Fara í innihald

Sólkerfið okkar

Úr Wikibókunum

Sólkerfið okkar

[breyta]

Kynning

Þið eruð að vinna á auglýsingastofunni Sól ehf. og félag Stjörnufræðinga hefur haft samband við ykkur til þess að hanna annað hvort plaggat eða líkan af uppröðun himintunglana og örlítinn fróðleik um hverja plánetu fyrir sig því að framundan er dagur stjarnanna.

Verkefni

Verkefnið felst í að búa til líkan úr leir, útbúa plaggat í Microsoft Publisher eða það sem ykkur dettur í hug til þess að sýna á degi Stjarnanna.

Ferli

Byrjið á að afla ykkur upplýsinga um uppröðun himintunglanna, hvað pláneturnar heita, hvort búið sé á þeim og einhvern fróðleik um hverja plánetu fyrir sig. Hægt er að afla sér þessara upplýsinga á bókasafni, á netinu, með viðtölum við sérfræðinga á þessu sviði eða á hvern þann hátt sem þið teljið áreiðanlegan. Ætlast er til þess að allir hópmeðlimir leggi jafnt að mörkum til verkefnisins.

Bjargir

http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=2460

http://www.stjornuskodun.is/

http://wayback.vefsafn.is/wayback/20051103044512/frontpage.simnet.is/ek/solkerfi/reikistjornur.htm

Ykkur er frjálst að afla upplýsinga á annan hátt. Þetta er ekki tæmandi listi fyrir verkefnið.


Niðurstöður

Ætlast er til þess að nemendur læri uppröðun himintunglanna og helstu upplýsingar um hverja plánetu fyrir sig. – Þjálfist í að leita sér upplýsinga og noti listræna hæfileika sína og sköpunargáfu. – Verkefnið getur verið samvinna milli tölvufræðiáfanga, smíðaáfanga, náttúrfræðiáfanga og myndlistaráfanga – Niðurstöður verða kynntar með lokaútgáfu af hönnun nemenda.




Jóhanna & Sara Lind