiti sem eru merktir með rauðri * (stjörnu) . þegar búið er að fylla í allt þá kemur póstur tíl þín sem þú þarft að staðfesta með því að ýta á hlekkinn sem er í póstinum.
Útskýring á hlutum á síðu
[breyta]Þegar komið er inn í fyrsta skipti er best að ýta á „Velja þema“ sem er undir Útlit. Þarna undir er hægt að velja útlit á síðuna sem þú er að búa til. Þú finnur það útlit sem þér líkar og smellir á það, þá kemur myndin upp og þú velur hægramegin „Velja þetta útlit“.
Ef valið er „Uppsetning“ undir Útlit er farið inn á síðu sem er með mörgum hlutum sem þú getur sett inn á síðuna og stillt hana eftir þínum óskum. Neðst á þessari síðu er smá hjálp sem segir til um hvað skal gera og hvernig, um að gera að nota hjálpina.
Undir því sem er merkt Blogg getur maður búið til nýja bloggfærslu með því að velja „Skrifa blogg“ eða skoðað þau blogg sem eru til með því að velja „Umsjón blogg“ þar er hægt að eyða út bloggum, breyta þeim eða fela þau.
Undir Umsjón er hægt að gera ýmisleg með því að velja viðeigandi flipa.
„Kannanir“ hér er hægt að búa til spurningar og svör. Hægt er að hafa fleiri en eina könnun eða spurningu í gangi í einu. Þá verður þú að fara í „Uppsetning“ og settir eru inn fleiri Könnunarkassar á síðuna, þetta er svolítil handavinna sem ekki verður farið í hér, gott að athuga hjálpina til að gera það.
„Myndasöfn“ hér undir er hægt að búa til mynda möppur, valið er „Nýtt albúm“. Albúminu gefið nafn og smá lýsingu ef þú vilt, veljum svo „Stofna albúm“ þar getur þú svo valið þær myndir hjá þér sem þú villt hafa í þessari möppu.
„Undirsíður“ hér getur þú búið til undisíður sem þú getur látið birtast undir Tenglar sem þú velur í Aukahlutir.
„Gestabók“ hér getur þú skoðað þá sem hafa skrifað í Gestabókina, þú getur eytt færslum þar út ef þú vilt með því að velja Eyða.
„Notendur“ hér er hægt að bæta við notendum á þína síðu sem hafa þá sama aðgang og þú, er mjög þægilegt ef að smá hópur er með eina síðu saman. Líka er hægt að breyta notenda nafninu og lykilorðinu á þessum stað og öðrum upplýsingum.
„Eyða bloggi“ hér getur þú eytt öllu vefsvæðinu þínu eins og það leggur sig, þá er það ekki til lengur.
„Vefstjórn“ er notað til að fara til baka í upphafssíðuna þína. Á þeirri síðu er líka Hjálpin sem er gott að nota ef maður vill fá að vita meira um eitthvað sem maður er að gera. Þarna eru líka nýjustu tilkynningar.
Hvernig er hægt að nota Blogcentral í kennslu
[breyta]Hægt er að nota Blogcentral í kennslu. Kennari getur notað bloggið til þess að starta umræðu um eitthvað efni sem hann setur inn á bloggsvæðið sitt og vill að nemendur ræði um það með því að skrifa athugasmdir við það blogg. Kennari getur sett inn tengla á síður sem honum finnst áhugaverðar og hann vill að nemendur skoði í tengslum við það blogg (umræðu) sem hann vill að þeir tali um. Kennari getur líka búið til léttar kannanir eða spurningar sem hann vill að nemendur svari. Hann getur líka notað síðuna til þess að setja fyrir heimanám, hann getur í samráði við nemendur stofnað myndaalbúm þar sem hann getur verið með myndir af nemendum við hin ýmsu tækifæri.
--Róbert Þór Rafnsson HR 4. febrúar 2010 kl. 13:28 (UTC)