Tölvunarfræði/Tölvusamskipti

Úr Wikibókunum

Það hefði verið gaman að fara í "arp poisoning" og taka nokkrar æfingar í því. En það gengur út á að sniffa umferð á staðarneti og breyta umferðinni eða stöðva hana alfarið.

Það er gert með því að senda falsaða arp pakka, mac-addressa árásaraðila er tengd við IP-addressu fórnarlambs, sem hefur þau áhrif að þeir pakkar sem fórnarlambið á að fá eru sendir til þín, sem bíður uppá allrahanda misnotkun.

Það eru ýmis tól í boði fyrir þetta en flest eru þó fyrir linux, en til er tól í windows sem heitir Cain & Abel sem er vel brúklegt. Þetta er margþætt tól, en þar er flipi sem heitir "Sniffer" og undir honum eru svo aðrir flipar, meðal annars "ARP" flipinn. Þegar hann hefur verið valinn er smellt á plúsinn, tölvurnar valdar og arp poisoning hefst. Þá er gott að nota wireshark til að skoða pakkana sem eru að koma.

Þessi æfing gæti hjálpað fólki að átta sig á tölvusamskiptum og þeim hættum sem þar geta leynst. Það mætti einnig innleiða linux notkun í þessari æfingu.