Fara í innihald

Sextándakerfið

Úr Wikibókunum

Síða þessi er unnin sem verkefni í námkeiðinu Nám og kennsla á netinu.

Sextándakerfið

[breyta]

Sextándakerfið er talnakerfi með grunntöluna 16. Tölustafirnir sem sextándakerfið hefur eru 0, 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, A, B, C, D, E og F.

Notkun

[breyta]

Sextándakerfið er mikið notað í tölvum og forritun. Ástæða þess er að allar tölvur vinna í tvíundakerfinu og mjög einfalt er að breyta milli sextándakerfisins og tvíundakerfisin. Tölur í tvíundakerfinu eru runur af tölustöfunum 0 og 1, þær eru því frekar óhentugur. Dæmi um notkun sextándakerfis talna í tölvum er t.d.

númer. IPv6 númer tölvu er runa af 128 tölustöfum í tvíundakerfinu. Annað dæmi eru MAC vistfang sem er runa af 48 tvíundakerfis tölum.

MAC vistföng eru á öllum netkortum

Sextándakerfið - Tvíundakerfið

[breyta]

Það sem gerir sextándakerfið eftirsóknarvert til notkunar í tölvum er að mjög auðvelt er að breyta tölum úr tvíundakerfinu í sextándakerfið og svo öfugt. Það sem gerir breytingarnar svona auðveldar er sú staðreynd að talan sextán er margfeldi af tveimur.

Þessvegna má skrifa hverja sextándakerfis tölu sem fjórar tvíundakerfis tölur. Nota má töfluna hér fyrir neðan til að breyta á milli kerfanna.

Sextánda Tvíunda
0 0000
1 0001
2 0010
3 0011
4 0100
5 0101
6 0110
7 0111
8 1000
9 1001
A 1010
B 1011
C 1100
D 1101
E 1110
F 1111

Út frá töflunni má svo lesa að t.d. EA í sextándakerfinu er 11101010 í tvíundakerfinu. Með sömu aðferð má svo finna út að 10101011 í tvíundakerfinu er AB í sextándakerfinu.

Æfingar

[breyta]

1 Hvernig er sextándakerfistalan F1 í tvíundakerfinu?

10101111
11110001
10001111
11110101

2 Hvernig er sextándakerfistalan A2 í tvíundakerfinu?

10010011
10100100
01001010
10100010

3 Hvernig er tvíundatalan 10011001 í sextándakerfinu?

92
29
33
99

4 Hvernig er tvíundatalan 11001101 í sextándakerfinu?

CD
CC
DC
DD