Um notkun ýmislegs manneldis, sem nú liggur nær ónotað hjá oss
Í vinnslu. Hér vinnur Salvör Kristjana að því að setja inn ritsmíð frá 1862, þetta var röð greina sem birtust í Íslendingi.
1
[breyta]Íslendingur, 16. tölublað (10.01.1862), Page 121-125
Um notkun ýmislegs manneldis, sem nú liggur því nær ónotað hjá oss. Það er hörmulegt til þess að vita, hversu mannikynið er skammt á veg komið í því, að nota örlæti náttúrunnar. Buffon. Svona ritaði hinn nafnkunni náttúruspekingur Frakka fyrir 80 árum um þjóð sína, þá þjóð, sem þó bæði fyr og nú þykir standa þjóða fremst í norðurálfunni. Hvað ætla að hann hefði sagt, hefði hann lifað á Islandi? Hvernig ætla að honum hefði litizt á, hefði hann vitað, að 60 þúsundir manna eru allt af að kvarta um sult og seyru, þótt drottinn hafi lagt öll þau gæði upp í hendurnar á þeim, er ætlazt verður til á norðlægu 1800 ferhyrndra mílna stóru landi, og þar sem þó er eigi meir en 5 mælistigum kaldara, en í norðurhluta Frakklands? Ja, sannarlega megum vjer kenna oss sjálfir um, íslendingar, en hvorki guði nje náttúrunni, þegar oss brestur hið nauðsynlega lífsins viðurværi, og hin eina afsökun, sem vjer höfum, er kunnáttuleysi vort að nota náttúruna og gæði hennar, eins og skynsömum verum hæfir, og skaparinn ætlaðist til, þegar hann sagði: »Með erfiði skaltu þig af jörðunni næra alla þína lífdaga«. En menn munu segja, sem vonlegt er, að slíkar heimsádeilur gagni lítið, þegar í bágindin er komið, og þær gjöra það reyndar eigi, ef þær eru hafðar sem brigzlyrði við nauðstadda menn; slíkt sæmir alls eigi, og það er engan veginn ætlun vor, heldur hitt, að menn á tíma neyðarinnar eigi að hugsa um, hvernig slíkri neyð megi af ljetta, og af stýra eyðileggingu þeirri, er hún kynni að valda. Það er gamalt máltæki, »að neyðin kenni naktri konu að spinna«, og það er engum efa bundið, að það er einmitt neyð þjóðanna, sem hefur brundið þeim hvað mest á fram á vegi framfaranna.
Hinir síðari sagnaritendur hafa sannað með ljósum dæmum, að á miðöldunum var 5. hvert ár ýmist pest eða hungursneyð einhverstaðar í hinum kristnu löndum, og þessi býsn hættu fyrst, þegar mannkynið smásaman fór betur að þekkja náttúruöflin, og lærði að nota auðæfi náttúrunnar, eins og vera ber. Að vjer Islendingar enn þá stöndum á baki annara þjóða í þessu efni, kemur að miklu leyti af stöðu vorri, þar sem land vort er svo afskekkt aðaluppsprettu framfaranna; en nokkuð kemur þetta líka af deyfð vorri og fastheldni við gamlar venjur í öllum vorum lifnaðarháttum. Oss virðist og, að vjer Íslendingar gleymum því of opt, hve háskalegt það er, að reiða sig allt af á einhverja sjerstaka atvinnuvegi, t. a. m. fiskiafla, fjárrœkt, kúabú, og halda, að það geti aldrei brugðizt, af því það gengur opt vel í mörg ár í rennu, þegar allt lætur í lyndi, en þó sýnir saga vor Ijóslega, að allt þetta hefur brugðizt, og að landar vorir hafa því fallið þúsundum saman í hungri. Á fyrri öldum, þegar kúabú vor stóðu sem bezt, kom nautadauðinn og hnekkti þessum bústofni vorum; þá fóru menn að reiða sig á fjeð, en einnig þetta brást, eins og dæmin sýna bæði á hinni fyrri öld og þessari.
