Fara í innihald

Upplýsingatækni/Að nota A Note

Úr Wikibókunum

Hvað er A Note?

[breyta]

A Note er forrit sem býr til minnismiða (svipaða og „post it“ miða) sem þú getur skrifað á og límt á skjáborð tölvunnar. Hægt er að sækja A Note ókeypis á þessari slóð: http://a-note.sourceforge.net/ og hugbúnaðurinn virkar í Microsoft Windows. A Note býður upp á ýmsa möguleika en aðaltilgangurinn með forritinu er að líma minnismiða á skjáborðið. Einnig er hægt að prenta út miðana, láta þá vera efst á skjáborði eða fela þá, hafa tímastilli og vekjaraklukku á þeim, og samstilla minnismiða þannig að þú getir nálgast þá hvort sem er í vinnunni eða heima.

Leiðbeiningar fyrir notkun

[breyta]

Farið á heimasíðu A Note (http://a-note.sourceforge.net/) og veljið „Download“ sem finna má efst. Hlaðið forritinu niður.

Til að búa til nýjan minnismiða er hægt að gera tvennt:

  • hægrismella á myndtákn (icon) A Note og veljið „New note“ (ísl. nýr minnismiði).
  • tvísmella á myndtákn A Note


Til að gefa minnismiðanum titil tvísmellirðu á titilröndina á minnismiðanum. Einnig er hægt að hægrismella á minnismiðann og velja „change title“ (ísl. breyta titli).


Hægt er að stjórna því hvernig minnismiðarnir birtast: hvort þeir séu alltaf sjáanlegir á skjáborðinu og fara yfir önnur myndtákn (ef maður færir þá yfir eitthvað), hvort þeir birtist eins og önnur myndtákn (en yfirgnæfa þau ekki), eða hvort aðeins titill sjáist. Þessu er stjórnað svona:

  • Hægri smellið á minnismiðann og hakið við „stay on top“ (ísl. staðsetjist ofan á) – þá er minnismiðinn ráðandi á skjáborðinu og hylur það sem undir er.
  • Hægri smellið á minnismiðann og takið hakið burt af „stay on top“ – þá birtist miðinn eins og önnur myndtákn á skjáborðinu en hylur ekki annað efni.
  • Með því að velja options -> Looks og svo velja „when minimized show only the title bar“ (ísl. „þegar minnkað, sýnið aðeins titilröndina“), er hægt að minnka miðana þannig að aðeins titill sjáist. Með því að tvísmella á miðann stækkar hann síðan upp þannig að hann sést í heild.

Hagnýting fyrir nemendur og kennara

[breyta]

Með því að nota A Note minnismiða er hægt að sleppa því að vera með litla minnismiða á pappír (svo sem post-it miða) úti um allt. Slíkir miðar týnast gjarnan.

A Note minnismiðar eru hentugir til skipulagningar og/eða sem minnistæki, bæði fyrir nemendur og kennara. Hægt er að búa til verkefnalista (to-do lista) eða skrifa upp punkta sem þarf að muna, til dæmis fyrir næsta próf. Upplýsingar sem þú þarft oft á að halda (svo sem símanúmer) er hægt að hafa tiltækar á auðveldan hátt. Ef kennari notar skjávarpa við sína kennslu getur hann verið með ýmsa punkta eða minnisatriði á A Note minnismiðum, náð í þá þegar hann þarf og sýnt nemendum. Þetta gætu til dæmis verið upprifjunaratriði.