Saga veraldar í hnotskurn/Forsaga

Úr Wikibókunum

Til að skilja hvað það er sem við eigum við með forsögu er líklegast best að byrja á því að athuga hvað við eigum við með sögu fyrst. Hvernig vitum við til dæmis að það var til keisari sem hét Júlíus Ceasar (eftirnafnið hans er borið fram eins og „kesar“ enda er þýzka orðið yfir keisara "Kaiser") fyrir meira en 2000 árum? Það man nú örugglega engin svo langt aftur en einhvernvegin vitum við að hann var til. Geturðu giskað á hvað það var? Ef þú giskaðir á að einhver sem mundi eftir honum hafði skrifað um hann, þá hafðirðu rétt fyrir þér. Hann skrifaði meira að segja dálítið sjálfur. Bækurnar sem voru skrifaðar um hann og eftir hann hafa geymst í langan tíma og verið endurskrifaðar margoft, þess vegna vitum við meira að segja hvað foreldrar hans hétu og þetta eru 2000 ára gamlar upplýsingar!

En ef ég segi þér núna — og þetta vissirðu kannski fyrir — að stafirnir sem við notum til að skrifa hafa ekki alltaf verið til, þá er eðlilegt að spyrja hvernig getum við þá rakið söguna aftur um 10.000 ár ef að það skrifaði engin bækur á þeim tíma? Veistu svarið? Já, við skoðum og rannsökum hlutina sem fólkið og dýrin skyldu eftir sig í gamla daga. Með því að skoða verkfærin sem að forfeður okkar smíðuðu getum við gert okkur í hugarlund hvernig þeir fóru að því að afla sér matar.