Táknfræði - Semiotics
<- Aftur í efnisyfirlit fyrir Wikibækur kennaranema |
Höfundur Steinunn Kolbeinsdóttir
Táknfræðin fjallar bæði um merkingu einstakra tákna og merkingu heildar. Greinin fjallar um hvernig merking er búin til, hvernig skilningurinn er þ.e. hvernig við skiljum táknið. Táknfræðin er sprottin upp úr málvísindum en viðfangsefnið er meira en tungumálið og bókmenntir, hún er nú bæði stunduð innan félags- og raunvísinda. Táknfræðin fjallar um það hvernig orð og hlutir öðlast merkingu. Fjallar um ferlið frá hugmynd að tákni, hugmynd að orði. Hvernig reynsla og félagslegt umhverfi einstaklinga hefur áhrif á merkingu tákna. Sá sem er alinn upp í borgarsamfélagi skilur hluti/tákn á annan hátt en sá sem er alinn upp t.d. í litlu þorpi á Grænlandi. Táknfærðin fjallar einnig um hvernig við höfum komið okkur saman um merkingu tákna, t.d. götuljós, rauður litur táknar að við eigum að stoppa, það er samkomulag sem samfélagið hefur gert um merkingu (táknið) rauða litarins á götuvita. Táknfræðin hafði í fyrstu mikil áhrif innan bókmenntafræðinnar og er erfitt að skilja skrif bókmenntafræðinga nema kunna skil á táknfræði.
Upphafsmenn táknfræðinnar eru: ameríski eðlisfræðingurinn og heimspekingurinn Charles Sanders Peirce (1839 –1914) og svissneski málfræðingurinn Ferdinand de Saussure (1857–1913).
Táknfræði Veraldarvefsins
[breyta]Veraldarvefurinn og Netið byggja á samskiptum. Í þessum samskiptum hafa einstaklingar komið sér saman um að nota ákveðna táknfræði. Hirðsiðir á Netinu spretta fram vegna þess að fólk vill hafa samskipti á einfaldan og fljótlegan hátt. Menn hafa því komið sér saman um einföld og lýsandi tákn sem allir skilja. Þetta getur líka skapað ákveðinn vanda og leitt til ákveðinnar fátæktar í tjáningu. Málfarið getur orðið einsleitt og innihaldið lítið.
Alþjóðlegt tungumál tölvunnar
[breyta]Undraverðar framfarir í tölvutækninni byggja meðal annars á því að að tölvumáið er alþjóðlegt. Tölvur geta reiknað á því er enginn vafi. Fyrsta skrefið til að svo gæti orðið var að það þurfti að táknbinda tölur og stafi og var það gert fyrst fyrir um það bill einni öld af Giuseppe Peano. Þá var kóðun hans of tæknilega framandi og gleymdist. Í dag er notast við táknkerfi ASCII fyrir tölur og bókstafi. Þegar búið var að tákngera tölur og bókstafi þannig að tölvan gat skilið varð tölvan fljótlega frábær gagnavél sem hefur valdið þeirri upplýsinga- og tæknibyltingu sem við þekkjum öll í dag. Áframhaldandi þróun í þessa átt var síðan að gera myndir stafrænar og síðan hljóð. Sú staðreynd að það tókst á stærstan þátt í tilurð Veraldarvefsins og samskipta á Netinu. Þetta hefði ekki gerst ef táknum hefði ekki verið breytt í stafrænt form og gerð rafræn.
Myndir sem tákn
[breyta]Myndir hafa verið notaðar til miðlunar þekkingar, til að þjálfa minni alveg frá tímum Cicero. Síðan þá hafa fræðmenn notað myndir í verkum sínum til að auka skilning og efla minni. En í þessu samhengi verður að hafa í huga endurreisnartímann og prenttæknina (mið 15. öld) og þá byltingu sem þá varð í útbreiðslu þekkingar og klassískra bókmennta. Eftir 1520 varð mikil framför í útgáfu myndskreyttra bóka um tækni og þekkingu (það sem við köllum stofuborðsbækur eða coffee-table books).
Táknfræði tölvunnar og Netsins
[breyta]Vefsíður byggja á stiklutexta. Textinn er tendur saman á annan hátt en línulegan. Tengingar geta verið innan texta, heitir reitir, eða tenglar út á aðra staði á Netinu. Þessar tengingar eru augljós dæmi um atriðisorð sem tengjast nánari útskýringu eða tendri þekkingu. Einnig er hægt að tengja við myndir eða hljóð. Eitt af táknunum sem Netið hefur komið sér upp er að stiklutextinn hefur annan lit og/eða breytir um lit þegar hann hefur verið notaður, það er eitt dæmi um táknfræði Netsins.
Grafísk táknfræði Netsins
[breyta]Netsíður eru venjulega fullar af litlum myndum sem vísa veginn áfram um vefinn, þessar myndir eru dæmi um tákn á Netinu og eru ætlaðar til þess að auðvelda notandanum siglinguna. Ýmis tákn hafa verið notuð í þessu sambandi og vísa sum í gömul fræði. Vefsíður hafa gjarnan það einkenni að myndir eru frekar notaðar en orð sem leiðarvísar. Í samskiptum á Netinu hefur fólk komið sér upp alls konar táknum til tjáningar (ekki aðeins í orðastyttingum og breyttri merkingu orða) og má þá fyrstan og fremstan í þeim flokki nefna broskallinn sem á þá að tákna ánægju viðkomandi, að hann sé að grínast eða hafi lokið máli sínu. Á spjallrásum er oftast listi af táknum sem fólk smellir á til að nota í skilaboðum til að stytta mál sitt, því hraðinn hefur mikið gildi í slíkum samskiptum. Það má segja að þróað hafi verið alveg nýtt táknmál á þessu sviði sem utanaðkomandi hafa ekki mikinn skilning á. En það er einmitt eitt af umfjöllunarefnum tákfræðinnar. Notkun grafískra tákna eingöngu er sennilega ekki möguleg.
Notkun grafískra tákna verður að vera skýr og augljós. Það þýðir ekki að nota tákn sem hefur ekki augljósa skýrskotun til þess sem það á að tákna. Það að nota hús til að fara heim er dæmi um auljósa merkingu sem allir skilja. Tískustraumar á netsíðum eru auljósir.