Fara í innihald

Trúarbragðafræði fyrir grunnskólanemendur á miðstigi/Til kennara

Úr Wikibókunum

Til kennara

[breyta]

Hugmyndir að útfærslu

[breyta]

Wikibókina Trúarbragðafræði fyrir grunnskólanemendur á miðstigi má nýta á ýmsa vegu. Hér verða taldar upp nokkrar hugmyndir og þeir sem luma á fleiri hugmyndum eru eindregið hvattir til að bæta þeim við.

  • Nemendum er skipt í hópa og hver hópur semur stuttan útdrátt úr köflunum með hliðsjón af spurningunum úr Wikibókunum. Síðan flytur hver hópur sitt erindi fyrir aðra bekkjarfélaga sína sem gefa þeim einkunn fyrir í lokin.
  • Nemendum er skipt upp í tvo eða fleiri hópa (fer eftir stærð bekkjarins) og fá ákveðinn tíma til að æfa sig í að svara spurningunum. Síðan er haldin spurningakeppni milli hópanna og þeir sem ná að svara flestum spurningum vinna.
  • Spurningunum úr hverjum kafla fyrir sig er varpað upp á vegg með myndvarpa. Kennarinn spyr nemendur út úr og skapar um leið umræður milli nemenda út frá spurningunum.
  • Nemendur eiga að bera saman viðkomandi trúarbrögð (innbyrðis eða við önnur sem þau þekkja vel t.d. kristni) og telja upp það sem er líkt og ólíkt með þeim. Hentar bæði sem einstaklingsvinna og hópvinna.
  • Nemendur reyna að ímynda sér hvernig dagurinn þeirra yrði ef þau væru annarrar trúar en þau eru. Væru þau t.d. öðruvísi klædd, myndu þau haga sér öðruvísi; heima hjá sér og/eða í skólanum?


Ítarefni

[breyta]