Tux Paint

Úr Wikibókunum

Vefsíða forritsins er: http://www.tuxpaint.org


Forritið er Tux Paint er ókeypis teikniforrit ætlað fyrir börn. Forritið hefur unnið til verðlauna og er ætlað fyrir aldurshópinn 3 til 12. Það er einkar notendavænt fyrir börnin. Forritið er með skemmtilegum eiginleikum eins og hljóðum sem eru fyndin fyrir börn og eflaust fullorðna líka. Tuskudýr leiðir börnin gegnum forritið og er það mjög hvetjandi í allri sinni leiðsögn.

Leiðbeiningar við að keyra upp forritið

Forritið krefst hefðbundins stýrikerfis sem er að finna í flestum tölvum. Forritið er sótt með venjulegum hætti. Forritið leiðir síðan notanda áfram í uppsetningu uns það er að fullu uppsett á tölvu notanda.


Fídusar í forritinu

Teikni möguleikar í forritinu eru margvíslegir. Erfitt er að lýsa því í stuttu máli hvaða tæknimöguleikar eru í boði. Sjón er sögu ríkari. Forritið býður upp á að notendur, kennarar eða nemendur, bæti myndabakgrunnum við þá hundruð sem eru til staðar. Þannig eru möguleikar forritsins til kennslu óendanlega miklir.

Allir hnappar á skjá eru mjög læsilegir og auðvelt að læra t.d. á að vista myndir, afturkalla breytingar, o.s.frv.