Fara í innihald

Upplýsingatækni/Að nota Adobe Reader

Úr Wikibókunum

Um Adobe Reader

[breyta]

Adobe Reader er forrit sem er notað til þess að skoða PDF skjöl(Adobe Portable Document Format). PDF skjöl geta komið að góðum notum þegar ekki er vitað hvort menn hafi t.d. Office á reiðum höndum því Adobe Reader er bæði ókeypis og til fyrir öll stýrikerfi. Forritið er einfalt í uppsetningu og notkun og þarfnast lágmarks tölvukunnáttu til að geta nýtt sér það. Einungis þarf að sækja forrtið og setja það upp. Einnig getur verið gott að velja það sem sjálfvalið "Open With" forrit fyrir pdf skjöl.

Til er útgáfa með fleiri eiginleikum sem heitir Adobe Acrobat en þeir sem vilja bara þessa hversdagslegu eiginleika geta látið sér nægja Adobe Readerinn.

Þeir sem vilja búa til PDF skjöl geta skoðað hugbúnað eins og CutePDF sem má nálgast ókeypis með því að smella hér

Hvernig get ég nálgast Adobe Reader?

[breyta]

Forritið er ókeypis á netinu og þeir sem vilja sækja það geta smellt hér Forritið er u.þ.b. 30 megabæt og tekur nokkrar mínútur að sækja það.

Uppsetning

[breyta]

Þegar smellt er á hlekkinn að ofan sækir tölvan uppsetningarskjalið fyrir Adobe Reader. Þegar smellt er á OK heldur hún svo áfram og leiðir þig í gegnum uppsetningarferlið, spyr þig hvort þú viljir breyta sjálfvalinni skrá o.s.frv. Sjálfvalin skrá er: C:\Program Files\Adobe\Reader 9.0\ Svo er smellt á "next" og svo "install". Því næst kemur upp vinnslugluggi sem getur tekið nokkrar mínútur að vinna. Þegar því er lokið er smellt á "finish". Nú er forritið uppsett og tilbúið til notkunar!

Fyrsta notkun

[breyta]

Að öllum líkindum verður Adobe Reader sjálfvalið forrit til þess að opna PDF skjöl. Þá er best bara að finna viðkomandi skjal á tölvunni og opna það. Þá kemur líklega upp "License Agreement" skjal og þá skal smella á "Accept" hnappinn. Að því loknu opnast skjalið og það sést að það er bæði hægt að skruma um það á einfaldan hátt með því að smella á stikuna hægra megin eða hægt að fletta milli blaðsíðna á efstu stikunni. Þá er hægt að stækka bæði inn og út í skjalinu og sjá þannig betur til. Það er gert með því að smella á "mínus" og "plús" takkana fyrir miðju á efstu stikunni. Þetta er það sem er mikilvægast að kunna í sambandi við Adobe Readerinn.

Notkunarmöguleikar

[breyta]

Fyrir kennara

Adobe PDF formið er hentugt fyrir kennara til að setja fram ýmis konar kennslugögn. Þessi staðall kemur í veg fyrir að nemendur þurfi að sækja sé hugbúnað á ólöglegan hátt þar sem þeir geta opnað PDF skjöl með Adobe Reader sem er ókeypis hugbúnaður. Skjölin vistast nákvæmlega eins og þau myndu prentast út og eru einnig á handhægu formi sem er auðvelt að lesa. Þegar forritið er opnað lítur viðkomandi skjal út eins og opin bók sem hægt er að fletta að vild og auðvelt er að tileinka sér tæknina.

Fyrir nemendur

Forritið er nánast skyldueign fyrir nemendur sem í síauknu mæli eru að fá námsefni á PDF formi. Rafbækur á netinu eru langflestar á þessu formi og auk þess er orðið mjög algengt að kennarar vista word skjöl og fleira á þessu formi. Einnig eru margir nemendur sem eiga tölvur með Mac OS og þá er hægt að sækja Adobe Reader fyrir það.

Svipuð forrit

[breyta]

Þeir sem vilja fleiri eiginleika en Adobe Reader hefur geta kynnt sér Adobe Acrobat með því að smella hér. Einnig er gott að vita af FoxitReader sem hefur svipaða virkni og Adobe Reader en er léttari í keyrslu. Hann er hægt að nálgast ókeypis með því að smella hér