Fara í innihald

Saga jarðar

Úr Wikibókunum

Höfundur Salvör Gissurardóttir

Fyrir 4,6 milljörðum ára þegar sólin var nýorðin til safnaðist ryk kringum sólina í mola sem kallast reikisteinar. Þessir molar drógust hver að öðrum og mynduðu jörðina og hinar reikistörnurnar í sólkerfi okkar. Þungu málmarnir járn og nikkel mynduðu kjarnann en léttari efni jarðskorpuna.

Fyrst var jörðin rauðglóandi hnöttur en svo kólnaði hún og hörð skorpa myndaðist. Það myndaðist andrúmsloft úr eitruðum lofttegundum sem komu úr eldgosum á yfirborði jarðar. Þessar lofttegundir voru t.d. metan, vetni og ammoníak. Eftir milljarð ára þá fór loftið að hreinsast, vatnsgufa sem hafði safnast í skýin féll sem regn og myndaði höf. Þannig urðu til meginlönd sem stóðu upp úr höfunum.

Jarðsögutímabil

[breyta]
Jarðsagan dýrin með skeljar og bein til manna

Jarðlög hlaðast þannig upp að eitt lag legst ofan á annað í tímans rás og mynda jarðlögin jarðlagastafla þar sem neðsta lagið er elst. Steingervingar af plöntum og dýrum finnast í jarðlögum og sérfræðingar nota þá til að tímasetja jarðlögin. Fyrstu dýrin með skeljar eða bein komu fram fyrir um 600 milljónum ára. Fyrstu merki um líf á jörðinni sem líklega hafa verið örsmáar bakteríur komu fram fyrir nálægt fjórum milljónum ára.

Heimildir

[breyta]
  • Farndon, John. Vísindaheimurinn Jörðin (Skrudda, 2006). bls. 14-15.

Ítarefni

[breyta]