Upplýsingatækni/Að nota AVS4YOU

Úr Wikibókunum, frjálsa kennslubókasafninu

Inngangur[breyta]

AVS4YOU er forrit sem hjálpar notendum að afrita og breyta og hljóð- og hreyfiskrám, brenna DVD diska, búa til hringitóna, hlaða tónlistarskrám og hreyfiskrám á handbúnað eins og t.d. blackberry eða Iphone, einnig er hægt að hlaða þessum skrám á t.d. mp3 spilara og fleira.


Að ná sér í AVS4YOU[breyta]

Hægt er að fara á heimasíðuna avs4you.com og niðurhala forritinu þar, hægt er að ná sér í frítt forrit en einnig er hægt að fá fullkomnari útgáfu með fleiri möguleikum gegn því að greiða fyrir það.


Að setja upp AVS4YOU[breyta]

Þetta forrit er mjög sniðugt að mörgu leyti, hægt er að ná sér í t.d. hreyfiskrá á Youtube.com og umbreyta því þannig að hægt sé að setja það í Ipod. Einnig eru sumar skrár þannig að erfitt getur verið að spila þær eða þá að viðkomandi getur verið vanari að nota aðrar tegundir af skrám og þá er hægt að breyta þeim í þá tegund af skrám sem viðkomandi vill vinna með


Skref 1: AVS Video Converter[breyta]

Veljið SAVE í glugganum sem opnast til þess að vista AVSVideoConverter.exe í tölvunni þinni eða veldu RUN til þess að ræsa uppsetninguna frá vefsíðunni beint. Eftir að þú hefur smellt á SAVE hnappinn þá opnast nýr gluggi þar sem þér er boðið að velja hvar þú vilt vista forritið í tölvunni þinni sem .exe skrá. Finndu þann stað sem þú vilt að forritið vistist á og smelltu svo á OK. Bíddu þar til niðurhalinu er lokið.


Skref 2: Uppsetning á AVS Video Converter[breyta]

Finndu AVSVideoConverter.exe sem þú hlóðst niður og vinstri smelltu á hana til þess að hefja uppsetningu á forritinu

1. Veldu það tungumál sem þú vilt nota. Þau 9 tungumál sem eru í boði eru: Enska, Þýska, Franska, Spænska, Ítalska, Japanska, Hollenska, Kóreska, Pólska. Veldu það tungumál sem þú vilt nota og smelltu á OK.

2. Í næsta glugga skalltu smella á Next til þess að fara yfir í næsta skref.

3. Lestu í gegnum Licence Agreement blaðsíðuna og ef þú gefur leyfi fyrir þeim skilmálum sem þar koma fram, smelltu þá á I accept the agreement valmöguleikann og smelltu á NEXT til þess að halda áfram með uppsetnignuna.

4. Veldu hvar þú vilt vista forritið. Sjálfgefin slóð er Local Disc C:\Program Files\AVS4YOU\AVSVideoConverter. Eftir að þú hefur valið slóðina, smelltu þá á NEXT til þess að halda áfram.

5. Taktu hakið úr Create desktop icon valmöguleikanum ef þú vilt ekki hafa AVS Video Converter táknið á desktopinu. Haltu hakinu á Install Windows Media Format 11 Series Runtime files til þess að WMV vinni rétt. Ef þú hakar í Integrate into the Windows Explorer context menu boxið, þá geturðu hægr smellt á allar hreyfimyndir sem þú finnur í Windows Explorer og valið möguleikann í valmyndinni.

Smelltu á NEXT til þess að halda áfram með uppsetninguna.

6. Farðu yfir upplýsingarnar sem birtast í sambandi við uppsetninguna og ef þær eru réttar smelltu þá á Install til þess að hefja uppsetninguna á AVS Video Converter í tölvunni þinni.


Bíddu þar til uppsetningu á hugbúnaðinum er lokið.


Næst skaltu taka hakið úr valmöguleikanum Launch AVS Video Converter option ef þú vilt ekki að forritið opni sig núna og smelltu á Finish.


Þá er þessu lokð. Núna skaltu velja slóðina Start >> All Programs >> AVS4YOU >> Video >> AVS Video Converter til þess að ræsa forritið. Þú getur einnig komist í forritið með því að smella á táknið á desktopinu ef þú hafðir hakið í Create Desktop Icon valmöguleikann á meðan á uppsetningu stóð (sjá skref 5).


Hvernig er hægt að nota AVS4YOU.[breyta]

Kennarar geta notað AVS4YOU með því að taka skrár sem þeir vilja nota til kennslu og setja á það format sem þeir geta notað. Oft eru nemendur líka að senda skrár til kennara í sambandi við verkefni sem eru á því formi að kennarar geta ekki opnað þær hjá sér, þá er gott að nota forritið til þess að setja skránna á það format sem hentar kennaranum.

Kennarinn getur einnig notað forritið til kennslu í upplýsingatækni til dæmis með að sýna hvernig skrár breytast í mismunandi formati og einnig útskýrt þá hvað síðustu stafirnir í skráarslóð merkja t.d. .exe.


Heimild:www.avs4you.com