Stóru Kattardýrin/Tígrisdýr

Úr Wikibókunum
Bengal tígrisdýr

Hraði og snerpa færir tígrisdýrum heiðurstitilinn "Topp Rándýr". Tígrisdýr eru stærstu og sterkustu kettir lifandi í dag og eru í raun afar fjölhæfir íþróttagarpar, Tígrisdýr getur Klifrað (en ekki sérlega vel), synt, stokkið langar vegalengdir og togað að meira afli en fimm þrautsterkir menn. Tígrisdýr eru í sama hópi og ljón (hópnum Genus Panthera) auk hlébarða og jagúar. Þessi fjögur dýr eru þau einu sem geta öskrað. Öskur tígrisdýrs er ekki eins og venjuleg ljónsöskur en minna heldur meira á setningu með stuttum öskruðum orðum.

Heimkynni[breyta]

Heymkynni Tígrisdýra merkt með grænum lit

Tígrisdýr lifa í skógum og gresjum austur og suðaustur Asíu. Tígrisdýr lifa í löndum eins og til dæmis Banglades, Indlandi, kína, Nepal, Kambódíu, Malasíu, Tælandi og Víetnam auk Indónesíu og Austur Rússlandi. Bengaltígurinn er þjóðardýr Indlands og Banglades og er auk þess tígrisdýr héraðsdýr nokkurra héraða í Asíu og þar á meðal Primorye sýslu í austurhluta Rússlands.

Útlit[breyta]

Hvítir tígrar

Tígrisdýr eru oftast appelsínugul eða rauðleit og yfirleitt hvít á bringunni, hálsinum, brjóstkassanum og að innanverðum fótleggjunum. Þau þekkjast best af óreglulegum svörtum röndum um allan búk. Rendurnar virka eins og felulitir sem gerir það erfit fyrir önnur dýr í náttúrunni að koma auga á tígrisdýr þegar þau eru innan við tré og greinar í frumskóginum. Rendur hvers og eins tígrisdýrs eru einstakar og hafa engin tvö dýr eins rendur. Til eru örfáir hvítir tígrar sem lifðu eitt sinn á Indlandi en eru nú eingöngu eftir nokkur eintök í dýragörðum. Hvítitígurinn náði sér aldrei á strik vegna þess hve auðvelt var að koma auga á hann í frumskóginum.

Meðal Tígrisdýr eru um það bil einn og hálfur metri að hæð og geta orði yfir þriggja metra löng ef með er talinn halinn sem er oftast um 91 cm að lengd. Karltígrar eru stæri og þyngri og geta tígrisdýr vogið allt frá 160 til 250 kg.

Tíkrisdýr hafa mjög sterkar tennur og kjálka en mjúka þófa. Tíkrisdýr hafa einnig þykkan og mjúkan feld auk fallegra, mjúkra og langra barta.

Matarræði og fæðuöflun[breyta]

Tigrisdýr á veiðum
Tígrisdýr hafa afar sterka kjálka og beittar vígtennur
kettlingur að ætt Síberíutígursins

Tígrisdýr fæðast aðalega á grasætum, eins og elg, dádýri, villtum svínum og buffala. Eins og meirihluti katta þá veiða tígrisdýr einsömul. Þegar Tígrisdýr hefur komið auga á bráð reynir það oft að leita að góðum felustað þar sem það getur setið fyrir bráðinni og býður færis á að gera skyndiárás. Þegar harðnar í ári og fæðu skortir geta tígrisdýr einnig gripið til þess að veiða páfugla.

Tígrar nota stærð sína og styrk til að koma bráðinni úr jafnvægi. Þrátt fyrir mikinn massa geta tígrisdýr hlaupið á allt að 49 til 65 km hraða á klukkustund. Tígrar kjósa fremur að bíta stóra bráð í hálsinn og notast við massaða framfætur sína til að halda við bráðinna og fella hana í jörðina. Tígrisdýrið bítur sig fast við bráðinna eins það hafi verið límt við hana þar til hún drepst. Með smærri bráð bítur tígurinn gjarnan í hnakkadrambið á henni og reynir að brjóta mænuna eða bíta sundur barkann. Bráðinn drepst samstundis.

Fólk sem lifir nálægt veiðisvæðum tigrisdýra hefur lært að forðast árásir þeirra með því að bera grímu á hnakkanum. Tígrisdýr vilja helst gera árás aftan við bráðina og hugsa sig tvisvar um að gera árás ef þau geta séð andlit. Sem betur fer gera tígrisdýr sjaldan árásir á menn nema að þau séu of veik til að veiða sína venjulegu bráð. Tígrisdýr sem ráðast á menn eru kölluð mannætur. Jim Corbett var frægur veiðimaður sem drap þó nokkra mannætu tígra í Indlandi.

Uppeldi[breyta]

Kventígrisdýr ala kettlinga sína upp einar og eru kettlingarnir stundum í hættu vegna utangarðstígrisdýra sem vilja fá læðuna til að makast aftur. Móðirinn fæðir yfir leitt jafn marga karl og kvennkettlinga og um 8 vikna aldurinn eru kettlingarnir tilbúnir að elta móðir sína fyrst úr greninu. Kettlingarnir verða sjálfstæðir um 18 mánaða aldurinn, en eru ekki tilbúnir að fara fyrr en þeir eru orðnir 2 til 2 og hálfsárs. Ketlingarnir ná kynþroska um 3 til 4 ára aldurinn og eignast Kvenntígrarnir yfirleitt óðal nálægt móður sinni á meðan karldýrinn gerast yfirleitt utangarðstígrar og ráfa um í leit að nýju óðali sem þeir þurfa að ná með því að berjast og gera út af við annað karltígrisdýr. þeir ná allt að 20 ár aldri í útlegð og 15 ár í náttúrunni. á íslandi eru ekki tígrar

Skemmtilegar Staðreyndir[breyta]

  • Tígrisdýr eru röndótt allt í gegn. Ef þú myndir raka tíkrisdýr (sem hefur verið gert við nokkur) þá myndiru ennþá sjá rendurnar á skininu.
  • Tíkrisdýr eru frábærir sundkappar, ólíkt flestum öðrum köttum og synda oftast til að kæla sig.
  • Engin tvö tígrisdýr hafa nákvæmlega samskonar munstur randa.
  • Síberíutígurinn er stærsti náttúrulega skapaði köttur í heiminum.

Skoðum Kettlinga[breyta]


 <<Til baka(Ljón) | Áfram (Hlébarði)>>