Stafrænt form mynda
Um verkefnið
Verkefnið er vefleiðangur ætlaður nemendum í áfanganum UTN103 sem kenndur er á framhaldsskólastigi.
Höfundar: Andri Kristjánsson, Björgvin Þór Sigurólason
Markmið: Að nemendur kynnist stafrænu formi mynda
Kynning
[breyta]Þú ert mikill áhugamaður um ljósmyndir og lætur nú eftir þér að kaupa þessa fínu myndavél. En hvað er eiginlega gaman við það að eiga góða myndavél og taka fullt af myndum ef þú getur bara geymt þær á tölvunni hjá þér. Þú gerir þér grein fyrir því að þú verður að sjálfsögðu að vera með heimasíðu sem þú getur sett myndirnar inn á til að deila þeim með vinum og vandamönnum.
Verkefni
[breyta]Nú ertu búinn að ferðast um allan heim og búinn að taka ógrynni af myndum á ferðalögum þínum. Auðvitað verður að láta þessar góðu myndir njóta sín og því vilt þú kynna þér hvernig best er að geyma þessar myndir, bæði á tölvunni og á vefnum. Þá skiptir stærð og form (format) myndanna máli. Minnstar áhyggjur hefurðu af plássinu á tölvunni þinni því geymsluplássið er nóg nú til dags, en það skiptir máli fyrir vefinn. Þú þarft að leita þér upplýsinga um það hvernig er best að vinna með myndirnar og breyta þeim fyrir vefsíðu. Breyta þarf upplausn myndanna, hugsanlega hvaða formi þær eru á og hver stærð þeirra er.
Dæmi um form: *.jpeg, *.gif, *.tiff, *.png
Tilgangurinn er að þekkja mismunandi form og staðla á myndum.
Dæmi um spurningar sem þið getið spurt ykkur að meðan þið vinnið verkefnið: Hvernig er best að vista myndir fyrir vefsíðubirtingar. Af hverju er vont að mynd sem birt er á vefsíðu sé of stór( í kb talið ). Getið þið fundið upplýsingar um það hversu lengi vefsíða er að hlaða upp mynd miðað við einhverja ákveðna stærð myndar og ákveðinn hraða internettengingar.
Vinnuferli
[breyta]Verkefnið snýst um það að finna sem flest birtingarform mynda og hvernig best er að vinna myndir fyrir vefsíðubirtingu. Nemendur vinna saman í 2-3 manna hópum og skipta með sér verkum eftir þeirra hentugleika. Sem dæmi má búa til lista sem inniheldur birtingarformin ásamt kostum þeirra og göllum. Framsetningin á því er þó í höndum nemenda.
Bjargir
[breyta]Hér má sjá nokkrar netslóðir sem hægt er að nota til upplýsingaöflunar.
http://en.wikipedia.org/wiki/Image_file_formats
http://www.mcli.dist.maricopa.edu/tut/tut7.html
http://www.hawaii.edu/infobits/s2001/imaging.html
http://www.dansdata.com/graphics.htm
Mat
[breyta]Þar sem verkefnið er hópverkefni er ætlast til þess að nemendur vinni allir saman. Því verður verkefnið metið eftir vinnuframlagi nemenda og skulu allir taka þátt. Skila skal inn skýrslu sem inniheldur lýsingu á hinum helstu stöðlum sem má finna á myndum og kostum og göllum við þá staðla.
Niðurstaða
[breyta]Þegar verkefninu er lokið ættu nemendur að hafa öðlast þekkingu um mismunandi birtingarform og staðla á ljósmyndum. Nemendur verða í stakk búnir til að meta og vinna úr myndum fyrir heimasíður ef til þess kemur í áframhaldandi verkefni í þessu námskeiði.