Fara í innihald

Reisubókin vefleiðangur 3 7. bekkur Tyrkjaránið í Vestmannaeyjum

Úr Wikibókunum

Þennan vefleiðangur vann Linda Björg Pétursdóttir. Hann er ætlaður nemendum í 7. bekk sem eru í samfélagsfræði (Sögueyjunni) að læra m.a. um Tyrkjaránið.

Kynning

Það er mánudagurinn 16. júlí 1627, þú ert 12 ára og átt heima í Vestmannaeyjum. Þennan dag ráðast ræningjar frá Alsír á Vestmannaeyjar. Fólkið hafði frétt af ránum þeirra í Grindavík og á Austfjörðum og hafði komið upp vörnum við höfnina. En ræningjarnir sáu við þeim. Nú átt þú að komast að því hvernig ræningjar léku á íbúana. Hvert getur þú flúið, hvar getur þú falið þig?


Verkefni

Þú átt að afla þér heimilda um Tyrkjaránið. Verkefnið á að vera stop-motion mynd með texta.


Bjargir

Tyrkjaránið

http://is.wikipedia.org/wiki/Tyrkjar%C3%A1ni%C3%B0

RÚV

http://servefir.ruv.is/tyrkjaranid/

Heimaslóð

http://www.heimaslod.is/index.php/Tyrkjar%C3%A1ni%C3%B0

Vísindavefurinn

http://visindavefur.hi.is/svar.asp?id=5743

Safnahús Vestmannaeyja

http://safnahus.vestmannaeyjar.is/sidur/tyrkjaranid

Örnefni í Vestmannaeyjum

http://skemman.is/is/stream/get/1946/9345/21293/2/B%C3%B3kin.pdf


Ferli

Skólasjónvarpið hefur ráðið þig til að gera heimildarmynd um Tyrkjaránið í Vestmannaeyjum

Á vefsíðunum eru upplýsingar um Tyrkjaránið og því tengdu. Kynntu þér það vel. Þú getur einnig leitað að heimildum í bókum eða á netinu.

Þú ræður hvort þú teiknar myndir eða notar leikmuni s.s. Lego eða Playmo. Myndina fullvinnur þú í Windows Movie Maker eða í sambærilegu forriti.

Texinn sem þú setur í myndina forvinnur þú í Word. Mundu að það á ekki að skrifa beint upp úr heimildum. Farðu vel yfir textann, stafsetninguna og orðalag. Gott er að biðja kennarann að lesa textann yfir.

Vertu skapandi og nýttu hugmyndaflugið.

Í myndinni þarf að koma fram: - hvernig komust ræningjarnir að landi - hvar héldu þeir til - hvert flúði fólkið - hvað varð um þá sem ekki komust undan


Verkefnið á að vinna í hóp og hæfilegt er að þrír vinni saman.


Mat

Námsmatið er byggt á sjálfsmati nemenda og vinnusemi, ástundun, frumkvæði nemenda og tæknileg færni í úrvinnslu, sem kennarinn metur.


Niðurstaða

Markmiðið er að nemendur kynnist atburðum sem tengjast Tyrkjaráninu í Vestmannaeyjum og staðháttum þar. Þá er líka markmið að nemendur læri að vinna úr upplýsingum og hagnýti sér margmiðlunartækni við verkefnavinnu.