Fara í innihald

Tæknisögur

Úr Wikibókunum

Hér er tilraun með að búa til tæknisögur nemenda

Nemandi að nota fartölvu

Tæknisaga getur verið leið til að skilja betur tæknibreytingar.

Anton

[breyta]
AMIGA

Fyrsta tölva sem ég byrjaði að leika mér á var AMIGA talva sem var í raun bara lyklaborð tengd við sjónvarpsskjá. Þar spilaði ég nokkra tölvuleiki sem voru frekar einfaldir. Einnig var hægt að skrifa í forrit og prentað út. Hægt var að spila tölvuleiki eins og Monkey Island og fleiri leiki sem ég man ekki hvað ég heiti

Monkey Island



Linda

[breyta]

Ég byrjaði á tölvuleikjum í tölvu bróður míns, minnir að sá fyrsti hafi heitið Chucky. Í kringum 1991 eignaðist svo frænka mín macintosh tölvu og það var það skemmtilegasta sem hægt var að hugsa sér að fá að spila leiki í þeirri tölvu.

Anna

[breyta]

Heiðdís

[breyta]

Mín fyrsta tölva sem ég fékk aðgang að var heima hjá foreldrum mínum. Ég fékk ekki oft að fara á netið vegna þess að þá var heimasíminn á tali. Uppáhaldsleikurinn minn var Hercules.

Borðtölva


Karen

[breyta]

Ég kynntist tölvum fyrst þegar ég var að leika mér í Kellog's leik með vinkonu minni. Ég fékk síðan stundum að fara á Leikjanet þegar ég var yngri í smástund.

María

[breyta]

Ingileif

[breyta]

Ég var í fjarnámshópi í KHÍ sem byrjaði í náminu 1995. Til að komast í "samband" við námið þurftum við ræsa módem. Það var hæggengt, þannig að ég gat farið út í búð á meðan tengingin komst á.

Helga Lind

[breyta]

Fyrsta tölvan sem ég kynntist var Nintendo leikjatölva og voru Super mario bros og Tetris uppáhaldsleikirnir mínir.

Arnór

[breyta]

Mín fyrstu kynni af tölvum og tækni voru þegar ég spilaði Lion king tölvuleikinn í tölvu foreldra minna. síðan eignaðist ég playstation tölvu þegar ég var níu ára, síðan þá hef ég átt nokkrar tölvur sem ég hef notað við skóla, vinnu og leik.

Sonja Dröfn

[breyta]

Mín fyrstu kynni af tölvum voru líklega Donkey kong leikjatölvurnar sem sárafáir áttu í mínum uppeldisbæ. Ég fór svo sjálf að nota tölvur eða svona kynntist þeim þegar boðið var upp á "tölvur" sem valfag í 10. bekk. Þegar ég kom í framhaldsskóla var svo tölvufræði eitt fagið og við fórum að vinna að verkefnum á tölvum. Disklingar voru málið og svo komu diskar, þá geisladiskar og minniskubbar. Ég á gögn inn á diskum, gamlar ritgerðir oþh sem eru engum til gagns og ég veit ekki hvar ég gæti látið lesa það efni sem er á þeim.

Græjan



Margrét

[breyta]

Mín fyrstu kynni af tölvum eða tækni hafa sennilega verið þegar ég eignaðist fyrsta tölvuspilið en það var donky kong spil Fyrsta gsm símann fékk ég árið 1996, þetta var nokiasími sennilegast 5110. Þetta voru mikil tímamót. Á sama tíma var ég í Kennó og þá var verið að vinna á tölvur og gögn vistuð á floppidiska eða disklinga. Fyrstu fartölvuna fékk ég svo í vinnunni í skólanum um 2007 eða 2008. Það var ekki algengt að fólk hefði fartölvur en mikil framför í tæknimálum. Árið 2013 kynnist ég síðan Google og hef ekki séð til sólar síðan. Google breytti lífi mínu :-)

Nokiasími


Anna María

[breyta]

Fyrsta tölvan ég sem notaði var mað Windows 95 stýrikerfi en ég man ekki hvernig tölva það var. Þetta var tölva eldri bróður míns en notaði ég hana eingöngu til þess að spila Super Mario þegar ég var 5 ára.

Mynd:Windows 95 Front.jpg
fyrsta stýrikerfið sem ég kynntist


Sólveig

[breyta]

Iðunn

[breyta]
Sega mega tölva


Hanna

[breyta]

Fyrsta PC tölvan kom á mitt heimili um 1997. Fram að því höfðum við krakkarnir gaman að því að vera í Sega mega drive í Sonic leiknum.

Sega Mega Drive