Reyndar hefði mátt gjöra mikið við þessu, hefði kunnáttuna eigi vantað, og menn eigi verið of fastheldnir við gamlar skoðanir og gamlan vana; en það verður nú að taka svo ár sem það gár, því vjer vitum af óteljandi dœmum úr mannkynssögunni, að fastheldnissýkin við gamla venju er ein af erfðasyndum mannkynsins, og það er efasamt, hvort áhrif hennar eru minni hjá öðrum þjóðum en oss, sem eigi eru lengra á veg komnar. Lakast af öllu virðist hjá oss, þegar sjávaraflann brestur, og það verður því tilfmnanlegra, sem hann, síðan landið fór að ganga meira úr sjer, er orðinn aðalatvinnuvegur fjölda manns, og það svo, að bœndur vorir geta eigi án hans verið, ef allt á að vera í góðu lagi. Hjer er samt sem aður eigi hœgt viðgjörða, og löngum mega sjómenn vorir sanna, »að svipul er sjávargjöf«. Margir ímynda sjer raunar, að sjóinn mundi miður bresta, ef vjer hefðum gnægð af þiljuskipum, en vjer erum hræddir um, að þessir hafi eigi fullkomlega íhugað, hversu mörg vandkvæði eru á þiljuskipa-útgjörð í landi voru, að vjer eigi tölum um, að fiskiaflinn getur einnig brugðizt á þiljuskipunum, og verður þá því tilfinnanlegri, sem svo mikið þarf að leggja í sölurnar til þeirra. Það er annað en gaman fyrir hafnalaust land við norðurskaut heims, að halda úti mörgum þiljuskipum, svo vel fari, og menn geti með nokkurn veginn vissu vænt stöðugs ábata af þeim; reyndar mætti hjer nokkuð umbæta frá því, sem nú er, en menn ættu samt ekki að gleyma því, að örðugleikarnir eru margir, og að allar vorar tilraunir með fiskiveiðar eru mjög svo stopular og fallvaltar.
»En hvað á þá að gjöra«, munu margir segja, »þegar hvorki má reiða sig á landbúnaðinn nje sjóinn, svo vel fari, og vjer þannig virðumst í jöfnum háska staddir, hvernig sem að er farið«? Hið beina svar upp á þetta er það, að fyrst eigum vjer að bæta landbúnað og sjávarútveg vorn, sem framast að verða má, en svo eigum vjer og jafnframt þessu að stunda alla þá atvinnuvegi, er oss mega að gagni koma, og vjer eigum að stunda þá svo, að þeir gefi oss sem mest og jafnast manneldi, svo að vjer getum frelsazt frá þeim hörmungum, er bjargræðisskorturinn og sulturinn með sjer færir, þessi bjargræðisskortur og sultur og manndauði, sem svo opt hefur eytt land vort og lagt þúsundir meðbræðra vorra í gröfina. Vjer sjáum reyndar Ijóslega fram á, að mörgu þarf að breyta á landi voru, ef þessu á að verða framgengt, og það er gamalt máltak, að það sje eigi »minni vandi, að gæta fengins fjár en afla þess«, og á þetta sjer fullkomlega stað hjá oss; það stoðar oss lítið, þótt jörðin og hafið gefi oss blessun sína, þegar notkunin og hagtæringin á því er eigij eins og hún á að vera.
Vjer höfum sannarlega illa notkun á ágóða vinnu vorrar, þegar vjer fleygjum honum burtu, eigi að eins fyrir óþarfa og glingur, heldur og jafnvel fyrir þær munaðarvörur, sem oss eru til falls og óhamingju. Það má í þessu efni virðast oss nokkuð sjerstaklegt, að þótt það sje sýnt og sannað , að ágóðinn af landi voru er fullt eins mikill eptir fólkstölu og í Danmörku, þá vantar oss þó allt, er þetta og önnur Iönd hafa, svo að þegar eitthvað á að gjöra almenningi til góða, þá er ekki neitt til neins, heldur hverfur allur ágóði landsins, eins og honum væri fleygt í sjóinn, eða hann brenndur upp til kaldra kola; bjargræðisskorturinn, sulturinn, allsleysið, allt lendir við sama; vjer höfum, þegar bezt lætur, úr hendinni í munninn, en lengra nær það aldrei.
1) Sbr. dr. Schleisner um ísland.
