Starfsbrautir VMA

Úr Wikibókunum
Þú ert skipstjórinn í þínu lífi!

Hér getur þú kynnt þér hvaða nám þér stendur til boða ef þú ætlar að sækja um í Verkmenntaskólanum á Akureyri en uppfyllir ekki skilyrði til að innritast inn á þá braut sem þú stefndir á. EN með seiglu og vinnu getur þú mjög líklega fengið aðstoð í VMA til að ná markmiðum þínum og komast inn á þá braut sem þig langar. Hver er sinnar gæfu smiður og þolinmæði er dyggð... þú getur líklega allt sem þú ætlar þér!

Starfsbraut - hvað er það?[breyta]

Starfsbraut er námstilboð í framhaldsskóla sem býðst nemendum sem ekki uppfylla skilyrði inn á almennar brautir í framhaldsskóla. Hér má sjá stutt myndband af síðunni Áttavitnn um starfsbrautir.

Áttaviti hjálpar fólki að finna rétta leið. Margir finna rétta leið á starfsbrautum framhaldsskólanna.

Í reglugerð um nemendur með sérþarfir í framhaldsskólum frá árinu 2012 segir að starfsbrautir séu sérúrræði í framhaldsskóla fyrir nemendur með sérþarfir og að þeir eigi rétt á kennslu og sérstökum stuðningi í samræmi við metnar sérþarfir. Sérþarfir nemenda geta verið allt frá sértækum námsörðugleikum, tilfinningarlegir eða félagslegir örðugleikar og/eða fötlun, leshömlun, nemendur með þroskaröskun, geðraskanir eða aðrar heilsutengdar sérþarfir. Nemandi á starfsbraut á að fá fjölbreytt námstilboð og kennslu með þeim stuðningi sem hann þarf svo hann geti þroskað persónuleika sinn, hæfileika og sköpunargáfu sem og verið félagslega virkur í skólasamfélaginu. Nemandi á starfsbraut skal með skólagöngu sinni undirbúinn með viðeigandi hætti til að lifa sjálfstæðu lífi, þátttöku í atvinnulífinu og til frekara náms.

Við VMA starfrækt starfsbraut og er hún tvískipt. Á starfsbraut eru nemendur sem eru nokkuð sjálfstæðir og geta verið í um 15 manna námshópum en eru engu að síður með raskanir sem hindra að þau geti stundað nám á sama hraða og nemandi á almennri braut. Á sérnámsbraut eru hinsvegar nemendur sem hafa meiri þjónustuþörf og/eða mjög sértæka námsörðugleika

Á báðum brautum geta nemendur stundað nám í fjögur ár og útskrifast að þeim tíma liðnum. Einnig er algengt að nemendur klári áfanga á starfsbrautum í kjarnagreinum (íslenska, enska, stærðfræði) og fari þá yfir á aðrar brautir, hvort sem er bóknáms- eða verknámsbrautir.

Nemendur sem aðeins vantar herslumuninn til að uppfylla skilyrðin inn á brautir innritast á svokallaða brautarbrú en það er undirbúningsnám í eitt ár og er þá gengið út frá því að nemendur færist yfir á aðrar brautir að því ári loknu.

Starfsbraut VMA[breyta]

Nám á starfsbraut er fjögur ár en þar sem námið er einstaklingsmiðað geta áherslur og þátttaka í áföngum verið mismunandi á tímabilinu. Námið á brautinni er blanda af bóklegu og verklegu námi. Náminu er skipt í kjarna og val og leitast er við að hafa námið sem fjölbreyttast og þverfaglegt. Í kjarna eru skylduáfangar brautarinnar. Valáfangar taka mið af því sem almennt er í boði í skólanum hverju sinni og ásamt því er reynt að koma til móts við áhuga, þarfir og óskir nemenda með starfsbrautaráföngum s.s á sviði verknáms, matreiðslu, listnáms, hönnunar, íþrótta, tungumála og upplýsingatækni.

Hvert er markmiðið með þínu námi?

Á heimasíðu skólans er yfirlit yfir uppbyggingu námsins.

Sérnámsbraut VMA[breyta]

Nám á sérnámsbraut er fjögur ár. Þar sem námið er einstaklingsmiðað geta áherslur og þátttaka í áföngum verið mismunandi á tímabilinu. Námið á brautinni er blandað, það er að segja bæði bóklegt og verklegt. Leitast er við að hafa viðfangsefni hverrar annar fjölbreytt og þverfagleg.

Allir nemendur taka ákveðin kjarnafög meðan á námi stendur s.s. íslensku, lífsleikni og íþróttir að viðbættu starfsnámi á 3. og 4. ári. Nemendur geta jafnframt valið sér áfanga eftir áhugasviði.

