Reisubókin vefleiðangur - hverjir voru sjóræningjarnir í Tyrkjaráninu?

Úr Wikibókunum

Hvaðan komu og hverjir voru sjóræningjarnir í Tyrkjaráninu?

Þennan vefleiðangur tók Monika S. Baldursdóttir saman. Hann er ætlaður fyrir nemendur í sögu í 1. bekk framhaldsskóla.

Nokkur verkefni um Tyrkjaránið (ætlað fyrir eina bekkjarheild) eru lögð fyrir nemendur til að læra um ákveðið efni og hafa þeir rúma viku til að vinna það. Nemendum er skipt i 3ja manna hópa og hver hópur fær tiltekið verkefni. Hér er hugmynd að einu slíku og kynna hóparnir þau síðan hver fyrir öðrum.

Námsmarkmið: Að nemendur

  • kynnist samsetningu þeirra þjóðabrota sem sjóræningjarnir samanstóðu af í borginni Algeirsborg á Tyrkjaránstímanum um 1627
  • kynnist nokkrum kennileitum Alsírs og Algeirsborgar með því að nýta sér kortabók/kort á neti
  • afli sér þekkingar á því hvernig kristin trú var meðhöndluð á Tyrkjaránstímanum
  • öðlist yfirsýn yfir trú og siði þjóðarbrotanna á Tyrkjaránstímanum
  • kynnist skipulögðum vinnubrögðum og geti unnið sjálfstætt þ.e. skipulagt og framkvæmt athuganir og sett fram á skýrann hátt með kynningu í mæltu máli og rituðu t.d. með skýrslugerð.


Kynning á verkefninu[breyta]

Í þessu verkefni vinna nemendur saman 3 í hóp og kynna sér samsetningu þeirra þjóðarbrota sem sjóræningjarnir samanstóðu af í Algeirsborg á Tyrkjaránstímanum um 1627. Ímyndið ykkur að þið séuð stödd í Algeirsborg á þessum tíma og markmiðið sé að rannsaka hverrar þjóðar þessir illræmdu sjóræningjar séu og hverrar trúar. Eru þeir mest frá Algeirsborg eða eru þetta aðilar sem hefur verið rænt áður og settir síðan í þetta hlutverk þ.e. eru þeir frá öðrum löndum og annarrar trúar eða eru þeir trúskiptingar?

Verkefnið[breyta]

Verkefnið byggir á lausnarleitarnámi (hugsmíðahyggju) þar sem nemendur nota vefinn og fleiri miðla til að viða að sér upplýsingum/gögnum, vinna síðan úr þeim og túlka.

Leitastu við að finna lausn á því hverrar þjóðar þessir sjóræningjar í Algeirsborg voru og hverrar trúar. Búðu til samantekt um viðfangsefnið þar sem þú gefur lesanda niðurstöðu afrakstursins með greinargerð og einnig hafa það myndskreytt með myndum af commons.wikimedia.org Frjálst val er hvort verkefnið er sett á vef eða skilað sem greinargerð með myndskreytingum.


Nokkrar heimildir sem hægt er að nota[breyta]

  • Hverjir voru Tyrkjaránsmenn eftir Þorstein Helgason

http://www.itu.dk/~astaolga/null/tyrkjaranid/pdf-skjol/HverjirvoruTyrkjaransmenn.pdf

  • Ræningjarnir

linkurinn er hér

  • Ástandið í Evrópu og verslunin við Englendinga kafli 3 og Tyrkirnir kafli 7

linkurinn er hér

  • Sjóræningjar frá Barbaríinu

linkurinn er hér

  • Síða á Alsír

http://en.wikipedia.org/wiki/Algeria og hér má einnig finna landakort

  • Síða á Algeirsborg

http://en.wikipedia.org/wiki/Algiers og hér má einnig finna landakort

  • Landalort má finna á

http://maps.google.com/

  • Hægt er að finna myndir á vefnum

http://commons.wikimedia.org/wiki/Main_Page til að hafa í verkefninu.

  • Myndasafn tengt efninu er á vefnum

http://is.wikibooks.org/wiki/Tyrkjar%C3%A1ni%C3%B0_-_Myndasafn

Hugsanlegt ferli[breyta]

  1. Byrjið á að kynna ykkur efni verkefnisins og punktið hjá ykkur jafnóðum hvar má finna ákveðna þætti.
  2. Skoðið fleiri vefsíður en gefnar eru upp í verkefninu um efnið ef það gæti hjálpað til við að finna meira efni með því að "google".
  3. Skiptið efninu á milli ykkar og skrifið síðan um það og finnið myndir til að nota til skýringa/áherslna og skreytinga.
  4. Byrjið að skrifa það sem þið funduð bitastætt úr efninu og munið að setja inn heimildir jafnóðum í skrifin og líka heimildaskrá.
  5. Setjið verkefnið saman í eina heild og lesið vel yfir einnig má setja upp "Dropbox" og vinna verkefnið þannig sem eina heild frá upphafi.
  6. Skila má verkefninu sem ritvinnsluskjali eða á vef (sem kennarinn hefur vísað á að nota) e.t.v. á wordpress.com eða öðrum ókeypis vef.


Mat á verkefninu[breyta]

Verkefnið gildir 10% af lokaeinkunn í áfanganum og verður gefin ein einkunn. Metið verður hversu skýrt nemendur setja efnið fram og hversu vel þeir ná meginatriðum út úr efninu - þ.e. skilning á efninu. Eftir að nemendur hafa unnið verkefnið gera þeir 3 umræðu spurningar úr efninu. (Aðrir nemendur í 3ja manna hópum gera eins en um annað efni).


Niðurstaða[breyta]

Með þessari kennsluaðferð á nemandinn að fá góða yfirsýn varðandi námsefnið og geta rætt það af þekkingu. Með því að ræða spurningarnar fá nemendur tækifæri til rökræðna um efnið og hvernig þeim fannst verkefnið og hvað þeir lærðu á því.

Eftir að hafa lesið um sjóræningjana í Alsír í Norður - Afríku hefur nemandinn kynnt sér hvaðan sjóræningjarnir í Tyrkjaráninu komu og hverrar trúar þeir voru. Er þetta að segja okkur eitthvað um t.d. uppeldi þeirra og virðingarleysi gagnvart öðrum - neið til að lifa af eða annað???? Er hægt að finna eitthvað í fari þeirra sem bendir til þess að þeir sem voru illskæðastir hafi lent í sambærilegum árásum sjálfir?

(Þessi uppsetning á vefleiðangri er byggð á sniði frá Salvöru Gissurardóttur)