Vjer ætlum oss eigi í þessari ritgjörð, að fara að grennslast nákvæmar eptir aðalundirrót allra eymda vorra. Ræturnar eru margar og liggja í ýmsar áttir, svo að vjer, sem nú erum uppi, naumast munum komast fyrir endann á þeim, og því verður það, er vjer viljum um tala, einungis það, hvernig vjer með hinum litlu kröptum, sem nú eru fyrir hendi, megum nokkuð bæta úr neyð þeirri, sem auðsjáanlega þrengir því meir að landinu, sem það verður fólksfleira, og sem nú á mörgum stöðum sýnist ætla að stofna lífi og heilsu landa vorra í mikla hættu, og draga kjarkinn úr fólkinu.
Hið fyrsta, sem íbúum sjerhvers lands liggur á, er það, að allt það manneldí, sem til er, sje notað og við haft sem haganlegast, og hvert það land, sem ekki fylgir þessari reglu, þarf aldrei að búast við öðru en sulti og seyru. Vjer byggjum, að vjer íslendingar höfum hingað til verið langt frá því, að fylgja þessari reglu, því að bæði er það, að mikið manneldi liggur hjer alveg ónotað sökum vankunnáttu vorrar, enda er og notkunin á því, sem til er, ekki nærri eins hagkvæm og hún gæti verið og ætti að vera.
Það er eins og það sje rótgróið meðal landa vorra, að fiskur og kjöt, feiti, mjölmatur og mjólkurmatur sje hið eina manneldi, er menn geti fram dregið lífið á, og það er fyrst á síðari tímum, að kál, róur og kartöplur þykja fullboðin mannafæða. Vjer munum þá tímana, og margir sögðu fyrir 30 árum, þegar þeir áttu að borða kálgrauta, að þeir væru engir grasbítar, en þeir vissu eigi, vesalingar, að allt mjöl og hveiti eru grös jarðarinnar. Þessar litlu holur af kálgörðum, sem eru allvíða, bera og ljós vitni um það, að íslendingar eru enn þá langt frá því, að meta rjettilega gagn og arð kálgarðanna, og það er hörmulegt til þess að vita, að menn skuli eigi taka sig betur fram með kartöplurœkt og kálgarðarækt, en enn er orðið. Fólk skilur auðsjáanlega enn þá ekki, hversu heilnæmt og mikið manneldi er í hverri tunnu af kartöplum og róum, og hefur þetta þó með góðum og ljósum ritgjörðum þráfaldlega verið brýnt fyrirþeim á síðari tímum 1) , og þeir uppörvaðir til þess, bæði með áminningum og verðlaunum.
1) Vjer eigum bjer einkanlega við tvær ritgjörðir, er prentaðar voru hjer í Reykjavík 1858, og önnur gefin út af suðuramtsins húss- og bústjórnarfjelagi. í annari þessara ritgjörða, þeirri, er rituð er af herra skólakennara H. K. Friðrikssyni, er nákvæmlega tekið fram, hvert sje jafnvægi manneldisins af hverri matartegund út af fyrir sig, enda hefur og ritgjörð þessi margara góðar hugleiðingar um atvinnuvegi vora, og væri óskandi, að hún væri sem mest lesin og úrbreidd meðal landa vorra.
2) Vjer viljum nú fyrst nefna ýmislegt manneldi, er liggur ónotað í landi voru, og skýra frá, hvernig það megi nota, en svo viljum vjer skýra nákvæmar frá, hvernig notkun sú, er nú er höfð á ýmissi fœðu vorri, sje óhagkvæm og opt miður vel valin. Á meðal manneldis þess, er liggur ónotað hjá oss, teljum vjer:
1. Skelfiskakyn, þ. e. öðu, krœkinga, kuðunga og krabba. Það er sannreyndur hlutur, að alls háttar skelfiskakyn er mjög nærandi og holl mannfœða, og sem menn víða í öðrum löndum hafa með öðrum mat sem nokkurs konar sælgæti. Beitan, sem vjer erum að tína upp úr fjörunni, til að fleygja henni aptur í sjóinn, er ágætasta fæða, ef hún er matreidd á rjettan hátt, og svo nærandi, að hún eptir þunga hefur í sjer fólgið nálega tvöfalt manneldi við jafnvægi af kjöti. Nú sem stendur er hún einungis við höfð sem beita, og til að afla hennar ganga á hverri vertíð margir góðir dagar frá róðrum og fiskiafla. Vjer höfum heyrt nú lifandi gagnkunnuga góða fiskimenn fullyrða, að þessi beitu-óvani hjer á Suðurlandi væri eigi nema til ills eins, og að allt eins vel mundi fiskast, ef allir væru samtaka í, að við hafa að eins ljósabeitu eða síldaröngla. Vjer efumst eigi um, að þetta sje dagsanna, og að allt vort kræklingsbeituklúður sje eigi nema til ills eins, og ætti sem allra-fyrst að af takast með lögum. Gagnkunnugur skynsamur fiskimaður hefur sagt oss svo, að væri allur sá kræklingur, sem nú er hafður til beitu, hafður til manneldis, þá mundi það hjer á lnnnesjum vera nægur miðdegisverður fyrir hvern sjómann, en í stað þessa er þessu öllu, eptir þá fyrirhöfn, sem fyrir því er höfð, fleygt aptur í sjóinn. Þetta köllum vjer nú að nota illa gáfur náltúrunnar, og eigi er von, að vel fari, þar sem þetta erum hönd haft mannsaldur eptir mannsaldur. Slíkur vani er háskalegur og sæmir illa jafnskynsömum mönnum og landar vorir eru.
