Fara í innihald

Tölvunarfræði/Þýðendur

Úr Wikibókunum

Þýðandi er forrit eins og t.d. Microsoft Visual Studio 2008. Þetta forrit þýðir kóða (texta) úr einu forritunarmáli yfir á annað. Megin ástæðan fyrir að kóðinn sé þýddur er til að búa til keyrsluforrit en einnig er hægt að þýða keyrsluforrit yfir í kóða.

Hér fyrir neðan er algengasta vinnsluferlið sem þýðandi fer til að þýða kóða yfir í keyrsluforrit:

  • Finnur hvar lína byrjar og endar í kóðanum.
  • Greinir einstök orð hverrar línu og af hvaða tegund þau orð eru (breytur, tölur, aðgerðir, tákn, o.s.fr.)
  • Skiptir út styttingum fyrir fullar skilgreiningar og innbyrða skrár.
  • Fer yfir málfræði kóðans, greina setningarlegar villur og búa til setningafræðilegt tré úr kóðanum samkvæmt málfræði forritunarmálsins.
  • Kannar hvort breytutegundir passi við gildi, tengja vísanir í föll og breytur við skilgreiningar þeirra, og skoða frumstillingar á breytum.
  • Skoðar hvernig best sé að meðhöndla minni, hvaða vélamálsskipanir skili bestum árangri og búa svo til vélamálstextann.
  • Beitir bestun á vélamálstextanum með ýmsum leiðum.