Fara í innihald

Upplýsingatækni/Að nota Atom

Úr Wikibókunum

Hvað er Atom?

[breyta]

Atom er aðgengilegur og nútímalegur texta- og kóðaritill sem er opinn fyrir öllum, en hugbúnaðurinn er einnig frír. Hægt er að nota Atom í öllum helstu stýrikerfum eins og macOS, Linux og Windows. Atom býður einnig upp á Git Control sem er þróað af GitHub.

Hvernig skal nálgast Atom

[breyta]

Einfaldast er að sækja Atom á aðal síðunni þeirra: https://atom.io/

Tungumál

[breyta]

Atom býður upp á fjölda tungumála, en sem dæmi má nefna:

  • Plain text
  • C
  • C#
  • C++
  • CSS
  • GitHub Markdown
  • HTML
  • JavaScript
  • Less
  • Pearl
  • Python
  • SQL

Notkun

[breyta]

Atom er afar notendavænt og auðvelt í notkun og hentar því vel í kennslu og námi!

Kennarar

[breyta]

Frábært er fyrir kennara að nota Atom í forritunarkennslu, en einn af helstu kostum hugbúnaðarins er geta hans til þess að klára setningar, fallaköll og fleira fyrir notanda (e. Autocomplete). Fljótlegt er því að sýna kóða í fyrirlestrum og dæmatímum, en Atom býður notanda einnig upp á að skipta skjánum upp í nokkrar síður, svo hægt er að sýna fleiri en eitt dæmi í einu.

Nemendur

[breyta]

Einstaklega gott er að nota Atom í verkefnavinnu, sér í lagi vegna tengsla hugbúnaðarins við GitHub sem gera nemendum kleift að vinna mörg í sama kóðanum. Atom býður upp á fjölbreytt og litrík þemu sem gera það að verkum að auðvelt er að lesa á milli lína og fylgjast með hvað er að gerast í kóðanum.