Lögð er áhersla á leiðsagnar- og símat sem gefur nemendum uppbyggilega og hvetjandi leiðsögn og metur vinnuframlag þeirra jafnt og þétt yfir námstímann. Námsmat er fjölbreytt og aðferðir taka mið af fjölbreyttum kennsluháttum, námsmarkmiðum og hæfni nemenda.

Allir nemendur brautarinnar fara í fjölbreytta starfsnámsáfanga. Starfsnám fer fram innan eða utan skólans allt eftir þörfum hvers og eins. Markmiðið er að nemendur kynnist vinnumarkaðnum og ýmis konar vinnustöðum, starfsgreinum, réttindum, skyldum og öryggisþáttum ásamt mikilvægi góðra samskipta á vinnustað.

Á heimasíðu skólans er yfirlit yfir uppbyggingu námsins.

Hér má lesa skýrslu um tækifæri ungs fólks með þroskahömlun og skyldar raskanir að loknu námi í framhaldsskóla

Annað nám við VMA[breyta]

Á heimasíðu Verkmenntaskólans á Akureyri má lesa um þær brautir sem hægt er að stunda nám á við skólann

Að sækja um nám á starfsbraut[breyta]

Ár hvert er forinnritun inn á starfsbrautir og þarf að sækja um fyrir 1. mars. Það er gert til að skólar með starfsbrautir geti áttað sig á við hve mörgun nemendum megi búast þegar skólaárið hefst í ágúst. Endanleg innritun er þó ekki fyrr en í júní og fá nemendur bréf eða skilaboð með öðrum hætti frá þeim skóla sem hefur samþykkt umsókn þeirra. Sótt er um á vef Menntamálastofnunar og hafa þarf rafræn skilríki tiltæk. Hér er listi yfir framhaldsskóla sem bjóða upp á nám á starfsbraut.

Hverjir eru á starfsbraut?[breyta]

Eins og áður sagði hafa nemendur á starfsbrautum einhverra hluta vegna ekki uppfyllt skilyrði sem þarf til að innritast á almenna braut. Ástæðurnar geta verið svo ótal margar. Við lærum mishratt og aðstæður sem henta einum henta ekki öllum. Ef nemendur fylgja ekki almennri kennsluáætlun og eru með eigin markmið með námi sínu í 10. bekk þá er námsmat þeirra stundum stjörnumerkt. Menntamálastofnun hefur skilgreint hvað það er að fá stjörnumerkta einkunn á vitnisburðarblaði, en það þýðir að nemandinn hefur unnið samkvæmt einstaklingsviðmiðum og uppfyllir ekki almenn viðmið við lok 10. bekkjar.

Félagsstarfið í VMA er í höndum nemendafélagsins Þórdunu og það er mikið líf og fjör. Fjölmargar myndir úr skólastarfinu sýna að það er nóg að gera í VMA.

Tenglar og ítarefni[breyta]

Wikipediasíða um starfsbrautina á Akranesi

Reglugerð um nemendur með sérþarfir í framhaldsskóla

Hvað eru sérþarfir í skólastarfi? Special educational needs.

Þá breyttist soldið mikið - ég fékk vini. Lokaprófsritgerð frá árinu 2013 um líðan nemenda með ólikar sérþarfir á starfsbraut. Lokaritgerðin er er á vef Skemmunnar en einnig birtist grein í Glæðum, fagtímariti F.Í.S. Sú grein er því miður ekki tll á rafrænu formi, en hér er tengill á heimildina og hægt er að fara á bókasöfn og nálgast greinina.

Í þessari grein má lesa um mikilvægi starfsnáms og starfsþjálfunar fyrir einstaklinga með raskanir sem hefja störf að loknu námi í framhaldsskóla[1].

  1. Langøy, Emmy Elizabeth; Kvalsund, Rune; Myklebust, Jon Olav (23. september 2016). „Tilpasning til voksenlivet – samspillet mellom generelle lærevansker, psykososiale vansker og spesialpedagogiske hjelpetiltak“. Tidsskrift for velferdsforskning (norska). 19 (3): 221–240. doi:10.18261/issn.2464-3076-2016-03-02. ISSN 0809-2052.

Heimildir[breyta]

Áttavitinn. Hafsjór af upplýsingum fyrir ungt fólk. Sláið inn leitarorðið framhaldsskóli eða starfsbraut ef þú ert að leita að upplýsingum um nám að loknum grunnskóla.

Heimasíða VMA - þar má meðal annars lesa um brautabrú, starfsbraut og sérnámsbraut

Menntamálastofnun - umsóknarsíða, listi yfir framhaldsskóla o.fl

Reglugerð um nemendur með sérþarfir í framhaldsskóla

Tækifæri ungs fólks með þroskahömlun og skyldar raskanir að loknu námi á starfsbraut