Tölvunarfræði/Línuleg algebra

Úr Wikibókunum

Línuleg algebra[breyta]

Línuleg algebra er grein innan stærðfræðinnar sem snýr að vigrum, vigurrúmum, fylkjum, línulegum jöfnuhneppum o.s.frv. Þar sem vigrar og fylki eru mikilvæg í nútíma stærðfræði er línuleg algebra mikið notuð í útreikningum og var hún snemma mikilvæg í námi mínu í verkfræði. Það sem gæti gert kennslu í Línulegri algebru enn betri væri notkun á hugbúnaði sem kallast Matlab (www.matlab.com). Línuleg algebra kemur víða við á skólagöngu þeirra, sem stunda nám í verkfræði og því mættu kennarar tileinka sér það betur að nota þetta forrit til stuðnings á myndrænan hátt til að útskýra hin ýmsu dæmi í vigurrúmum á ýmsum sviðum.

Matlab[breyta]

Matlab er hugbúnaður sem byggist á fjórðu kynslóðar forritunarmáli og var þróað af fyrirtækinu MathWorks með gagnvirku viðmóti því til stuðnings. Með notkun Matlab er auðveldlega hægt að leysa tæknilega vandamál mun hraðar en í öðrum forritunarmálum eins og C, C++ og Fortran. Hugbúnaðurinn virkar bæði fyrir MacOS og Windows tölvur og því ættu flestallir nemendur að geta notað hugbúnaðinn án vandræða. Matlab gerir notendum sínum auðvelt fyrir að sýna á myndrænan hátt niðurstöður sínar og greina gögn og ýmislegt fleira.

Matlab og Línuleg algebra[breyta]

Matlab á auðvelt með útreikninga á vigrum, og fylkjum og byggist forritið mikið til upp á þeim stærðfræðiaðgerðum og því tel ég þennan hugbúnað henta vel við kennslu á Línulegri algebru. Svo til gerð vektorvæðing er notuð í forritunarmálinu í stað hefðbundinna forritunaraðgerða, sem flýta útreikningum og því er forritið fljótara að reikna þá útreikninga, heldur en t.d. C++ og Fortran. Fyrir nemendur í sínum fyrstu skrefum í línulegri algebru getur forritið á auðveldan hátt sýnt nemendum myndrænar lausnir og hvað er í gangi í útreikningum þeirra, auk þess sem forritið gæti nýst til að sjá lokasvör, en það sýnir ekki skref fyrir skref útreikninga, sem nemendur þurfa þá að framkvæma sjálfir að sjálfsögðu.

Kostir/Gallar Matlab[breyta]

Kostirnir eru hversu fljótlegt forritið er að vinna með tölur og útreikninga auk þess hve myndræn framsetning getur auðgað skilning auðveldlega. Helstu gallar væru hversu stórt forritið er, ef það á eingöngu að notast við útreikninga á línulegri algebru, því það er notað í margt annað. Galli gæti verið líka að sá, sem ekki hefur lært einhverja forritun gæti þótt flókið að byrja í forritinu.

Heimildir[breyta]

http://www.mathworks.com/products/matlab/description1.html