Fara í innihald

Samfélagsfræði - Trúarbragðafræði

Úr Wikibókunum

Höfundur: Birna Friðbjört S. Hannesdóttir

Ýmis trúarleg tákn

Verkefnislýsing[breyta]

Í fjölbreyttum heimi finnast mörg mismunandi trúarbrögð. Við erum ekki öll sammála og höfum fjölbreyttar skoðanir á lífinu en öll viljum við þó lifa í friði og sátt. Það er því okkar hlutverk að kynna okkur og skilja þessa mismunandi menningarheima. Í þessu verkefni ætlum við að skipta okkur í hópa, skoða mismunandi trúarbrögð og kynna afrakstur vinnu okkar fyrir bekknum, foreldrum og stjórnendum. Við erum trúarbragðafræðingar !!

Tími[breyta]

Áætlum að nota til verkefnisins 6 vikur og höfum til ráðstöfunar 4-6 kennslustundir á viku.

Fyrstu skref[breyta]

 1. Nemendur fara inn á trúarbragðavefinn og skrifa niður það trúarbragð sem þeir vilja vita meira um. Kennari skrifar uppá töflu og raðað verður í hópa eftir því vali.
 2. Hver hópur byrjar á því að skoða myndband um sitt trúarbragð á Trúarbragðavefnum.
 3. Síðan þarf hópurinn í sameiningu að ákveða í hvaða formi þeir vilja skila verkefninu, t.d. fyrirlestur með powerpoint glærum, heimildarmynd, bækling, veggspjald eða á öðru formi sem þeim dettur í hug þó í samráði við kennarann.
 4. Hópurinn ræðir saman og skrifar niður eftirfarandi: Hvað vitið þið nú þegar? Hvaða skoðanir hafið þið á trúarbragðinu?Hvað vitið þið ekki?Hvað viljið þið vita?
 5. Þá fer heimildaleit af stað (gott er að skipta með sér verkum):Trúarbragðavefurinn, bækur á bókasafni eða í bókageymslu skólans, myndbönd og upplýsingaleit á netinu.

Næstu skref[breyta]

Eftir að heimildaleit lýkur þá hefst vinnan við kynninguna. Lesum vel allar heimildir sem til þarf til verksins. Raðið upplýsingunum skipulega niður og ræðið sem hópur hvernig lokaútkoman er áður en þið skilið. Munið:

 • Göngum vel um og leyfum öllum að láta rödd sína heyrast.
 • Vöndum vinnu og allan frágang til þess að verkefnið sýni hæfileika ykkar sem best.
 • Sýnið frumkvæði, notið hugmyndaflug og hafið gaman

Kynning[breyta]

Þegar allir hópar hafa lokið við sína kynningu verður foreldrum og öðrum gestum boðið á heimsráðstefnuna: Við viljum frið

Námsmat[breyta]

 • Jafningjamat: Heildareinkunn er metin og allir fá sameiginlega einkunn. Hver hópur metur einn hóp.
 • Einstaklingsmat: Þar er metin frammistaða nemanda hvað varðar vinnusemi, metnað, vinnugleði og jákvæðni.
 • Hópmat: Sérstaklega verður skoðað hversu vel heimildir eru nýttar, hversu skýrt efnið er framsett og hvernig kynningin sjálf gengur fyrir sig, þá er skoðað hvort hún sé skemmtileg og/eða áhugaverð.

Heildareinkunn einstaklings er því samanlögð einkunn þessara þriggja tegunda námsmats.

Tengt efni[breyta]