Tölfræði/Marktektarpróf/T-próf

Úr Wikibókunum, frjálsa kennslubókasafninu

t-próf metur hvort það er tölfræðilega marktækur munur á tveimur meðaltölum (t.d. karlar og konur)

Fylgibreytan er á jafnbilakvarða eða "góðum" raðkvarða.

t-próf byggist meðal annars á þeirri forsendu að fylgibreyta sé normaldreifð.


Unnið er með mismunandi t-próf eftir því hvaða hópa á að bera saman:

t-próf eins úrtaks (one sample t-test)

  • Er notað þegar meðaltal í þýði er þekkt og þú vilt bera þitt meðaltal (eitt meðaltal) við það (meðaltalið í þýðinu)

t-próf paraðra úrtaka (paired sample t-test)

  • Er notað þegar á að bera saman meðaltöl tveggja paraðra úrtaka, þe. úrtök sem tengjast á einhvern hátt (sbr. foreldrar, móðir í einu og faðir í hinu). Einnig hægt að nota það til að bera saman meðaltöl á sama hóp (t.d. fyrir og eftir). Hver einstaklingur á þá tvær mælingar í gagnasafninu og er seinni mælingin skilyrð þeirri fyrri, sem þýðir að í seinna úrtakinu er enginn sem var ekki í fyrra úrtakinu.

t-próf óháðra úrtaka (independent sample t-test)

  • Er notað þegar bera á saman meðaltöl tveggja hópa í úrtaki sem valið er með tilviljunaraðferð. Allir einstaklingar í þýði hafa jafna möguleika á að lenda í úrtakinu. Gott að nota til að bera saman t.d. viðhorf karla og kvenna. Þátttaka hvers svarenda er óháð þátttöku hinna.


Athugið að þegar beðið er um t-próf í SPSS þá koma fram niðurstöður um öryggisbil meðaltalsins í þýðinu. Það gefur okkur upplýsingar um á hvaða bili líklegt er að meðaltalið liggi í þýðinu miðað við 95% vissu. Ef er handreiknað þarf að fletta upp í töflu öryggisbilinu.


--Sibba 20:20, 13 nóvember 2006 (UTC)