Sykursýki 2

Úr Wikibókunum
Sykursýki

Hér kemur wikílexía um sykursýki

Sykursýki[breyta]

Við sykursýki kemst hluti fæðunnar, þ.e. sykurinn, ekki inní frumurnar, annaðhvort vegna skorts á insúlíni eða vegna þess að frumurnar eiga erfitt með að nýta sér insúlínið. Það leiðir til þess að sykurinn helst í blóðrásinni og því mælist stöðugt hækkaður blóðsykur hjá sykursjúkum sem ekki eru komnir á meðferð. Þegar sykurmagnið er of hátt skilst hluti þess út í þvaginu.

Blóðsykurstjórnun er flókið ferli þar sem margir þættir hafa áhrif, s.s. líkamsáreynsla, fæði, geta lifrar til framleiðslu á blóðsykri og ýmis hormón t.d. insúlín. Sykur er brennsluefni líkamans. Blóðsykurinn (glúkósi) er öllum frumum líkamans nauðsynlegur sem orkugjafi líkt og bensín á bíl. Til að blóðsykurinn nýtist sem orkugjafi þarf hann að fara úr blóðinu inn í frumur líkamans fyrir tilstuðlan insúlíns, sem framleitt er í beta frumum briskirtilsins.

Allar frumur líkamans þarfnast insúlíns meðal annars til að taka til sín glúkósa úr blóðinu og til að örva uppbyggingu á frumum og vefjum líkamans. Blóðrásin flytur insúlín út um allan líkamann. Insúlínið sem framleitt er í briskirtlinum er því lykillinn sem hleypir sykrinum inn í frumurnar. Sykursýki er talin orsakast af samspili erfða og umhverfisþátta.

Sykursýki 1[breyta]

Sykursýki 1 er algengust hjá ungu fólki og börnum. Hér er um algjöran insúlínskort í brisinu að ræða. Líkaminn notar insúlín til að taka glúkósa úr blóðinu og flytja inn í frumur. Ef frumur sem framleiða insúlín í briskirtlinum verða ónýtar af einhverjum orsökum þ.e. briskirtillinn framleiðir ekki insúlín, hækkar blóðsykurinn og glúkósi fer jafnvel að skiljast út með þvagi. Þegar insúlín framleiðsla er of lítil eða jafnvel engin geta frumur líkamans ekki tekið upp sykur úr blóðinu. Það verður til þess að þær svelta og blóðsykurinn verður stöðugt of hár. Einkenni eru tíð þvaglát, þorsti, óhófleg löngun í mat, þyngdartap, pirringur, sýking í húð, munni eða kynfærum, stöðnun á þroska barna eða unglinga .

Sykursýki 2[breyta]

Sykursýki 2 er algengust hjá eldra fólki og er stundum kölluð fullorðins sykursýki, eða áunnin sykursýki. Hér er briskirtillinn búin að hægja á starfsemi sinni. Kirtillinn framleiðir insúlín en ekki nægjanlega mikið, eða frumur líkamans hafa minnkað næmi fyrir insúlíni og það nýtist ekki. Við það hækkar blóðsykurinn . Ef blóðsykurinn er mjög hár, ná nýrun ekki að losa glúkósa og skilst hann því út með þvagi. Sykursýki 2 er erfðatengdur sjúkdómur sem oft kemur fram vegna óæskilegra lifnaðarhátta. Það getur verið offita eða hreyfingarleysi. Einkenni eru slappleiki, þreyta, tíð þvaglát um nætur, stöðugur þorsti , lystarleysi og þyngdartap.

Sykursýki og mataræði[breyta]

