Sjálfsmynd - hver er ég - kennarahluti

Úr Wikibókunum

Hver er ég? Sjálfsmynd[breyta]

Kennarasíða

Vefleiðangur fyrir 8. bekk - Myndlist


Hrönn Axelsdóttir (hrönnaxels@lhi.is) Margrét Guðmundsdóttir (margréti@lhi.is


Kynning[breyta]

Verkefnið miðar að því að nemendur svari spurningunni: 'HVER ER ÉG? HVAÐAN KEM ÉG OG HVERT ER ÉG AÐ FARA?' Og kynnist hugtakinu sjálfsmynd og um leið skýrist þeirra mat á sjálfum sér. Aðalatriðið er að þau nái tengslum við sig sjálf, fjölskylduna og ísl enskt samfélag í fortíð og nútíð og í leiðinni uppgötvi þær breytingar sem hafa orðið í tímanna rás. Einnig er mikilvægt að þau hugsi út í hver þau vilji vera í framtíðinni.Það væri hægt að nýta sér höfuðdygðir forngrikkja, hugrekki, hófsemi, heiðarleiki og visku með samræðu og eða hugarkorti. .Þau vinna heimildavinnu á vef (Ljósmyndavef Reykjavíkur og Þjóðminjasafnsins) á bókasafni og frá fjölskyldumeðlimum (foreldrar, afar og ömmur).

Nemendur[breyta]

Vefleiðingurinn er beindur að 8 bekk í myndlist þar sem þau eiga samkvæmt aðalnámskrá að vinna með sjálfsmynd og líkamann. Þetta verkefni gæti verið gott verkefni í þemaviku, einnig væri hægt að útfæra það fyrir lífsleikni fyrir alla aldurshópa í grunnskóla. Gera þeim grein fyrir miklivægi góðrar sjálfsmyndar og hvað felst í því hugtaki.Viðmið[breyta]

Nemendur eiga að hafa kynnst mismunandi mynduppbyggingum, hafi meiri skilning á skilaboðum myndar. Samkvæmt aðalnámskrá 8. bekk í myndlist grunnskóla fyrir á nemandi “að gera sér grein fyrir mismunandi sýn listamanna á mannslíkamann á ólíkum skeiðum listasögunnar… Geti skilgreint hugtakið portrettmynd og þekki dæmi að þeirri tegund myndverka…skilji áhrifamátt myndar og vera læs á myndmál umhverfis síns”

Ferli[breyta]

Kennslustund 1

1 Við byrjum á því að horfa öll saman á glærusýningu og sjáum hvernig aðrir listamenn hafa unnið með sýna sjálfsmynd, velltum fyrir okkur hugtakinu sjálfsmynd.

2 Við skiptum okkur upp í tveggja manna hópa, þið hafið valið með hverjum þið vinnið.

3 Byrjið á því að að ræða um hvað ykkur líkar best við í ykkar fari, gerið skissur til að mótaliðinn fái betur á tilfinninguna hvernig mynd hann á að taka. Ef þið hafið áhuga á að skoða meira efni þá getið þið skoðað það. Takið nokkrar myndir.

4 Skiptið ykkur niður á tölvurnar í stofunni. Þið getið athugað vef Ljósmyndasafns Reykjavíkur þar sem þið getið fengið hugmynd um hvernig folk bjó og klæddi sig fyrr á tímum. Einnig til að sjá hvernig ljósmyndir voru í myndbyggingu, formlegar, óformlegar, inni úti í studio.

5 Við ætlum að taka viðtöl við fjölskyldumeðlimi, er eitthvað sérstakt sem þið viljið komast að. Ræðið og skrifið niður hugsanlegar spurningar.

Heimaverkefni 1

a. Heimsækja afa og ömmu skoða gamlar myndir með þeim og fá þau til að segja frá einhverju eftirminnilegu atviki fá myndir lánaðar til að skanna. b. Tala við mömmu og pabba í sitt hvoru lagi og skoða gamlar myndir með þeim, þar sem þau segja frá eftirminnilegu atviki. c. Ekki gleyma spurningalistanum

Kennslustund 2

1. Skanna myndir að heiman og frá ömmu og afa 2. Prenta og setja sjálfsmyndirnar sem þið tókuð í síðasta tíma inn í bók. 3. Skrifa texta með sem hentar við myndina. Getur verið ljóð, úr skáldsögu, tilvitnun, staðhæfing. 4. Vinna úr viðtölunum sem þið tókuð heima 5. Fara á vefinn skoða portrettmyndir og bækur hér í stofunni. 6. Gera skissu að mynduppbyggingu fjölskyldumyndar


Heimaverkefni 2

Félagi tekur fjölskyldumynd eftir skissu og samræðu við verkefnisfélaga. Þið getið valið um staðsetningu myndatöku, það getur verið hvítur bakgrunnur, úti, inni, uppstillt eða augnabliksmynd


Kennslustund 3

1. Prenta fjölskyldumyndir 2. Vinna að texta eins og þið gerðuð við sjálfsmyndina 3. Nú eruð þið búin að sjá mömmu og pabba þegar þau voru ung einnig ömmu og afa. Hvernig sjáið þið ykkur í framtíðinni? Þið getið unnið hugarkort, teiknað eða málað mynd(ir) eða unnið með ljósmyndun


Kennslustund 4

1. Klára að vinna bókina


Kennslustund 5

Kynning á bókum


Miðað er við að tími sé 2 x 40 mínútur einu sinni í viku í 5 vikur. Nemendur velja sig tvö og tvö saman í hópa, Þar sem þetta er persónulegt verkefni teljum við að nemendur ættu að velja sér félaga sjálf. Lokaafrakstur er bók, þar sem forsíða og bakhlið gætu verið plöstuð, eða gormuð saman.


