Fara í innihald

Sveppir til lækninga

Úr Wikibókunum

Hvað eru lækningasveppir?

[breyta]

Sveppir hafa verið notaðir til lækninga öldum saman en löng hefð er fyrir notkun þeirra í Asíu. Lækningasveppir eru nú vinsælt rannsóknarefni vísindamanna en undanfarna áratugi hafa þeir náð miklum vinsældum á Vesturlöndum. Áður fyrr voru sveppir til lækninga eingöngu tíndir villtir en sumir þeirra voru sjaldgæfir og ákaflega verðmætir. Í dag eru lækningasveppir hins vegar ræktaðir í tugþúsundum tonna ár hvert til notkunar í fæðubótarefni. Í þessari grein fjalla ég um þær fimm tegundir sveppa sem ég nota mest í ráðgjöfinni hjá mér en allir eiga þeir það sameiginlegt að styrkja ónæmiskerfið. Þeir hafa líka allir sýnt hamlandi áhrif á vöxt krabbameinsfrumna og er mikil hefð fyrir að nota þá í meðferðum gegn krabbameini. Anna Rósa grasalæknir [[1]]

Lion's mane

[breyta]

Lion’s Mane (Hericium erinaceus) dregur nafn sitt af ljónsmakka. Þessi sveppur er stundum kallaður náttúrulegt næringarefni fyrir taugafrumur en hann er þekktur fyrir að örva framleiðslu á vexti taugafrumna eða NGF (Nerve Growth Factor). NGF spilar stórt hlutverk í að viðhalda heilbrigðu taugakerfi en of lítið magn af honum er tengt við fyrstu stig af elliglöpum og Alzheimer.

Cordyceps

[breyta]

Þessum svepp er margt til lista lagt. Cordyseps getur til dæmis hjálpað þér með því að draga úr streitu. Í náttúrunni er Cordyseps nokkuð sjaldgæfur og finnst við rætur Himalaya fjallanna. Hann er svo sjaldgæfur að í "gamla daga" voru þessir sveppir sérstaklega fráteknir fyrir kóngafólk.

Cordyceps getur hjálpað þér að komast í toppform með því að auka vitræna virkni, halda huganum skörpum, hann getur einnig hjálpað vöðva uppbyggingu og gert íþróttafólki kleypt að ná skjótari bata. Hann getur einfaldlega stuðlað að því að þú verðir léttari í lund.

Reishi

[breyta]

Reishi sveppurinn er oft kallaður “the Queen healer” og er virkilega öflugt aðlögunarefni. Það þykir erfitt að verða sér útum Reishi sveppinn þar sem að hann verður til í erfiðum aðstæðum. Í heimi Reishi sveppsins er ekki pláss fyrir streitu, ofnæmiseinkenni eða hormóna ójafnvægi. Þessi sveppur hefur lengi verið hylltur fyrir hin svokölluðu zen áhrif, en í kínverskri læknisfræði merkir zen jafnvægi, ró og meðvitund. Reishi hefur lengi verið notaður í mat og drykki sem “streitubani”.

[[Ganoderma_lucidum_01

Styrkir og kemur jafnvægi á ónæmiskerfið, hamlar vexti krabbameinsfrumna (sérstaklega í brjóstum og blöðruhálskirtli), mikið rannsakaður gegn krabbameini, andoxandi og bólgueyðandi, bakteríu-, sveppa- og vírusdrepandi, kvef, flensa, bronkítis, hósti og astmi, svefnleysi, stress, kvíði og þunglyndi, styrkir og verndar lifur, styrkir hjarta- og æðakerfið, lækkar kólesteról og blóðþrýsting, liðagigt, lækkar blóðsykur, örvar minni og eykur langlífi, dregur úr ofnæmi.

Chaga

[breyta]

Chaga sveppur (Inonotus opliquus) vex villtur á birki- og grenitrjám í Austur-Evrópu, Norður-Ameríku og Rússlandi en hann vex ekki hérlendis. Mikil hefð er fyrir því í Austur-Evrópu að nota chaga svepp sem vex á birkitrjám til að meðhöndla margar tegundir af krabbameini.