Tölvunarfræði/Tölvugrafík

Úr Wikibókunum, frjálsa kennslubókasafninu
Fara í flakk Fara í leit

Pastebin


Pastebin er heimasíða sem geymir texta í hvaða formi sem er. Síðan var hönnuð með það í huga að forritarar gætu deilt kóða eða láta aðra skoða kóðan og leiðrétta. Notkun á síðunni

Þegar komið er á síðuna er innsláttar svæði fyrir texta og er hægt að afrita texta inn í það svæði úr hvaða forriti sem er. Þar fyrir neðan er svo hægt að velja um hvernig texti þetta er uppá að láta pastebin yfirstrika vissa hluti sjálfkrafa. Þar er hægt að velja um mismunandi forritunar staðla og forrit sem textinn kom úr til að gera þeim sem skoðar textan eftirá auðveldara um að skilja hann. Þó að þess sé ekki þörf við að setja inn textann og er sjálfkrafa valið að engin yfirstrikun eigi sér stað. Hægt er að velja hve lengi textinn mun vera þar inni og svo hvort að textinn fari á forsíðu pastebin sem þá smelluhæfur hlekkur sem allir geta smellt á eða hvort að þú einn vitir slóðina á hann og getur þannig sent hlekkinn í tölvupósti eða í gegnum einhvern samskiptamiðil. Þar er einnig hægt að setja inn nafnið á hlutum sem þú ert að setja inn og netfangið þitt ef þú ert að vonast til að ónefndur góðhjartaður einstaklingur fari yfir þetta hjá þér.


Þegar búið er að setja inn texta

Þegar verið er að skoða texta sem aðrir hafa sett inn er hægt að breyta textanum og kemur hann inn fyrir neðan upprunalega textan sem ekki er hægt að breyta. Ef svo vill til að sá sem er að fara yfir textan geti hjálpað þér og er búinn að laga textan þinn , hvort sem um forrit er að ræða eða stafsetningar villur úr ritgerð er hægt að setja inn leiðréttinguna og velja svo submit aftur og þá ertu kominn með nýjan hlekk sem þú getur þá sent aftur í tölvupósti til baka til þess sem sendi þetta til þín.


Pastebin addon fyrir firefox

Hægt er að sækja addon fyrir Firefox sem gerir þér kleift að velja texta á hvaða síðu sem er og með að ýta á pastebin takkann sem kemur með addoninu þá fer textinn sjálfkrafa á pastebin heimasíðuna.

Ég hef notað pastebin til að fá aðstoð við forritunar verkefni frá vinum mínum sem eru færir í þessu og er þessi síða mikið notuð af nemendum HR.


Heimildir

www.pastebin.com