Stjúpur - blóm

Úr Wikibókunum

Stjúpa

Hér er umfjöllun um Stjúpur sem eru vinsæl sumarblóm í görðum á Íslandi.

Höfundur: Díana Sigurðardóttir

Stjúpur - sagan[breyta]

Gul Stjúpa

Latneska heitið á Stjúpu (Pansy) er Viola x wittrockiana. Fyrstu heimildir um blómið má rekja til Jardinier des Pays Bas í Bruxelles árið 1672 en þar uxu Stjúpur sem voru fengnar af fræi. En kynbætur jurtarinnar má rekja til upphafs nítjándu aldar á ensku aðalsetri. Lafði Mary Elizabeth Bennet (1785-1861) er talin móðir Stjúpunnar en hún ræktaði margar tegundir af þrenningarfjólum og krossræktaði svo með aðstoð garðyrkjumanns. Hún ræktaði að mestu einlitar Stjúpur; bláar, fjólubláar og gular en einnig tvílitar þar sem tvö blöð voru einlit og þrjú í öðrum litum. Stjúpurnar komu fyrst fram á ræktunarsýningu í Englandi árið 1813 við mikla hrifningu þeirra sem sáu. Það má því með sanni segja að þær stjúpur sem síðan voru ræktaðar hér á landi séu komnar af hefðarfólki.

Ræktun[breyta]

Stjúpur eru upprunalega komar til vegna blöndunar á nokkrum villtum blómum, aðallega fjólutegundum eins og Þrenningarfjólu (Viola tricolor), Gullfjólu (Viola lutea), Bergfjólu (Viola altaica), Fjallafjólu (Viola cornuta) og jafnvel fleirri tegundum. Búið er að kynbæta ræktun stjúpunnar í gegnum árin. Fræframleiðendur gefa sínum fjölmörgu afbrigðum yfirleitt nöfn. Afbrigði Stjúpunnar geta verið breytileg hvað varðar vaxtarlag, litasamsetningu og jafnvel ilm.

Ef fólk vill rækta sínar eigin Stjúpur er best að sá fræjum inni í byrjun febrúar til að þær blómstri falllega að sumri til. Það reynist vel að gróðursetja þær í bakka sem loftar vel um, gefa góðan áburð og vökva vel. Þegar fer að hlýna þá má herða plönturnar með því að setja þær hluta úr degi út undir bert loft og koma þeim svo fyrir í beðum eða kerum þegar hitastigið er orðið gott ca. í júní.

Útlit og nafngift[breyta]

Stjúpur eru á bilinu 10-25 cm á hæð og 3-8 cm í þvermál. Þær eru með fimm bikarblöð og fimm krónublöð. Krónublöðin eru flauelsmjúk viðkomu vegna fíngerðar hára. Neðsta krónublaðið er stærst og er með tvö bikarblöð. Hliðarblöðin tvö vísa upp á við og eru með hvort sitt bikarblað en tvö efstu krónublöðin deila einu bikaarblaði á milli sín.

Þarna er komin skýringin á nafngiftinni Stjúpu. Í skoskum og þýskum þjóðsögum er talað um „stiefmütterchen“ og „stepmother“ þ.e. neðra krónublaðið táknar stjúpmóðurina, hliðarblöðin tákna tvær dætur hennar, sem eru ríkar og fínar enda blöðin litrík, en efri blöðin tákna stjúpdæturnar, sem eru fátækar enda einlitar og þurfa að auki að deila einu bikarblaði.

Á ensku er Stjúpa kölluð ,,Panzy“ sem merkir ,,að minnast“, í Englandi er hún því tengd minningu.

Litir[breyta]

Litaafbrigði

Tegundir af Stjúpum eru mjög margar og litaafbrigðin eru því fjölmörg og endalaust nýjir litir að koma fram enda keppast ræktendur um að koma fram með nýjar litasamsetningar. Það eru til á þriðja hundrað tegundir. Stjúpur geta verið einlitar, tvílitar eða þrílitar, frá alveg hvítum til næstum svartra og í öllum litum þar á milli. Blómin geta verið með stórum blettum í dekkri samlit eða með dökkar æðar en allar Stjúpur eru með gult auga í miðju blómi.

Blómgunartími[breyta]

Stjúpur eru yfirleitt lengi í blóma og eru þess vegna alltaf vinsælar í íslenskum görðum. Þær eru með fyrstu sumarblómum sem byrja að blómstra á vorin og standa fram í frost á haustin. Blómgunartími þeirra er því 4 til 5 mánuðir og við góð skilyrði getur hann orðið enn lengri.

Nýting[breyta]

Það sem gerir Stjúpur svona vinsælar á Íslandi er hve blómgunartími þeirra er langur og hveru harðgerðar þær eru því þær þola nánast öll veður. Henta því einstaklega vel fyrir íslenska garðeigendur sem vilja litrík og harðgerð blóm. En það kemur fleirra til eins og að Stjúpur:

  • ilma mjög vel og því hægt að þurrka krónublöðin og nota sem ilmjurtir inni við yfir vetrartímann
  • eru ætar og því góðar í sallat.
  • eru ríkar af A- og C- vítamínum.
  • má borða hana allla, ólík við margar aðrar ætar plöntur.
  • eru með krónublöð sem eru með örlitlum myntukeim sem er gott í sallat og eftirrétti.
  • eru fallegar til skreytinga.

Heimildir og ítarefni[breyta]