Sólblóm

Úr Wikibókunum

Höfundur: Ásdís Heiðarsdóttir

Sólblóm

Þessi wikibók fjallar um sólblóm og er þetta námsefni hugsað fyrir miðstigsnemendur í grunnskóla. Markmiðið er að nemendur öðlist þekkingu á þessari plöntu, geti sagt frá einkennum þess og hvernig við notum sólblóm í okkar daglega lífi. Hérna er þetta fallega blóm skoðað en sólblómið er ekki mjög áberandi á Íslandi. Í fyrstu kynnumst við einkennum sólblóma og hvar þau vaxa. Síðan er fjallað um sólblóm sem fæðu og hvernig blómið birtist sem tákn á marga vegu. Í lokinn eru krossaspurningar sem skemmtilegt og fróðlegt er að taka í lokinn ásamt því að kíkja í ítarefnin.

Sólblóm[breyta]

Blómakrónan

Sólblóm hefur einnig verið kallað sólfífill á íslensku er hægt að finna bæði sem fjölæra og einæra. Þau hafa háan ósléttan stilk með fagur gulum blöðum, laufblöðin eru breið og gróf. Blómakrónan er stór og gul, stundum rauðleit. Þetta eru í raun og veru yfir þúsund einstakra smáblóma sem mynda krónuna, þaðan kemur nafnið. Blómin snúast mjög auðveldlega á stönglinum svo þau horfi alltaf til sólar. Blómið getur orðið allt að 300 metra hátt en fregnir af mun hærri sólblómum er að finna í heimsmetabók Guinness árið 2014 í Þýskalandi, það mældist 9,17 metrar. Einnig eru til frásagnir um 7 metra hátt sólblóm á Spáni á 16.öld.

Heimkynni Sólblóma[breyta]

Sólblómarækt þekktist fyrst hjá Iníánum í Norður-Ameríku. Þeir voru einnig fyrstir til þess að rækta þau til matar. Spánverjar fluttu síðan plöntuna til Evrópu á 16.öld og ræktuðu hana sem skrautjurt. Pétur mikli Rússlandskeisari varð einnig svo hrifinn af plöntunni að hann setti í gang umfangsmestu ræktunaráætlun síns tíma til að rækta sólblóm.

Ræktunaraðstæður[breyta]

Í Norður-Ameríku vaxa sólblómin sem villiblóm á þurrum opnum svæðum. Plantan þolir hitasveiflur en dafnar best á næringarríkum stöðum með raka og kalkríkum jarðvegi. Helsta ræktunarbelti þeirra er þar sem kornrækt er sem mest. Á meðan þau eru í sem mestum vexti þurfa þau mikið vatn og áburð.

Sólblóm sem fæða[breyta]

Sólblómin gefa af sér fæðu sem almennt er talin mjög holl, sólblómaolíu og sólblómafræ.

Sólblómaolía[breyta]

Olían er unnin þannig að fræin frá sólblómunum eru pressuð svo myndist olía. Olían er notuð sem steikingarolía en einnig notuð í snyrtivörur þar sem hún er mýkjandi. Úkraína, Rússland og Argentína eru stærstu sólblómaolíu framleiðendur í heimi.

Sólblómafræ[breyta]

Í dag eru sólblómafræ talin ofurfæða sem mælt er með að innbyrða. Þau er hægt að setja í salöt, ofan á morgunverðinn eða baka þau með brauði. Sólblómafræ eru full af D-vítamíni, B-complex, K og E-vítamínum.

Morgunverður með sólblómafræjum Bollur með sólblómafræðjum

Menning[breyta]

Van Gogh Sunflowers Neue Pinakothek 8672

Krossapróf[breyta]

1 Af hverju ætli sólblómið vaxi ekki í miklu mæli á Íslandi?

það kostar mikið
það er eitrað
það vantar sérstakann áburð í jarðveginn
ekki nógu mikil sól

2 Hvaða fullyrðing er röng?

blómið snýr alltaf að sólinni
blómarónan er í raun og veru hundruðir lítilla smáblóma
blómið snýst auðveldlega á stönglinum
stærsta sólblómið er u.þ.b 900 cm

3 Bestu ræktunarastæður sólblóma?

rakir og kalkmiklir jarðvegir
þurrir og kalkmiklir jarðvegir
þurrum jarðvegi
hægt að rækta þau í hvaða jarðvegi sem er

4 Er hægt er að fá fæðu úr sólblómum?

nei

5 Hjá hvaða þjóð er sólblómið þjóðarblóm?

Portúgal
Úkraínu
Perú
Íslandi


Heimildir[breyta]

Wiki síða um Sólblóm á ensku Bændablaðið Heimsmetabók Guinness Sólblómaolía

Ítarefni[breyta]

Alþjóðlegu sólblóma samtökin Van Gogh - Sólblóm Hvernig á að sá fyrir sólblómum