2. Söl. Þótt það sjeu engin nýmæli á landi voru, að hafa söl til manneldis, þá virðist þó svo, sem þessi vani sje fremur að deyja út, enda munu landar vorir aldrei hafa fengíð fullkomlega Ijósa sannfæringu um það, hversu ágætt manneldi liggur i þessari heilnæmu jurt. Reyndar ritaði Bjarni heitinn landlæknir um þau á latínu, en vjer ætlum, að ritgjörð hans hafi aldrei verið snúið á íslenzku, og að minnsta kosti mun hún aldrei hafa orðið almenningi nógsamlega kunn. Sölin hafa samt sem áður allt frá hinum elztu tímum verið við höfð til manneldis; það er minnzt á þau í Grágás, sögu Egils Skallagrímssonar og víðar, og á fyrri öldum hafa þau verið mjög almenn fæða. Sölvatekja er í mörgum máldögum talin með hlunnindum, og menn fóru jafnvel á síðustu öld Iangar leiðir til að kaupa þau, og buðu fyrir þau hina beztu landvöru. Bjarni Pálsson og Eggert Ólafsson tala mikið um jurt þessa í ferðabók sinni, og viljum vjer hjer setja hið merkilegasta eptir þeim, því vjer teljum þájafnan sem hina langlærðustu og merkustu rithöfunda vora, en þeir segja svo í 1. bindi, bls. 444: "Sölvatekja er bæði í Breiðafjarðareyjum og í Saurbænum, sem er kirkjusókn í Dalasýslu, og liggur langs með Gilsfirði. Á eyjunum eru þau afvötnuð í hreinu vatni, áður en þau eru þurrkuð, því með þessu móti verkast þau betur og verða sætari. í Saurbænum þarf þessa ekki, því að þar afvatnast þau af hreinu vatni, sem rennur yfir steinana, sem þau vaxa á, um fjöruna. Þegar sölin eru þurr orðin, eru þau látin í tunnur, og kemur þá út úr þeim sykurtegund sú, er hneita kallast, svo að þau verða hvít af henni. Þau hafa þá hinn sama þef sem bezta tegras, og hana jafnvel enn sætari. Menn borða þau daglega með fiski og smjöri, og þykja þau sjerlega holl fœða.
