Fara í innihald

Stóru Kattardýrin/Skynfæri

Úr Wikibókunum
Tígrisdýr að snyrta sig með tungunni

Kettir hafa mörg afar nákvæm skynfæri og reiða sig á þau við veiðar. þeir notast þá meðal annars við frábæra nætursjón og einkum hentuga tungu, löng veiðihár, næmt lyktarskyn og skarpa heyrn.

Veiðihárin

[breyta]

Veiðihár inn eru lífs nauðsýnleg fyrir ketti og hafa þeir fjöldann allan af veiðihárum í framan, þó aðalega á trýninu og augabrúnunum. Veiðihárinn nota þeir til að greina hve langt er í nálæga hluti. Við rætur veiðihára eru afar næmir taugaendar sem greina minnstu nálægu hreyfingu. Mikilvægustu veiðihárinn eru til hliðanna og henta best til að finna allt það sem sjóninn sér ekki.

Tungan

[breyta]

Tunga Katta er afar Fjölhæf. Kettir nota tunguna ekki bara til að finna bragð heldur líka til að lepja vatn og snyrta feldinn. stórir kettir hafa hrjúfa tungu vegna þess að á henni eru fullt af nöbbum sem henta vel við að ná kjötflýsum af beinum. þegar kettir lepja vatn mynda þeir dæld á tungubroddinn sem líkist skeið. Þeir lepja vatnið nokkrum sinnum og geyma það í munninum þangað til þeir eru komnir með nóg í einn sopa og kyngja svo. Tungan er einnig afar hentug greiða. Kettir nota líka hrjúfa tunguna til að kemba sér við það losna fullt af lausum hárum auk þess sem feldurinn verður sléttur og fínn. Kettir geta ekki fundið sætt bragð en greina í staðinn sérbragð af vatni. Bragðlaukar katta eru staðsettir aftast í tungunni og í gómnum.

Lyktarskyn

[breyta]

Kettir hafa um það bil fjórtán sinnum sterkara lyktarskyn en menn. Þunn uppvafinn bein bera lykttina til lyktarskynfæranna. Kettir hafa um tvöfalt fleiri lyktarskynfrumur í nefinu en menn, sem þýðirað þeir geta fundið lykt sem við vitum ekki einu sinni af. Í efrigómi katta er einnig sérstakt lífæri sem kallast jakopsen líffærið. Það gerir köttunum kleift að finna bragð af ilmefnum. Til að nota líffærið opnar kötturinn muninn og leifir tungunni að lafa aðeins svo að leiðinn sé greið að lyktarbragðskynfrumunum. Þetta sérstaka skyn færri nota kettirnir aðalega til að finna ilminn af öðrum kattardýrum.

Sjón

[breyta]
Síberíutígur sperrir eyrun

Augu katta eru aðlöguð að nætursjón og því sjá kettir ekki eins vel á daginn. Kettir hafa svokallaða glærvoð á bakvið sjónhimnuna sem endur kastar ljósi og veldur því að í myrkri virðast augu katta lýsa þegar ljós skín á þau. Augu katta virka á margan hátt eins og okkar augu. Augasteinninn brýtur upp ljósgeisla sem koma á augað og varpar þeim sem skarpri mynd á sjónhimnuna sem flytur síðan taugaboð til heilans. Í augum katta er himna sem kettir geta dregið fyrir og virkar eins og gardínur í glugga og hindrar að of mikið ljós komist i augun auk þess að verja þau fyrir ryki og drullu. Rannsóknir benda til þess að kettir sjá í svarthvítu á næturnar og geti auk þess ekki greint jafn marga liti og menn. Enn á hinn bogin hafa kettir mun betri rúmsjón sem þýðir að þeir geta greint betur fjarlægðir.

Heyrn

[breyta]

Kettir hafa þrjátíu og tvo sjálfstæða vöðva í hvoru eyra sem gefur þeim færi á að stýra heyrninni. Þeir geta hreyft hvort eyra í sitt hvora áttina og stjórnað þeim að vild. Vegna þessa sérstaka hæfileika geta kettir snúið sér í eina áttina en beint eyrunum í aðra áttina. Allir stóru kettirnir hafa eyru sem standa upp úr höfðinu ólíkt lafandi eyrum sumra hunda. Þegar kettir eru reiðir eða hræddir halla þeir eyrunum aftur. kettir snúa einnig eyrunum aftur við leik eða til að hlusta á hljóð sem kemur aftan frá. vinkill eyrna katta er afar mikilvæg vísbending um hvernig skapi þeir eru í.