Sykursýki og mataræði

Mataræði er mjög mikilvægt fyrir sykursjúka. Eftir hreyfingu/æfingu á að borða mat sem inniheldur kolvetni og prótein. Það leiðir til vellíðunar og betri árangur í íþróttum. Einnig er minni hætta á meiðslum. Sykursjúkur íþróttamaður/kona ætti að borða kolvetni í vissum magni, því það fyllir upp í glýkógen birgðir í lifur sem vörn gegn blóðsykurslækkun. Það þarf að borða fyrir og eftir æfingar/keppni, en einnig á meðan æft/keppt er. Hversu mikið magn kolvetnis er borðað fer eftir lengd og ákefð æfingar. Góð leið til að meta slíkt er að nota púlsmæli á meðan æfing stendur yfir. Mælt er með að notast við hin svo kallaða Borg skala sem segir til um huglæga upplifun einstaklings á álagi. Hjarta og lungnasjúklingum er kennt að nota hann, en allir geta nýtt sér hann. Þar er álagið mælt á skalanum 0-10, þar sem 0 er algjör hvíld, en 10 er það álag sem viðkomandi telur sig ekki halda út nema í nokkrar sekúndur í viðbót. En það er ekki nóg að borða heldur þurfa sykursjúklingar að passa hvað þeir láta ofan í sig og í ákveðnu magni. Að laga sig að ákveðnum kolvetnis skammti vegna sjúkdómsins er oft kallað “glúkos control”. Það er mjög mikilvægt að borða tvo til þrjár klukkustundir fyrir æfingar/keppni. Þá hleðst upp glýkógen í vöðvum og lifur. Kolvetnismagnið sem mælt er með fyrir sykursjúka fyrir æfingar/keppni er 0,3-0,9 g / kg / klukkustundir. Þetta fyrir mikla ákefð á æfingu/keppni og magnið er mun meira hjá þeim sem eru ekki sykursjúkir. Aftur á móti ef maður tekur skammtinn rétt fyrir æfingu mun insúlín magnið verða hærra þegar æfingin byrjar. Við slík tilfelli þarfnast líkaminn mun meiri kolvetna í sambandi við æfingarnar. Þörfin er þá 1-1,5g/Kg/klukkustund. Ef máltíð og insúlín skammtur er innbyrgt rétt fyrir líkamsrækt mun hækkandi insúlín hafa neikvæð áhrif á hormónavinnslu líkamans. Hér þarf þess vegna að minnka verulega insúlín magnið í tengslum við máltíð til að forðast blóðsykurslækkun. Vandamálið með verulega minnkun máltíðar er hins vegar að stundum verður blóðsykur hækkun. En samsetning af smærri skammti af máltíð og minna af kolvetnum myndi hugsanlega hafa gefið aðra niðurstöðu.

Mataræði og hreyfing er mjög mikilvægt fyrir sykursjúka. En hreyfingin er það mikilvæg, að ef sykursjúkur einstaklingur hreyfir sig 5 til 6 sinnum í viku, getur viðkomandi haldið sykursýkinni niðri. Jafnvel þótt mataræðið sé ekki fullkomið. Ef einstaklingur mælir blóðsykur sinn fyrir æfingar/keppni og aftur eftir æfingar/keppni,með mikilli ákefð, getur blóðsykurinn lækkað allt að um tvo heila. Sem dæmi 7.7 í 5.7. að auki styrkir hreyfingin hjarta og æðakerfi þannig að ávinningurinn af hreyfingu er mikill.

Sykursýki og hreyfing[breyta]

Sykursýking og hreyfing

Hreyfing, rétt mataræði og insúlín eru þau atriði sem hafa áhrif á blóðsykurinn í líkamanum. Sýnt hefur verið fram á að hreyfing tengist lægri HbA1c sem er mælikvarði á glúkósa í lengri tíma í líkamanum. En það eru aðrir jákvæðir þættir við að hreyfa sig. Það er auðveldara halda sér í réttri þyngd, minni hætta á hjarta og æðasjúkdómum og betri andleg heilsa. Hreyfing dregur úr insúlíni á sjálfvirkan hátt. þá eykst magn kortisóls, adrenalíns, noradrenalíns. Hormón losa glúkósa úr lifur og vöðvum. Þarfir vöðvans verða meiri og blóðsykurinn verður eðlilegur. Líkamsþjálfun gegnir veigamiklu hlutverki í meðhöndlun sykursýki, bæði með það að markmiði að fyrirbyggja fylgikvilla en einnig til að bæta líðan. Aukin hreyfing eykur virkni insúlíns í frumum líkamans og það auðveldar upptöku sykurs úr blóðinu til lungna, hjarta, blóðrásar, vöðva og liða. Þjálfunina verður að sníða að heilsu hvers og eins og kemur þar ýmislegt inn í eins og aldur viðkomandi, hversu lengi sjúkdómurinn hefur staðið og hvort viðkomandi hefur sykursýki af týpu 1 eða 2.

Hér eru leiðbeiningar um hvernig eigi að gera krossapróf í wikibókum.

Hér er eitt dæmi um það

Krossapróf[breyta]

1 Við sykursýki kemst hluti fæðunnar, þ.e. sykurinn, inní frumurnar?

Rángt
Rétt

2 Hvað er rétt fullyrðing um sykursýki 1?

Sykursýki 1 er algengust hjá unglingum og eldra fólki
Sykursýki 1 er algengust hjá ungu fólki og börnum
Sykursýki 1 er algengust hjá fólki yfir 50 ára
Sykursýki 1 er algengust hjá ungabörnum og eldra fólki

3 Sykursýki 2 er almennt kallað

fullorðins sykursýki, eða áunnin sykursýki
Unglinga sykursýki eða meðfædd sykursýki
Hormóna sykursýki

4 Hvað af eftirtöldum efnum eykst við hreyfingu?

kortisóls, insúlín, noradrenalíns
kortisóls og adrenalíns
kortisóls, adrenalíns, noradrenalíns.
kortisóls og noradrenalíns.

5 Hormón losa glúkósa úr

Lifur og briskirtli
Lifur og maga
Lifur og hjarta
lifur og vöðvum


Heimildir og ítarefni[breyta]