Saga hjúkrunar fram til 1850
Ekki er langt síðan hjúkrun var skilgreind sem starfsgrein. Frá örófi alda hefur það verið eitt af hlutverkum kvenna að hugsa um sjúka, börn og aldraða á heimilum. Þrælar voru líka oft í þessu umönnunarhlutverki. Konur hafa þó ekki alltaf setið einar að hjúkruninni,á tímum krossferðanna voru settar á laggirnar riddaareglur sem sáu um að fylgja krossförunum og hjúkra þeim sem særðust. Alveg fram á 18. öldina var hjúkrun ómótað starf, menntun af skornum skammti og litlar kröfur gerðar til þeirra sem unnu við hjúkrun. Á Viktoríutímabilinu var lítil virðin borin fyrir konum sem stunduðu hjúkrun. Yfirstéttakonur fóru stundum með matarkörfur til fátæklinga en það þótti ekki við hæfi að þær kæmu nálægt hjúkrun. Sjúkrahúsin voru aðallega stofnanir þar sem fátæklingar og holdsveikir höfðust við og yfirleitt voru hjúkrunarkonurnar lágstéttarkonur sem fengu þarna húsaskjól, oftar en ekki drykkfelldar vandræðakonur.