Það eru öll líkindi til, að söl hafi vaxið áður í Noregi, og að þau hafi verið borðuð þar fyrrum, því að annars mundu landnámsmenn naumast hafa tekið upp á, að borða þau sjálfir. Blaðs. 483: »í Barðastrandarsýslu eru sölin tekin á bátum, og bátarnir síðan fylltir með vatni, er þeir eru á land dregnir, og er þetta vatn látið standa á þeim í sólarhring, en síðan eru sölin breidd á jörðina, þurrkuð og látin svo í ílát. Við sölvatekjuna hafa menn lagt merki til þess, að þar sem sölvablöðunum er kippt upp með rótum (hvor Planten pluhlees rent af), þar vaxa þau fljótt aptur, en þar sem þau eru lauslega tekin (men der, hvor de rives lcun löselig af), þar setjast smákuðungar og kræklingur á rótina, svo þau ná eigi að vaxa aptur«. Þar sem talað er um Vestmannaeyjar, segja þeir enn fremur í öðru bindi bls. 858: »Hjer borða menn og ýmsar sjójurtir, einkum söl og fjörugrös«. Loksins stendur í tjeðri ferðabók, bls. 942: »Á Eyrarbakka er mikil sölvatekja, og safna íbúarnir þeim þar allt sumarið, einkum með stórstraumum, með fullu og nýju tungli, en síðan eru þau þurrkuð og látin í ílát. Sölvatekjan er þannig aðalatvinnuvegur þeirra, og menn sækjast mjög eptir þeim nær og fjær, einkum íbúar Árnessýslu, Rangárvallasýslu og Skaptafellssýslu, og fá seljendurnir því fyrir þau hina beztu landvöru, kjöt, smjör, fje og ull, og aðrar sínar helztu nauðsynjar. Ein vætt eða 80 pund af þurrkuðum sölum kostar 70 fiska eða 40 spesíu-skildinga. Hjer finnast tvær tegundir af þessari nytsömu hafjurt; önnur rauð og gul, hún er þunn; en hin tegundin er reyndar eins í sköpulagi og hefur sama bragð, en blöðin eru dökkrauð, stór og þykk. Þessi tegund hefur enga hneitu í sjer, sem hin fyrtalda, og vex lengra úti á skerjunum«. Af þessu má nú ráða, í hvaða metum sölin hafa verið hjer á fyrri öldum, og er það mjög illa farið, þegar slíkt manneldi er vanrækt eða gengur úr gildi sínu.
Vjer höfum nýlega lesið langa ritgjörð um söl og aðrar ætiþangstegundir, í nafntoguðu tímariti í Ameríku, þ. e. „Smithsonian Contribution to knowledge", og er í þeirri ritgjörð mjög vel tekið fram, hversu nærandi manneldi sje i sumum hafjurtategundum, og þeim lýst þar eptir eðli sínu; segir rithöfundurinn svo frá, að jafnvel Sínverjar, sem eru taldir hinir mestu sælkerar í heimi, hafi varla nokkurn þann miðdegisverð, að þar sje eigi einar eða aðrar ætiþangstegundir með, og á meðal þeirra telur hann einkum söl og marikjarna. Bjarni Pálsson segir einnig svo frá í ferðabók sinni, að hann hafi þekkt konu, sem í fullar 3 vikur lifði á eintómum sölum, og hafði allan þann tíma barn á brjósti, og má af því ráða, hvílík næring er í þessari jurt, því að vart mundi konan hafa komizt svo vel af, hefði hún þennan tíma átt að lifa af eintómum hörðum fiski, að vjer eigi tölum um eintóman háf eða hákall. Til að sannfærast um það, að sölin hafi í sjer fólgið nokkurs konar hveitiefni, þarf eigi annað, en brjóta í sundur þykkt sölvablað, því þá má ljóslega sjá hveitiagnirnar í stækkunargleri, en þær eru á báðar hliðar blaðsins, huldar hinni ytri himnu þess, og sjást því að eins i sárinu. Hneita sú, er á sölin sezt, er sykurtegund, sem einnig er mjög nœrandi, og líkist hún að dómi náttúrufrœðinga mest mannasykri. Þegar menn vita þetta, þá er það nokkuð undarlegt, að halda, að hveitistegundir og sykurtegundir sjeu að eins heilnæmar og nærandi, ef vjer fáum þær yfir haf utan, en vanrækja þær, er náttúran rjettir þær að oss.
