Trúarbragðafræði fyrir grunnskólanemendur á miðstigi/Islam

Úr Wikibókunum

Höfundur: Hulda Hauksdóttir


Islam - Að lúta vilja Guðs

Hér er að finna verkefni úr námsefni sem gefið er út af Námsgagnastofnun og er notað í trúarbragðafræðikennslu fyrir grunnskólanemendur á miðstigi.

Námsbókin sem stuðst er við er: Islam - að lúta vilja Guðs. Höfundur: Þorkell Ágúst Óttarsson(2003).

Svaraðu neðangreindum spurningunum úr viðkomandi köflum þegar þú hefur lokið við að lesa kaflana.

Islam

Islam og múslimar[breyta]

1.Hvers vegna er sagt að gyðingar og arabar eigi sameiginlegan uppruna?

2. Hvað merkja orðin islam og salam?

3. Hvað kallast sá sem játar islam og hvað þýðir nafnið?

4. Hvernig segir maður guð á arabísku?

Samfélagið sem Múhameð ólst upp í[breyta]

1. Hvar fæddist Múhameð?

2. Hvað er hirðingi?

3. Hvað er fjölgyðistrú?

4. Hvað er tíminn fyrir tíð islam kallaður?

5. Hvað þýðir orðið kaaba á arabísku?

6. Hvers vegna dökknaði steinninn sem engillinn gaf Abraham?

Blaðsíða úr Kóraninum

Æska Múhameðs og opinberun[breyta]

1. Segðu í stuttu máli frá æskuárum Múhameðs fram að 8 ára aldri?

2. Hvers vegna er bannað að mála helgimyndir af Múhameð?

3. Hvernig er útliti Múhameðs lýst?

4. Hvernig veit fólk hvernig Múhameð leit út?

5. Um hvað hugsaði Múhameð þegar hann sat einn í hellinum sínum á Hirafjalli?

6. Hvað hét engillinn sem birtist Múhameð á fjallinu?

7. Hvað þýðir orðið opinberun?

8. Hvað þýðir orðið Kóran?

9. Hvers vegna er Kóraninn heilagur í augum múslima? 10. Hvernig lýsti Múhameð Kóraninum?

11. Hvers vegna þurftu aðrir að skrifa niður boðskap Guðs fyrir Múhameð?

Múhameð boðar nýja trú[breyta]

1. Hvers vegna voru menn ósáttir við kenningu Múhameðs um að menn væru skapaðir til að tilbiðja og þjóna Guði?

2. Nefndu tvær vísindagreinar sem múslimar voru vel að sér í?

Kona með blæju

Árásir á Múhameð og fylgjendur hans[breyta]

1. Hvers vegna litu valdhafar í Mekku á Múhameð sem ógn við sig?

2. Hvað gerðu þeir til að reyna að þagga niður í honum?

3. Hvað ákváðu þeir að gera þegar þeir skildu að Múhameð myndi aldrei hætta að boða hina nýju trú?

4. Hvað gerði Múhameð til að rétta hlut kvenna?

5. Boðar kóraninn að konur verði að hylja andlit sitt?

6. Er það algeng hefð í trúarbrögðum að fólk hylji hár sitt ?

7. Nefndu dæmi um slíkt í kristinni trú?

8. Hvert var mikilvægasta framlag múslima til lækavísindanna?

Flóttinn til Medínu[breyta]

1. Segðu frá því með þínum eigin orðum hvað gerðist í næturferð Múhameðs og Gabríels engils.

2. Hversu oft á dag biðja múslimar til Guðs?

3. Hvers vegna töldu mennirnir sem voru að leita að Múhameð að hann gæti ekki verið falinn í hellinum?

4. Hvers vegna er ár múslima styttra en kristinna manna?

5. Hvers vegna halda múslimar 12. dag fyrri vormánaðar hátíðlegan?

6. Hvað gera múslimar í hitamánuði (Ramadhan) ?

7. Hvað heitir helgasta hátíð múslima?

Kóngulóarvefur

Múhameð kemur til Medínu[breyta]

1. Hvað kallast staðurinn þar sem múslimar koma saman og tilbiðja Guð?

2. Til hvers er turninn í moskum notaður?

3. Hvers vegna eru engar myndir af Guði eða Múhameð í moskum?

4. Hverjar eru 3 helgustu borgir islam og hvað heita moskurnar þar?

5. Hvað þýðir orðið jihad?

6. Úskýrðu í stuttu máli lögin um jihad.

Múhameð snýr aftur til Mekku[breyta]

1. Hverjir eru kallaðir „fólk bókarinnar“ og hver var afstaða Múhameðs til þeirra?

2. Hvað segir Kóraninn um að þröngva aðra til trúar?

Síðustu ár Múhameðs[breyta]

1. Helstu boðorð múslima kallast stoðirnar fimm. Hverjar eru þær?

2. Hvert snúa múslimar sér þegar þeir biðja bænirnar sínar?

3. Nefndu 5 atriði sem múslimar mega ekki gera samkvæmt lögum islams.

4. Hvers vegna fasta múslimar?

5. Hvað eru islömsk börn gömul þegar þeim er gefið nafn?

6. Hvernig fer nafnahátíð fram?

Útbreiðsla islams og arfleifð[breyta]

1. Lýstu útbreiðslu islams í stuttu máli.

Gagnvirkar æfingar[breyta]

Taktu krossaprófið hér fyrir neðan eða smelltu hér til að opna gagnvirkar æfingar úr öllum köflum bókarinnar.


Krossapróf[breyta]

<quiz display=simple>

{ Hvers vegna er sagt að gyðingar og arabar eigi sameiginlegan uppruna? |type="()"}

+Því Abraham er ættfaðir beggja. -Því þeir tala svo líkt tungumál -Því þeir klæðast eins fötum

{Hvað þýðir orðið "islam"? |type="()"}

-fyrirgefning +hlýðni -friður


{Hvað þýðir orðið "salam"? |type="()"}

-fyrirgefning -hlýðni +friður


{Hvernig segir maður guð á arabísku? |type="()"}

-Salla +Allah -Ballah


{ Hvað kallast sá sem játar islam? |type="()"}

-arabi -þjóðverji +múslimi


{ Hvað þýðir heitið "múslimi"? |type="()"}

-sá sem er altaf að rífast +sá sem er undirgefinn -sá sem eltir allar hina