Fara í innihald

Stóru Kattardýrin/Snæhlébarði

Úr Wikibókunum
SnæHlébarði

Fyrstu nærmyndir sem teknar hafa verið af snæhlébarða sínu náttúrulega umhverfi voru teknar við gerð þáttanna Plánetan Jörð en sammt sem áður hafa afar fáir hlotið þau forréttindi að sjá snæhlébarða í sínu náttúrulega umhverfi og hvað þá að taka myndir af þeim og snæhlébarðanum stendur nokkuð á sama um það og vildi helst vera látinn í friði og forðast menn af frábærum hæfileikum. Feldur þeirra er grár og doppóttur líkt og umhverfið sem þeir búa í sem gerir svo góðan felulit að snæhlébarðar geta horfið sjónum með því einu að standa kyrrir.

Heimkynni

[breyta]
Heimkynni snæhlébarða lituð græn

Snæhlébarðar lifa í háum fjöllum Kína og mið Asíu en þó aðalega í himalæjafjöllum. Þeir hafa að meðaltali 260 ferkílómetra óðöl hver um sig, Vegna þess hve lítið af bráð lifir í svo harðgerðum fjallaheimkynnum snæhlébarðans. Þó svo að snæhlébarðar helgi sér óðul kunna þeir vel að meta ef aðrir kettir af tefundunni eig leið um óðalið.

Útlit

[breyta]

Snæhlébarðar hafa gráan og hvítan feld með þykkloðna og röndótta , langa rófu, , reynar hafa þeir lengstu rófu allra kattardýra. Þeir hafa doppur á höfði og háls, rétt eins og jagúar. Litur snæhlébarðans lítur út eins og snjór og steinar þannig það hjálpar þeim að falla inn í umhverfi þeirra og læðast að bráð sinni. Þófar þeirra eru þaktir feldi til að halda á þeim hita. Á meðan blindbilur gengur yfir vefur snæhlébarðinn oftast rófunni utan um andlitið til að hlýja sér. Augu þeirra eru kringlótt og geta verið allt frá föl græn til þess að vera grá að lit. Karlkyns snjóhlébarði vegur um 40 til 75 kg á meðan kvenkynið veggur á milli 25 til 50 kílógröm.

Matarræði og fæðuöflun

[breyta]
Snæhlébarðar eru meistarar á lóðréttum hlýðum

Snæhlébarðar éta nánast hvað sem er í boði og veiða stundum dýr sem eru þrefalt stærri en þeir sjálfir. Þeirra aðal fæða eru villi, stein og fjalla geitur og kindur auk fugla. Á sumrin lifa þeir aðalega á smærri bráð eins og múrlemdýrum. Þeir laumast að bráðinni og gera ekki atlögu fyrri en þeir eru komnir 15 til 6 metrum að henni.

Þófar Snæhlébarðans virka eins snjóþrúgur er þeir elta bráðina yfir snæfi þakkið hallandi yfirborðið og eru í essinu sínu þegar þeir komast upp með að hlaupa á þykkum snjó hengjum á meðan bráðþeirra sekkur niður í snjóinn eða dettur niður fjallið gera þykkir þófar hlébarðans honum kleift að fljóta á snjónum.


Læður Snæhlébarða ala kettlinga sína upp einar . Hún gýtur yfirleitt um 2 til 3 kettlinga í einu, því hún ræður ekki við að ala upp fleiri í senn. þeir eru allir alhvítir með doppur og halda sig hjá móður sinni í þangað til þeir verða 18 til 22 mánaða. Strax um 2 mánaða aldurinn byrja þeir að éta kjötfæðu og um 3 mánaða eru þeir farnir að elta móður sína um allar trissur. þegar það er kominn vetur eru kettlingarnir orðnir næstum full vaxnir en eiga enn eftir margt ólært og eru ennþá hálf ósjálfbjarga. Þeir læra ekki að veiða fyrr en um 11 mánaða og eftir að þau fara að heiman halda systkininn oft saman um stuttan tíma.

Skemmtilegar Staðreyndir

[breyta]
  • Snæhlébarðinn hefur lengstu rófu allra katta.
  • Snæhlébarðinn getur ráðist á bráð sem er þrefalt sinnum stærri en hann sjálfur.
  • Stóru þykku og loðnu loppur snæhlébarða virka eins og innbyggðar snjóþrúgur.
  • Snæhlébarðar hafa þykkasta feld allra katta.
 <<Til baka (Blettatígur) | Áfram (Fjallaljón)>>