Fara í innihald

Upplýsingatækni/Að nota Augmented Reality

Úr Wikibókunum

Hvað er augmented reality?[breyta]

Augmented reality er hugbúnaður sem er notaður með síma. Með honum er hægt að skapa þrívíddar módel/eftirlíkingu af einhverjum hlut, og koma honum fyrir í raunumhverfi. Til dæmis, í innanhúss arkitektúr, þar sem viðskiptavinur getur staðið inni í tómu herbergi, sett á sig gleraugun, og fengið að sjá hvernig ýmsar hannanir kæmu út í herberginu, viðskiptavinurinn getur átt við módelið eins og hann vill, svosem snúið því, eða tekið í sundur.

Hvernig nýtist augmented reality í kennslu?[breyta]

Augmented reality gæti reynst einkar vel í handverks, eða iðnaðarnámi. Bifvélavirkjar gætu verið með þrívíddar módel af vél sem þeir gætu tekið í sundur, og sett saman og fengið að skoða innviði vélarinnar, í þægindum skólastofunnar. Til að gera upplifunina betri má notast við sýndarveruleikagleraugu og þá ertu kominn eins nálægt alvöru hlutnum og hægt er.

Hvernig skal nota Augmented Reality?[breyta]

Að nota AR í síma er auðvelt. til að nota AR þá þarf að fara inn á Android play store, eða apple store, leita að "Augmented Reality", og þar finnurðu fjöldann allan af AR forritum. Þú velur eitthvað forrit, hleður því niður, og getur strax byrjað að nota það. Yfirleitt virka þau þannig að þú færð lista af módelum eða einhverskonar fídusum sem hægt er að nota, velur eitthvað úr listanum, og síminn nemur svæðið sem myndavél símans beinir að, og teiknar upp hlutinn í það umhverfi, og þegar það er komið, geturðu gengið í kringum hlutinn eins og hann sé raunverulegur, og þú sérð allar hliðar hans á skjá símans eftir því sem þú gengur í kringum hann.