Trúarbragðafræði fyrir grunnskólanemendur á miðstigi/Búddhatrú
Höfundur: Hulda Hauksdóttir
Búddhatrú - leiðin til Nirvana
Hér er að finna verkefni úr námsefni sem gefið er út af Námsgagnastofnun og er notað í trúarbragðafræðikennslu fyrir grunnskólanemendur á miðstigi.
Námsbókin sem stuðst er við er: Búddhatrú - leiðin til Nirvana. Höfundur: Sigurður Ingi Ásgeirsson (2004).
Svaraðu neðangreindum spurningunum úr viðkomandi köflum þegar þú hefur lokið við að lesa kaflana.
Gimsteinarnir þrír
[breyta]1. Hvar hófst Búddhatrú, hver var upphafsmaður hennar og hvað þýðir nafnið Búddha?
2. Hvað kallast boðskapur Búddha og hvað felst í honum?
3. Hvernig hljómar trúarjátning búddha¬trúarmanna (3 setningar) og hvað er hún kölluð?
Búddha
[breyta]1. Í hvaða landi fæddist Siddharta Gautama?
2. Hverju spáði Asíta um framtíð Siddharta?
3. Hvernig reyndi konungurinn faðir hans að koma í veg fyrir að spádómurinn rættist?
4. Hvað er:
- a.helgur maður
- b.einsetumaður
- c.meinlætamaður
- d.að fasta
5. Hvað stundaði Siddharta lengi meinlætalifnað?
6. Hvað varð til þess að Siddharta uppgötvaði að meinlætalifnaður væri ekki leiðin til lífshamingjunnar?
7. Hver taldi að Siddharta að væri rétta leiðin til lífshamingju?
8. Hvaða trú var ríkjandi á Indlandi á dögum Búddha ?
9. Hverjir voru Brahmínar og fyrir hvað gagnrýndi Búddha þá?
10. Hvers vegna taldi Búddha að fólk þjáðist?
11. Hvað er nirvana og hvað gerist þegar menn öðlast það?
12. Hvers vegna ferðaðist Búddha um Norður Indland í 45 ár?
13. Hvernig tók faðir hans á móti honum þegar hann kom aftur til æskustöðvanna?
14. Hvað var það sem dró Búddha til dauða?
15. Hver voru síðustu orð Búddha?
Dharma
[breyta]1. Hvers vegna vildi Búddha að menn hugsuðu vel um líkama sinn?
2. Hvaða tvenns konar öfgar vildi Búddha að menn forðuðust?
3. Hvað er stúpa?
4. Hver eru hin 4 göfugu sannindi í kenningu Búddha?
5. Hverjir eru 8 áfangar áttfalda stígsins?
6. Hvernig hljómar vísdómur Búddha?
7. Hvað þýðir orðið karma og hver er munurinn á góðu karma og slæmu karma?
Sangha
[breyta]1. Hvað er sangha og hver stofnaði það?
2. Hvað eru pílagrímsferðir?
3. Hverjar voru lífsreglurnar 5 sem Búddha setti þeim sem vildu fylgja kenningum hans án þess að gerast munkar eða nunnur?
Útbreiðsla trúarinnar
[breyta]1. Endursegðu söguna um Asoka keisara í stuttu máli með þínum eigin orðum.
2. Nefndu a.m.k. 3 lönd þar sem búddhatrú er ríkjandi í dag?
Mismunandi stefnur
[breyta]1. Hvaða heita tvær mismunandi stefnur búddhatrúarinnar og hver er aðalmunurinn á þeim?
2. Nefndu 3 hreyfingar sem eru innan Mahayana stefnunnar.
3. Hvað þýðir orðið zen?
4. Hvaða orð leggur zen-búddhismi höfuðáherslu á?
5. Hvað er mantra?
6. Hvað telja tíbetskir búddhistar að þeir ávinni sér með því að tóna möntruna? 7. Hvernig vekja félagar í Soka Gakkai hreyfingunni búddhaeðli sitt úr dvala?
Helgiritin
[breyta]1. Hverjar eru körfurnar þrjár og hvað innihalda þær?
2. Hver var fyrsta bókin sem prentuð var í heiminum og hvar var hún prentuð?
3. Hvað eru Jatakasögur?
4. Hvað er Dhammapada?
Fjölskyldulíf
[breyta]1. Hvað er tákn hreinleika í búddhatrú?
2. Hvað er ölmusa?
Búddhadagur
[breyta]1. Hvað heitir mánuðurinn sem Theravada búddistar halda upp á fæðingu, uppljómun og dauða Búddha?
2. Hvað er þessi hátíð kölluð á Vesturlöndum og hvenær er hún haldin?
3. Hvernig er þessi hátíð haldin hátíðleg á Íslandi?
Búddhatrú nú á tímum
[breyta]1. Hversu margir manna í heiminum eru búddhatrúar?
2. Hver er þekktasti búddhatrúarmaður heims?
3. Hvað sagði Búddha að væri hið eilífa lögmál?
Gagnvirkar æfingar
[breyta]Taktu krossaprófið hér fyrir neðan eða smelltu hér til að opna gagnvirkar æfingar úr öllum köflum bókarinnar.
Krossapróf
[breyta]<quiz display=simple>
{Hvar hófst Búddhatrú? |type="()"}
-Kína +Indlandi -Norður Kóreu
{ Hvað hét upphafsmaður Búddhatrúar? |type="()"}
+Siddharta Gautama -Mahatma Gandhi -George Bush
{ Hvað þýðir nafnið Búddha?
|type="()"}
-hinn algóði -hinn alvitri +hinn upplýsti
{ Hvað kallast boðskapur Búddha?
|type="()"}
-garmar +dharma -svarma
{ Hvað er trúarjátning Búddha kölluð?
|type="()"}
-Demantarnir þrír. +Gimsteinarnir þrír. -Rúbínarnir þrír
{ Hver eftirfarandi fullyrðinga er rétt?
|type="()"}
-Búddha hefur verið líkt við munk. -Búddha hefur verið líkt við lyf. +Búddha hefur verið líkt við lækni.
{ Hvað þýðir orðið athvarf?
|type="()"}
-staður þar sem fólk hverfur +staður þar sem maður er óhultur -heimili hellisbúa
{ Hver er núverandi dalai lama?
|type="()"}
+Tenzin Gyatso -Gendun Gyatso -Jamphel Gyatso
{ Hver var fyrsti dalai lama?
|type="()"}
-Tsangyang Gyatso +Gendun Drup -Khendrup Gyatso