Sjálfsmynd - nemendahluti
HVER ER ÉG? SJÁLFSMYND
[breyta]Vefleiðangur fyrir 8. bekk - Myndlist
Hrönn Axelsdóttir (hrönnaxels@lhi.is) Margrét Guðmundsdóttir (margréti@lhi.is)
Kæru ljósmyndarar, ykkur hefur verið falið það verkefni að komast að því hver þið eruð í raun og veru! Á þessu ferðalagi ferðumst við í tímavél frá núinu yfir fortíðina og lokaáfangastaður verður framtíðin.
Hver er ég, hvaðan kem ég og hvert er ég að fara?
Í þessum vefleiðangri fáið þið tækifæri á að spreyta ykkur sem ljósmyndarar og fyrirsætur. Við ætlum að vinna tvö og tvö saman í hóp og meðal annars svara þessari spurningu hér að ofan. Við ætlum að komast að því hvað er sjálfsmynd með því að taka myndir af okkur sjálfum og fjölskyldu okkar, skoða fjölskyldumyndir síðan í gamla daga og fá fjölskylduna til að segja okkur sögur tengdar myndunum. Við ætlum að sjá hvernig ljósmyndarar og listamenn hafa unnið með sjálfsmyndir í gegnum tíðina og lokaniðurstaða verður bók.
http://wayback.vefsafn.is/wayback/20050303082142/www.doktor.is/hvadermalid/grein.asp?id_grein=2359&id_fl=504 http://barnaland.mbl.is/main/main.aspx?sid=1138 http://www.lifesdriverslicense.com/en/self-image/ http://www.ljosmyndasafnreykjavikur.is/ http://www.natmus.is/ http://www.cindysherman.com/ http://en.wikipedia.org/wiki/Andy_Warhol http://en.wikipedia.org/wiki/Self-portrait http://www.polarbear.is/ http://en.wikipedia.org/wiki/Frida_Kahlo http://www.tonkonow.com/lee.html http://www.zabriskiegallery.com/Sawada%202003/ID400.htm http://www.helgi-fridjonsson.com/
Kennslustund 1
1 Við byrjum á því að horfa öll saman á glærusýningu og sjáum hvernig aðrir listamenn hafa unnið með sína sjálfsmynd, velltum fyrir okkur hugtakinu sjálfsmynd.
2 Við skiptum okkur upp í tveggja manna hópa, þið hafið valið með hverjum þið vinnið.
3 Byrjið á því að að ræða um hvað ykkur líkar best við í ykkar fari, gerið skissur til að mótaliðinn fái betur á tilfinninguna hvernig mynd hann á að taka. Ef þið hafið áhuga á að skoða meira efni þá getið þið skoðað það. Takið nokkrar myndir.
4 Skiptið ykkur niður á tölvurnar í stofunni. Þið getið athugað vef Ljósmyndasafns Reykjavíkur þar sem þið getið fengið hugmynd um hvernig folk bjó og klæddi sig fyrr á tímum. Einnig til að sjá hvernig ljósmyndir voru í myndbyggingu, formlegar, óformlegar, inni úti í studio.
5 Við ætlum að taka viðtöl við fjölskyldumeðlimi, er eitthvað sérstakt sem þið viljið komast að. Ræðið og skrifið niður hugsanlegar spurningar.
Heimaverkefni 1
a. Heimsækja afa og ömmu skoða gamlar myndir með þeim og fá þau til að segja frá einhverju eftirminnilegu atviki fá myndir lánaðar til að skanna. b. Tala við mömmu og pabba í sitt hvoru lagi og skoða gamlar myndir með þeim, þar sem þau segja frá eftirminnilegu atviki. c. Ekki gleyma spurningalistanum
Kennslustund 2
1. Skanna myndir að heiman og frá ömmu og afa 2. Prenta og setja sjálfsmyndirnar sem þið tókuð í síðasta tíma inn í bók. 3. Skrifa texta með sem hentar við myndina. Getur verið ljóð, úr skáldsögu, tilvitnun, staðhæfing. 4. Vinna úr viðtölunum sem þið tókuð heima 5. Fara á vefinn skoða portrettmyndir og bækur hér í stofunni. 6. Gera skissu að mynduppbyggingu fjölskyldumyndar
Heimaverkefni 2
Félagi tekur fjölskyldumynd eftir skissu og samræðu við verkefnisfélaga. Þið getið valið um staðsetningu myndatöku, það getur verið hvítur bakgrunnur, úti, inni, uppstillt eða augnabliksmynd
Kennslustund 3
1. Prenta fjölskyldumyndir 2. Vinna að texta eins og þið gerðuð við sjálfsmyndina 3. Nú eruð þið búin að sjá mömmu og pabba þegar þau voru ung einnig ömmu og afa. Hvernig sjáið þið ykkur í framtíðinni? Þið getið unnið hugarkort, teiknað eða málað mynd(ir) eða unnið með ljósmyndun
Kennslustund 4
1. Klára að vinna bókina
Kennslustund 5
Kynning á bókum
Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð 20% Leit að heimildum og hugmyndavinna 25 % Samvinna 20% Lokaafurð, sem er hönnun og frágangur á bókinni 20% Mæting 15 % Hvert verkefni verður metið eitt og sér.
Nú hefurðu líklega fengið skýrari mynd af sjálfum þér og fjölskyldu þinni, eftir viðtöl við fjölskylduna geturðu jafnvel teiknað ættartré.