Tölvunarfræði/Hvað er tölvunarfræði
Útlit
Tölvunarfræði (computer science) er fræðigrein sem fjallar um undirstöðu að meðhöndlun upplýsinga á rafrænu formi og þær aðferðir og tækni sem liggur að baki rafrænum samkiptum og framsetningu. Tölvunarfræðin fjallar um möguleikana, uppbyggingu, framsetningu og vélvæðingu á kerfisbundinni aðgerð eða algrími (algorithms) sem liggur að baki öflun, lýsingu, vinnslu, geymslu, aðgengi og samskipti upplýsinga hvort sem þær eru settar fram á rafrænan hátt í bitum og bætum í minni tölvu eða í heila mannsins.