Fara í innihald

Real VNC

Úr Wikibókunum

Real VNC

[breyta]

Inngangur

[breyta]

Forrit af þessari tegund eru mikið notuð til að vinna á tölvu sem ekki er á staðnum(remote). Þetta forrit nýtist vel þegar sýna þarf hvernig hlutir í tölvu eru gerðir og sá sem verið er að sýna er annar staðar. Þetta forrit getur líka nýsts vel þegar unnin er hópavinna og allir sem að því koma eru á sitt hvorum staðnum. Gallinn er hins vegar að þetta forrit notar port 5800 og 5900 sem eru oftast lokuð í eldveggjum og opna þarf þau sérstaklega. Eins þarf að setja upp "port forwarding" í ADSL routerum.


Að nálgast forritið

[breyta]

Forritið er hægt að nálgast hér Þetta er frí útgáfa en skrá þarf sig til að geta náð í forritið.

Útgáfa fyrir Windows


Setja upp Real VNC

[breyta]

Uppsteninginn er að mestu leiti "Next Next Finish" uppsetning, en hér fyrir neðan eru nokkrir punktar um uppsetninguna.

  1. Keyra skránna sem náð var í.
  2. Eins og nánast alltaf þarf að samþykkja skilmála. Sjá hér
  3. Velja staðsetningu á disk, oftast er hægt að hafa þetta default. Sjá hér
  4. Næst er hægt að velja hvort þú viljir setja inn "server" eða "viewer", e´r tengast á öðrum og skoða hvað hann er að gera er nóg að setja inn "viewer" en ef aðrir eiga að tengjast tölvunni þá þarf "server" Sjá hér
  5. Ef "Server" hefur verið valinn þá kemur þessi gluggi, best er að hafa þessa tvo haka í, eigi að ræsa þjónustun handvirkt.
  6. Næst er bara eftir að "Next" og "Finish" Sjá hér


Stilla Real VNC

[breyta]

Eftir uppsetninguna kemur upp gluggi með 7 flipum sem þarf lítið að eiga við, en hér fyrir neðan er farið í gegnum þá alla.

Authentication

Hér þarf að byrja á að ýta á takkan "configure" og setja inn lykilorð, þetta er það lykilorð sem þeir sem tengjast tölvunni hjá þér að gefa upp. Ef þú vilt að þú samþykkir þegar notandi tengist tölvunni þá hakar þú við "Promt local user to accept connections" en annar getur notandi tengst meðan hann hefur lykilorðið. Sjá hér

Connections

Hér eru portin stillt sem á að nota, ef bara ein tölva er á staðarnetinu með VNC þarf ekki að breyta neinu í þessum flipa. Hins vegar ef nota á tvær eða fleiri tölvur og tengjast þeim frá internetinu í gegnum router sem er með NAT sem er í flestum routerum þarf að raða tölvunum niður á mismunandi port td. tölva 1 með port 5800 og 5900 og tölva 2 með port 5810 og port 5910. Svo þarf að passa upp á að það passi við "port forwarding" í routernum. Sjá hér

Inputs

Hér er stillt hvernig og hvort að sá sem tengist geti bara horft á eða gert eitthvað meira.

  1. Accept pointer events from client = Ef hakað er í þetta getur sá sem tengist yfirtekið músina.
  2. Accept keyboard events from client = Ef hakað er í þetta getur sá sem tengist yfirtekið lyklaborðið.
  3. Accept clipboard updates from client = Ef hakað er í þetta getur sá sem tengist sent innihald úr "clipboard" til þín.
  4. Send clipboard updates to client = Ef hakað er í þetta getur sá sem tengist fengið það sem er í "clipboard" til sín.
  5. Allow input event to affect the screen saver = Ef hakað er í þetta getur sá sem tengist tekið skjásvæfuna af.
  6. Disable local input while server is in use = Ef hakað er í þetta þá virka ekki lylkaborð né mús þegar vnc þjónninn er í gangi

Inputs flipinn

Legacy

Hér þarf ekkert að gera. Hafa allt eins og er á myndini hér

Capture

Hér þarf heldur ekkert að gera, bara hafa þetta eins og hér

Desktop

Hér eru nokkrar stillingar sem ágætt er að vita um.

  1. Remove wallpaper = Ef hakað er, þá sést ekki "wallpaper" sem þú ert með, getur verið gott þegar tengingin er hægvirk.
  2. Remove background pattern = Ef hakað, þá sést ekki litur eða munstur sem er á skjánum einnig gott þegar tenging er hægvirk.
  3. Disable user interface effects, sleppa að hafa hakað í þetta.
  4. When last client disconnects.
    1. Do nothing = Ekkert gert
    2. Lock workstation = Tölvunni læst
    3. Logoff user = Notandi er loggað út.

Sjá flipann

Sharing

Í flestum tilfellum er best að gera ekki neinar breytingar á þessum flipa. Sharing flipinn

Nota Real VNC

[breyta]

Client meginn

Í valmyndini ætti nú að finnast "VNC viewer" prófaðu að keyra hann upp. Sjá hér

Næst ætti þessi gluggi að koma, sláðu inn IP töluna hjá þeim sem þú ætlar að tengjast hér inn. Ef annað port en 5900 hefur verið valið þarf að bæta því aftan við IP töluna, td. 192.168.1.36:5910 annars er port 5900 notað sem er sjálfgefið.

Næst kemur gluggi þar sem beðið er um lykilorð Sjá

Eftir þetta ætti samband að nást við tölvuna. Eitt þarf að passa, ef tölva 1 er teng tölvu 2, og tölva 2 tengd tölvu 1. Að VNC glugginn sjáist ekki á skjáborði tölvu 1 þegar tölva 2 tengist. Þá verður það eins og þegar spegill er fyrir framan spegil og allt fer á hliðina.

Stilla ADSL router fyrir Real VNC

[breyta]

Til að stilla ADSL router svo hægt sé að láta tengjast tölvunni hjá þér frá internetini, þarf að stilla "port forward" þeas þegar kemur inná routerinn tengin á ákveðið port þá er þeirri tengingu vísað á ákveðna IP tölu fyrir innan routerinn. Dæmi:

  1. Tölvan á innranetinu er með IP töluna 192.168.1.3
  2. Real VNC serverinn er stilltur fyrir port 5810 og 5910
  3. Routerinn er ZyXEL P-660

Þá er fínt að fara á þessa síðu og finna routerinn í lista hjá þeim. Velja "VNC" og þá ætti þessi síða að birtast.

Samkvæmt leiðbeiningum hér að ofan er eldveggur aftengdur, það er ekki talið sniðugt betra er að búa til reglu í eldvegg sem hleypir VNC í gegnum sig. Í þessum tiltekna router er hægt að tilgreina hvaða ytri IP tölur fá að tengjast.

Kem kannski með leiðbeningar um það síðar.