Fara í innihald

Spjall:Tölfræði

Innihald síðu er ekki stutt á öðrum tungumálum.
Bæta við umræðu
Úr Wikibókunum
Latest comment: fyrir 17 árum by S.Örvarr.S in topic Kaflaskipting

Hversvegna á ekki að eyða bókinni Tölfræði

[breyta]

Einhver hefur ákveðið að námsefnið Tölfræði sem ég byrjaði á í Wikibooks sé ekki hæft til að vera þarna inni. Ég myndi vilja fá að vita hversvegna svo sé???? Eina sem ég sé er að sagt sé að þetta sé tenglasafn sem er alls ekki rétt. Á fyrstu síðu eru jú tenglar í undirsíður sem ég skrifaði og enginn annar. Þarna er ekki einn einasti tengill út fyrir síðuna, allt sem þarna er, er skrifað í WikiBooks af mér.

Ef einhver vill eyða þessu þá þarf viðkomandi að gera betur grein fyrir skoðun sinni og áður en það er gert að kynna sér betur innihald þess sem hann vill losna við úr Wikibooks. Það má vel vera að þessi tölfræðifræðsla sé ekki frábær sem þarna er en hún er allavega rétt og kannski góð byrjun á ítarlegra efni um tölfræði.

Takk fyrir Sibba

157.157.216.184 27. september 2007 kl. 18:34 (UTC)Reply

Í fyrsta lagi er lítið sem ekkert í þessu. Þetta er bara eitthvað síðumengi og líka illa uppsett. Ég legg til að þú skoðir aðrar Wikibækur til að sjá hvernig almennt bækur eru settar upp. Annars styð ég við eyðingu. --Stefán Örvarr Sigmundsson 27. september 2007 kl. 20:28 (UTC)Reply
Svo á ekki að fjarlæga snið nema umfræða hafi farið fram og samþykkt hefur verið að halda efninu. --Stefán Örvarr Sigmundsson 27. september 2007 kl. 20:55 (UTC)Reply
Mér finnst þessi bók á ekki að vera eytt. Það er svona efnisyfirlit, en kannski það getur verið betra skrifið. Mér finnst víð getum nota öðruvísi snið í staðinn eyða-snið, eins og sniðið sem er notað á kasöksu bókina. En svarið er ekki bara að eyða þessa bók. Þegar maður segir Wikibækur er ekki tenglasafnið, tenglasafnið er eins og að hafa auglysingar eða bara tenglar sem er ekki á Wikipediu. Ef einhver leitar af tölfræðinu, þá hann fær þessa bók auðvitað, en núna getur hann lært eða lesið svolítið hvað hann vildi að lesa, skiluru? Og Sibba, má ég benda þér að skrá þig upp og búa til notendanafns? það er góð hugmýnd! ;) --Girdi 29. september 2007 kl. 13:53 (UTC)Reply
Að sjálfsögðu á þetta heima héra. Að segja að safna tengla eigi ekki heima hérna er einstaklega kjánalegt. Allar greinar um svo almenn efni eru safn tengla, skoðið til dæmis grein um tölfræði á þeirri ensku. Það eina sem þarf að gera hér er að bæta við fleiri tenglum og fjarlægja þessa setningu um að nemendur við HÍ séu að skrifa þessa síðu, hvað kemur það málinu við? --85.220.36.41 30. september 2007 kl. 17:29 (UTC)Reply
Þetta mun líka vera efnisyfirlit. --Stefán Örvarr Sigmundsson 30. september 2007 kl. 18:46 (UTC)Reply
Auðvitað á þessi bók heima hér. Það er að segja bók um tölfræði. En þessi er ekki vel sett upp. Það getur hver maður séð. Það er betra að skrifa eitthvað efni en að hafa síðurnar bara sem tengla á aðrar síður, sem sjálfar hafa lítið sem ekkert efni, nema bara tengla á aðrar síður. Þá er ég auðvitað ekki að tala um efnisyfirltið. --Stefán Örvarr Sigmundsson 30. september 2007 kl. 18:50 (UTC)Reply
Já, þetta er líka augljóslega efnisyfirlit. Þetta verkefni er smátt í smíðum og þú getur ekki gert ráð fyrir að allt verði sett í fullkominn búning strax. Þessu síða á algjöran rétt á sér eins og byrjunarsíður annarra verkefna. Í stað þess að leggja til eyðingu væri skynsamlegra að lagfæra greinina, stinga upp á lagfæringum o.s.frv. --85.220.36.41 30. september 2007 kl. 22:54 (UTC)Reply
85.220.36.41, skráðu þig upp!! Þá þú hefur verkefni og þegar fólk ætlar að sjá notandanafnið þitt, þau ætla að hugsa um tölfræði :). Eins og ef fólk sjá S.Örvarr.S,, þau hugsa um C#, og mig þau hugsa um tungumál. Bara hugmynd. --Girdi 1. október 2007 kl. 03:15 (UTC)Reply
Jamm, alltaf gott að skrá sig inn. --Stefán Örvarr Sigmundsson 1. október 2007 kl. 11:24 (UTC)Reply

