Fara í innihald

Steypireyður

Úr Wikibókunum

Í þessari wikibók er að finna allskonar fróðleik um dýrategundina steypireyði. En steypireyður er stærsta spendýr jarðar. Þessi wikibók er ætlað nemendum á miðstigi grunnskóla. Markmiðið með þessari bók er að nemendur öðlist smá þekkingu á steypireyði og geti svarað nokkrum spurningum og gert létt verkefni um hvaltegundina.

Steypireyður

Hvað er steypireyður?

[breyta]

Steypireyður (Balaenoptera musculus) er stærsta dýr jarðar. Hún getur orðið um 150 tonn að þyngd og lengstu eru um 30 metrar að lengd [1]. Steypireyður er skíðishvalur og lifir í sjónum. En skíðishvalur þýðir að hún hafi svokölluð skíði í kjaftinum í stað tanna. Þessi hvalategund er svo gríðarlega þung virkar það einungis fyrir þær að lifa í sjónum. Ekkert landdýr gæti verið svona svakalega þungt en það virkar í sjónum vegna þess að þar eru dýrin þyngdarlaus í sínu umhverfi [2].

Hvað borðar steypireyðurin?

[breyta]

Steypireyðurin er það dýr sem talið er innbyrða mestu fæðina af öllum dýrum. Það sem hún étur er dýrasvif en það eru örlitlar krabbaflær sem fljóta um í efstu lögum sjávarins. Það er talið að fullvaxin steypireyður éti um fjögur tonn af þessu dýrasvifi á dag. Það er ótrúlegt magn af æti.

Steypireyðin étur ætið með því að gleypa mikinn sjó og þrýsta honum svo út á milli skíðanna sem koma í staðin fyrir tennur. Skíðin hafa hár á sér sem veldur því að fæðan festast við hárin og verða því eftir í munninum á hvalnum. Að lokum kyngir hvalurinn fæðunni en í leiðinni kyngir hann einnig mörgum tonnum af sjó [3].

Verkefni

[breyta]

Teiknaðu mynd af steypireyði og umhverfinu sem hún býr í. Gæti steypireyður búið á landi? Hvers vegna/hvers vegna ekki? Hvað borðar steypireyði og hvernig fer hún að því að borða? Hvernig virkar skíðin sem hvalurinn hefur?

Krossapróf

[breyta]

1 Hvað getur steypireyði orðið löng?

30 sentimetrar
150 metrar
30 metrar

2 Hverskonar hvaltegund er steypireyði?

Skíðishvalur
Búrhvalur
Landhvalur

3 Hversu mikið magn borðar steypireyðurin daglega?

7 tonn
4 tonn
14 tonn


Heimildir og ítarefni

[breyta]