Það er reyndar satt, að heimskulegt væri, að ætla sjer að lifa á eintómum sölum, en vjer ætlum, að það muni vera mörg fæðan, sem hið sama má segja um, þegar vjer ættum að lífa á henni eintómri. Það mun heyrum kunnugt, að það, að lifa á vatni og brauði, er álitinn ógjörningur til lengdar, og fáir halda það út að ósekju í marga daga í röð. Sama er að segja um fisk og vatn; því að það var áður vandi hjer á landi, að menn höfðu harðan fisk og vatn, í stað vatns-og-brauðs-hegningarinnar, sem nú tíðkast, og er mælt, að menn hafi þolað það mjög fáa daga. Það er, eins og vjer sögðum áður, að allt er komið undir því, að fæðan sje blandin, og það á hjer fullkomlega heima, sem frelsarinn sagði, »að maðurinn lifir eigi af einu saman brauði«. Maðurinn er svo gjörður, að hann þrífst þá hvað bezt, þegar hann hefur blending af fæðu, bæði af jurta-og dýra-rikinu; meltingarverkfœri hans eru svo gjörð, að þau eru löguð fyrir hvorttveggja, og þetta er vísbending náttúrunnar, að hann eigi að lifa af blandinni fæðu. Þegar vjer sjáum menn borða sig sadda á eintómri soðningu eða slátri án jurtafæðu, þá vitum vjer, að þeir lifa eigi samkvæmt eðli mannsins, því menn ættu aldrei að neyta eintómrar dýrafæðu, hvort sem það heldur er kjöt eða fiskur, án þess hún væri blandin einhvers konar jurtafæðu, því bæði gjörir jurtafæðan það að verkum, að vjer þurfum langtum minna af dýrafæðunni, hvort sem það er kjöt eða fiskur, en ella, enda verða allir vökvar og blóð langtum hreinna og hraustara, þegar fæðan er blandin.
Þegar fiskimaðurinn getur fengið 100 pund af mjöli eða öðrum hveititegundum á móti 100 pundum af fiski, þá á hann sjálfsagt, ef hann er með öllu viti, heldur að velja sjer 50 pund af fiski og 50 pund af mjöli til viðurværis, heldur en að ætla sjer að lifa á eintómum 100 pundum af fiski, því að hann fram dregur lífið langtum lengur á 50 pundum af fiski og mjöli, en hann gjörir með jafnvægi þeirra af eintómum fiski. Sama er að segja um þann, er hefur kornvöru tóma, en engan fisk, og ekkert kjöt; hann verður, ef hann er með fullu viti, að selja nokkuð af mjölefninu sínu, til að geta fengið fyrir það einhverja hagkvæma dýrafæðu. En til að gjöra það enn ljósara, hvernig hin mátulega blandna fæða er manninum hollust og langdrjúgust til viðurværis, viljum vjer velja annað dæmi. Setjum, að einn maður eigi 100 pund af söltuðum eða hörðum fiski, og eigi að lifa á því sem lengst hann geti; hann á þá auðsjáanlega þegar að skipta þessum 100 pundum i þrjá staði; fyrir einn hlutann kaupir hann eitthvert mjölefni, fyrir hinn annan smjör eða aðra feiti, en hinn þriðjapartinn hefur hann til nautnar. Sá, sem svona fer að, lifir eflaust góðu lífi löngu eptir að sá, sem ætlar sjer að lifa af fiskinum einum, er dauður og kominn í gröfina, og svona er því varið með allsháttað manneldi, hverju nafni sem það svo er nefnt.
Það er því sannmæli, að öll verzlun er lífæð þjóðanna; og sje hún sundur skorin, þá fylgir hungur og dauði. Það er varla nokkur efi á, að þegar forfeður vorir borguðu sölvavættina með 70 fiskum, þá vissu þeir vel, bvað þeir gjörðu; þeir vissu það af reynslunni, að ein vætt sölva var eins drjúg til manneldis, þegar hún var mátulega blandin með fiski, kjöti, smjöri og mjólkurmat, eins og 70 fiskar í hverri sem helzt annari matvöru. Það er eptirtektavert, hversu nákvæmir fornmenn voru í því, að meta jafnvægi manneldisins; búalög og fleiri rit þeirra bera ljóst vitni um það, og er það eigi miðlungsminnkun fyrir oss, að vjer í þessu sýnumst standa mjög á baki þeirra. Sölin vaxa nálega alstaðar við stendur vorar, þar sem sker og flúðir eru; í grýttri fjöru má alstaðar finna þau á flúðunum, og vaxa fjörugrösin hvervetna innan um þau. Kunnugir menn hafa sagt, að fyrrum hafi verið allmikil sölvatekja í skerjunum á Skerjafirði, og vjer erum af eigin sjón sannfærðir um, að nálega alstaðar mætti hafa hana við strendur Gullbringu- og Kjósarsýslu, en hún er því miður alstaðar vanrækt, og vjer þorum að segja, að þetta er meira af vanþekkingu og hugsunarleysí en hirðuleysi. (Framh. síðar).