Þessi bók um tölfræði er ágætis byrjun á wikibók og hefur þegar eitthvað inntak - meira inntak en margar aðrar bækur sem eru í smíðum hérna á wikibooks. Það er ekkert í þessari bók eins og hún stendur núna sem réttlætir að hún sé merkt til eyðingar eða að hún hæfi ekki hér á wikibooks. Gangi þér vel að halda áfram að skrifa í þessa bók.--Salvör Gissurardóttir 11. október 2007 kl. 03:01 (UTC)Reply

Þú eða þið sem eruð að skrifa þessa wikibók, endilega ekki láta það hrekja ykkur frá því að bæta meira í bókina og gera hana betri að hún hafi verið merkt svona. Þessi merking getur farið núna þegar umræða hefur farið fram. Það er venja að ef einhver merkir efni svona þá verður umræða um það að fara fram til að hægt sé að taka þessa merkingu til baka. Þetta er ágætis byrjunarvinna hjá ykkur, haldið ótrauð áfram og látið ekki trufla ykkur þó einverjir hafi aðra sýn. Ég hef gert þessa merkingu að umtalsefni í Pottinum en þar tók ég upp umræðu því ég er afar ósátt við hvernig reynt er að flæma notendur í burtu hérna m.a. með að merkja ágætt efni eins og ykkar til eyðingar --Salvör Gissurardóttir 11. október 2007 kl. 03:08 (UTC)Reply

Stefán Örvar, þú segir sem part af réttlætingu þinni á eyðingu þessarar bókar: Auðvitað á þessi bók heima hér. Það er að segja bók um tölfræði. En þessi er ekki vel sett upp. Vinsamlega áttaðu þig á því að það er ekki þitt að leggja þitt gæðamat á bækur hérna og ákveða fyrir alla aðra hvað séu vel settar upp bækur. Það er til þess fallið að hrekja notendur í burtu ef þú eða aðrir teljið það styðja eyðingu (eins og þú segir hérna fyrir ofan) að þér finnist bók ekki vel sett upp. Þetta er satt að segja yfirgengilegur dónaskapur hjá þér. Einbeittu þér að því að setja "vel" upp þær bækur sem þú sjálfur skrifar. --Salvör Gissurardóttir 11. október 2007 kl. 03:17 (UTC)Reply

Kaflaskipting

[breyta]

Sæl veriði, fyrir þá sem þessa bók varðar þá var ég að kaflaskipta bókinni. Til útskýringar þá langar mig að segja hvernig þetta virkar: þegar við viljum gera kafla bókar búum við til síðu sem heitir (í þessu tilviki) [[Tölfræði/Kafli]] ef við ætlum að tengja í þessa síðu nægir að skrifa [[/Kafli/]] (n.b. þetta gildir aðeins á síðunni Tölfræði). Sömu leiðis gerum við undirkafla með því að búa til síðu sem heitir [[Tölfræði/Kafli/Undirkafli]]. Endilega skoðið breytingarnar og fiktið í þeim til þess að átta ykkur betur á þessu. :) --Friðrik Bragi Dýrfjörð 11. október 2007 kl. 21:05 (UTC)Reply

Já, nákvæmlega. Annars virkar hver kafli eins og sér bók. --Stefán Örvarr Sigmundsson 13. október 2007 kl. 15:04 (UTC)Reply