Börn sem eru af erlendum uppruna geta leitað sér að upplýsingum um land og borg á neti eða á bókasafni. Ef afar og ömmur búa erlendis gætu þau verið í tölvusambandi. Einnig er hægt að tala við aðra fjölskyldumeðlimi og ef þeir eru ekki til staðar er hægt að leyta til forráðamanna eða vina. Kennari þarf að hlúa sérstaklega að þeim nemendum sem eiga erfitt með að samlagast hópnum. Kennari þarf að hafa grunnkunnáttu á stafræna myndavél, skanna og prentara. Kennari þarf að undirbúa sig fyrir að útskýra fyrir nemendum hugtakið sjálfsmynd, jafnvel farið í einhverja hlutverkaleiki með þeim.

Tilbrigði[breyta]

Þetta verkefni getur virkað sem grunnur að áframhaldandi verkefni, bókin gæti nýst sem skissubók eða dagbók þar sem kafað er dýpra ofan í kjölinn.


Bjargir[breyta]

Námsgögn sem nemendur þurfa eru að minnsta kosti 1 stafræn myndavél á 2ja manna hóp. Kennari þarf að geta haft skanna og prentara í kennslustofu meðan á þessu verkefni stendur. Einnig væri gott að hafa stafrænan skjávarpa í kennslustofu. Það þarf að undirbúa forráðamenn og foreldra undir þetta verkefni að því leyti að þau séu undirbúin bæði með að taka fram gömul albúm og myndir og vera undirbúin fyrir viðtölin einnig þurfa foreldrar að hafa samband við aðra fjölskyldumeðlimi. Það gæti komið upp sú staða að hópurinn myndi fara í Þjóðminjasafnið. Wendy Ewald notar ljósmyndun við kennslu, hún hefur kennt út um allan heim. Hér að neðan er tengill á hennar aðferð í kennslu. http://cds.aas.duke.edu/ltp/ Þegar kennari er að ræða sjálfsmynd þá gæti hann notast við uppbyggingarstefnu Diane Gossen. http://www.alftanesskoli.is/Default.asp?Sid_Id=16624&tId=2&Tre_Rod=&fre_id=44363&meira=1

Mat[breyta]

Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð 20% . Það er mikilvægt að þau sýni áhuga, sjálfstæði og aga í þessu verkefni og vinni heimavinnu því hún er grundvöllur fyrir þessu verkefni. Leit að heimildum og hugmyndavinna 25 %. Þau þurfa að þjálfast í leit að heimildum og hugsa út í hvað er heimild, einnig er ímyndunaraflið mjög mikilvægt þegar kemur að útfærslu. Samvinna 20%. Þau þurfa að geta unnið saman, stutt hvort annað og læri að sinna þeirri ábyrgð sem fylgir hópstarfi. Lokaafurð, sem er hönnun og frágangur á bókinni 20%. Þau þurfa að læra vönduð og skapandi vinnubrögð og bera virðingu fyrir sínum afköstum, sem styrkir sjálfsmynd þeirra. Mæting 15 %. Læra að bera ábyrgð á viðveru. Við kynningu bókar er mikilvægt að nemandi geti komið hugmyndum sínum á framfæri (munnlega) og rökstutt ákvarðanatökur í ferlinu.

Hvert verkefni verður metið eitt og sér.

Niðurstaða[breyta]

Mikilvægi þessa verkefnis er að þau kanni og styrki sjálfsmynd sína í tengslum við fjölskyldu eða forráðamenn og umhverfi og að þau hafi meiri skilning á hvað tengsl eru. Skilji mikilvægi góðrar sjálfsmyndar. 


Upplýsingar og heimildir[breyta]

http://www.doktor.is/hvadermalid/grein.asp?id_grein=2359&id_fl=504

http://barnaland.mbl.is/main/main.aspx?sid=1138

http://www.lifesdriverslicense.com/en/self-image/

http://www.ljosmyndasafnreykjavikur.is/

http://www.natmus.is/

http://www.cindysherman.com/

http://en.wikipedia.org/wiki/Andy_Warhol

http://en.wikipedia.org/wiki/Self-portrait

http://www.polarbear.is/

http://en.wikipedia.org/wiki/Frida_Kahlo

http://www.tonkonow.com/lee.html

http://www.zabriskiegallery.com/Sawada%202003/ID400.htm

http://images.google.com/imgres?imgurl=http://www.rebekahfilms.org/gifs/logo_y.gif&imgrefurl=http://www.rebekahfilms.org/cm.html&h=183&w=342&sz=13&hl=en&start=104&tbnid=D2AjrwuXog-GVM:&tbnh=64&tbnw=120&prev=/images%3Fq%3DCarrie%2BMae%2BWeems%26start%3D100%26ndsp%3D20%26svnum%3D10%26hl%3Den%26lr%3D%26client%3Dsafari%26rls%3Den%26sa%3DN

http://www.helgi-fridjonsson.com/

http://cds.aas.duke.edu/ltp/

http://www.nyartsmagazine.com/Files/Documents/phpmxVqef_83_paradox.jpg

http://www.polarbear.is/Malverk_-_index/1-3/Hafid_Per_heyrt_um_Svanavatnid/hafid_per_heyrt_um_svanavatnid.html

http://www.artarchiv.net/doku/Warhol.jpg

http://www.alftanesskoli.is/Default.asp?Sid_Id=16624&tId=2&Tre_Rod=&fre_id=44363&meira=1