Tölvunarfræði/Breytur

Úr Wikibókunum

Breytur[breyta]

Breytur eru mikilvægar í forritun en þær geyma til dæmis útreikninga, strengi, stafi, tölustafi og fleira sem forritið þarf við keyrslu. Allt sem að forritið gæti þurft að geyma eða tekur inn frá notanda er geymt í viðeigandi breytum. Forritunarmál vinna hinsvegar ekki alltaf eins með breyturnar, sum eru rammlega tagskipt mál og önnur naumlega tagskipt. Flest tungumál hafa einhverjar nafnahefðir sem ná yfir breytunöfn, þær geta verið mismunandi varðandi hástafi lágstafi og undirstrik en flestar eru þær sammála um að breytunöfn eiga að vera lýsandi.


Breytur skilgreindar[breyta]

Þegar breyta er búin til þarf bæði að gefa henni nafn og skilgreina hana. Það er mikilvægt að nafnið sé lýsandi og hún sé skilgreind á réttan máta.


Dæmi


Búa til breytu sem inniheldur einkunn frá 0 upp í 10


Rétt nafn en rangt gagnatag

int einkunn = 5;


Rangt nafn og rangt gagnatag

char foo = '5';


Rétt gagnatag og rétt nafn

double einkunn = 5;


Gagnatög í C++[breyta]

Gagnatag Virkni
Integer (int) Inniheldur heiltölur og hundsar brot. Ef þú setur 5.5 í int breytu geymir hún bara 5
Charecter (char) Inniheldur eitt tákn, hvort það er bókstafur, tölustafur eða eitthvað annað
Double Inniheldur heiltölur og brotatölur
String Strengur af táknum
Boolean(bool) Satt eða ósatt, 0 eða 1


Fastar breytur[breyta]

Kallast á ensku constant variables. Áður en að skrifað erum þessar breytur þarf að athuga það að þegar breytum er lýst yfir í forriti er hægt að setja strax inn í þær gildi, t.d. stafinn A eða töluna 5 en það fer eftir tagi breytunnar hverju sinni. Síðan þegar seinna er komið í forritið er breytan sem inni hélt 5 uppfærð í 10 eða stafnum A breytt í stafinn B. Þegar um fastar breytur er að ræða er þeim lýst yfir einu sinni og síðan verður henni ekki breytt. Hægt er að kalla margoft í hana í mismunandi aðgerðum í forritinu. Þessar breytur viðhalda læsileika kóða og auðveldar einnig viðhald, þar sem að ekki þarf að lýsa oft yfir eins breytum fyrir sitthvora aðgerðina í forritinu.


Víðværar breytur[breyta]

Kallast á ensku global variables.Þetta eru breytur sem allir hlutar forritisins geta nálgast og nýtt. Þeim er lýst yfir á “hlutlausum” stað í forritinu og geta þær því tilheyrt öllum aðgerðum forritsins. Þær eru til allan tímann sem að forritið er í keyrslu.


Rammlega tagskipt mál[breyta]

Skilgreina þarf hverskonar upplýsingar breytur koma til með að innihalda og þá um leið hvaða aðgerðir má nota þær í. Charecter(char) breyta inniheldur til að mynda alltaf tákn og jafnvel þó táknið sé tölustafur getur charecter breyta ekki verið notuð í útreikning.


Naumlega tagskipt mál[breyta]

Þarf ekki alltaf að skilgreina breyturnar. Þær taka við gögnum og vinna úr þeim eins og málinu sýnist. Þannig er hægt að reyna leggja saman charecter breytu sem inniheldur táknið “5” við integer breytu sem inniheldur tölustafinn 5. Hinsvegar getur útkoman bæði orðið 10 og “55”.

Heimildir[breyta]

cplus - Variables

makeuseof - Variable data types

Höfundar[breyta]

Eiríkur B. Einarsson og Jóhann H. Líndal