Samskiptaforritið Zoom

Úr Wikibókunum

Í þessari wikilexíu verður farið yfir notkun á samskiptaforritinu Zoom og sérstaklega fjallað um að skipta fundi niður í mismunandi herbergi/fundarrými. Forritið býður upp á fjölmarga möguleika til samskipta, hvort sem er fyrir stóran hóp eða einstaklinga.

Smelltu hér til að horfa á stutta kynningu á Zoom


Möguleikar Zoom eru m.a.[breyta]

  • Fjarkennsla/fundur, margir geta verið inni á sama fundinum. Tilvalið í kennslu.
  • Deila skjá (t.d. glærum)
  • Spjallborð
  • Skipta fjarfundi í minni „herbergi” t.d. við hópavinnu smærri hópa innan námskeiðs
  • Fjarfundur t.d. vegna leiðsagnar við einstaka nemenda eða smærri hópa


Zoom leiðbeiningar[breyta]

1. Byrjaðu á því að smella hér til að ná í Zoom forritið og búa til reikning.

2. Notkun á Zoom Hér er farið yfir hvernig á að skrá sig inn í forritið og hvaða möguleikar standa til boða.

3. Búa til Zoom fund Nú þegar búið er að fara yfir hvað forritið bíður upp á, þá tekur við að búa til fund.

4. Bjóða öðrum á Zoom fund Þegar fundurinn er tilbúinn, þarf að bjóða öðrum á fundinn.

5. Skipta Zoom fundi niður í herbergi Einn af styrkleikum Zoom er sá eiginleiki að skipta fundinum niður í smærri fundarherbergi. Þetta getur verið góð leið til að halda umræðurfundi með mörgum hópum á sama tíma í sama fundi.

6. Þátttakendur í fundarherbergi Í lokin verður farið yfir hvernig viðmótið er fyrir aðra notendur, sem er ekki eigandi fundar, í fundarherbergi.

Krossapróf[breyta]

1 Hvað af eftirtöldu er ekki hægt að gera þegar búið er að skipta fundi niður í mismunandi fundarherbergi?

Eyða út herbergi
Opna öll herbegi
Eigandi Zoom fundsins getur einnig sent skilaboð í herbergin
Þátttakendur geta geta fært sig á milli herbergja

2 Tölvan stillir sjálfkrafa á hvaða tímasvæði fundurinn er, miðað við stillingar í tölvunni sem fundurinn er búinn til?

Rétt
Rangt

3 Með hvaða tölvupósti er hægt að senda öðrum fundarboð á Zoom?)

Með tölvupóstinum sem er skráður fyrir Zoom reikingnum
Með Gmail
Með Yahoo
Allt að ofan er rétt

4 Undir almennum stillingum er hægt að velja á milli þess að birta fund á dagatali (e. List on Public Calender) og læsa fundinum með lykilorði?

Rétt
Rangt

5 Hvað af eftirtöldu er rangt?

Hægt er að láta fundinn endurtaka sig með reglulegu millibili
Hægt er að bæta Zoom fundinum inn á dagatal og bjóða þannig þátttakendum á fundinn
Hægt er að bæta þátttakendum við fund áður en hann hefst, en ekki á meðan hann er í gangi
Hægt er að stilla hvort myndavélin fari í gangi þegar fundur hefst. Alltaf er hægt að slökkva og kveikja á myndvél á meðan fundur stendur yfir

6 Þegar upptaka á fundi er í gangi, þá kemur lítið tákn efst i vinstra hornið á Zoom forritinu?

Rétt
Rangt


Heimildir[breyta]

Helgi Freyr Hafþórsson. (2019, 12. nóvember). Zoom. Sótt af https://wiki.unak.is/display/VIS/Zoom