Fara í innihald

Tölvunarfræði/Verkefnalausnir

Úr Wikibókunum

Námskeiðið Verkefnalausnir er verklegt námskeið sem þjálfar nemendur í getu til að beita grunnhugtökum úr tölvunarfræði á hagnýt verkefni.

Lýsing

[breyta]

Í námskeiðinu Verkefnalausnir við HR eru nemendur þjálfaðir í að beita grunnþáttum tölvunarfræðinnar á hagnýt verkefni.

Námskeiðið tekur á ýmsum þáttum tölvunarfræðinnar eins og t.d:

  • Forritun
  • Strjálli stærðfræði
  • Rökrásum
  • Verkefnavinnu
  • Ritun
  • Kynningu
  • Lausn tæknilegra verkefna
  • Skýrslugerð

Kennslan fer fram eingöngu í lotum þar sem nemendur leysa ýmisskonar verkefni, með aðstoð leiðbeinenda. Hverju verkefni er svo skilað í lok hvers tíma.

Verkefnin eru unnin í hópum. Þannig ná nemendur að þjálfast í að vinna með öðrum, leysa verkefni og búa til verkefnaskýrslur.


Kennsla

[breyta]

Verkefni

[breyta]

Tvennskonar verkefni eru unnin í tímum, annarsvegar skýrsluverkefni og hinsvegar rafræn verkefni, auk kynningar sem nemendur þurfa að halda um valin verkefni sem þeir hafa gert í tímum.

Skýrsluverkefni:
[breyta]

Nemendum er skipt í 4 manna hópa. Nemendur fá í hendurnar verkefni sem inniheldur nokkrar þrautir/verk sem þarf að leysa.

Þegar lausn verkefnis liggur fyrir útbýr hópurinn skýrslu sem skilað er rafrænt á pdf formi inn í myschool skólakerfið.

Mikið er lagt upp úr því að allir meðlimir hópsins sýni fram á skilning sinn á viðfangsefninu með rökstuðningi í skýrslunni.

Rafræn verkefni:
[breyta]

Nemendum er skipt í 2 manna hópa. Nemendur fá í hendurnar verkefni sem oftast eru forritunarverkefni eða önnur verkefni sem leyst eru rafrænt í þar til gerðum forritum/heimasíðum.

Öll forritunarverkefni eru unnin í C++ forritunarmálinu.

Mikið er notast við skil í gegnum Mooshak þar sem sjálfvirk yfirferð verkefna er framkvæmd um leið.

Kynning:
[breyta]

Nemendur halda tvær kynningar í sitt hvorum hópnum. Hópurinn velur sér efni, útbýr glærur og kynningarefni og flytur síðan kynninguna fyrir samnemendur sína og kennara. Nemendur og kennarar leggja síðan mat á kynningarnar.


Námsmat

[breyta]

Eftirfarandi þættir byggja upp lokaeinkunn námskeiðsins:

  • Skýrsluverkefni
  • Rafræn verkefni
  • Kynning og mat á kynningu
  • Jafningjamat (nemendur meta framlag hópmeðlima)
  • Munnlegt lokapróf

Nemendur þurfa að standast munnlegt lokapróf til að standast námskeiðið.


Heimildir

[breyta]

Efni er fengið á námskeiðsvef Verkefnalausna á innraneti HR.

"Ehrafnsson (spjall) 19. janúar 2013 kl. 11:38 (UTC)" "Saevare12 (spjall) 19. janúar 2013 kl. 11:42 (UTC)"