Randaflugur

Úr Wikibókunum
<- Aftur í efnisyfirlit fyrir Wikibækur kennaranema

Höfundur Sólveig G. Hannesdóttir.

Þessi Wikibók er um randaflugur. Hún hentar sem ítarefni með náttúrufræðikennslu á grunn- eða framhaldsskólastigi.


Randaflugur[breyta]

Randaflugur eru fleyg skordýr af yfirættinni apoidea sem tilheyra flokki æðvængja (Hymenoptera). Tvær helsu ættir randaflugna eru býflugur (hunangsflugur) og vespur (geitungar).

Býflugur[breyta]

Til eru um 20 þúsund þekktar tegundir býflugna, en þær gætu verið mun fleiri. Býflugur eru búsettar í öllum heimsálfum nema á Suðurskautslandinu.

Býflugur nærast á hunangslegi (nectar) og frjókornum blóma. Hunangslögurinn er aðallega orkugjafi og frjókornin veita flugunum prótein og önnur næringarefni. Frjókorn eru einnig mikilvæg fæða fyrir lirfur flugunnar.

Býfluga að safna frjókornum
Líkamsbygging býflugu

Líkamsbygging býflugna: Býflugur hafa langan rana (eða tungu) sem auðveldar þeim að drekka hunangslög blóma. Þær hafa fálmara, og fjóra vængi (Sjá mynd). Býflugur eru gular og svartar til að vara fólk við því að þær eru eitraðar. Þær hafa brodd en stinga ekki nema þeim sé ógnað. Býflugur deyja strax eftir þær hafa stungið.

Býflugnabú

Samfélag býflugna:

Villibýflugur og hunangsflugur lifa í stórum samfélögum eða búum þar sem allir hafa sitt hlutverk. Drottningin er ein í hverju búi og getur hún verpt um 100 eggjum á dag. Karlflugurnar eru örfáar í hverju búi og dvelja nálægt drottningunni. Vinnuflugurnar eða þernurnar eru allar kvenkyns og þær fara út úr búinu að safna hunangslegi og frjókornum.

Býflugur búa til búið sitt úr vaxi. Vaxkakan er samsett úr fjölmörgum sexyrndum hólfum. Í sumum hólfunum eru lirfur og í öðrum er hunang (sjá mynd).

Vespur[breyta]

Til eru fjölmargar tegundir vespna eða geitunga eins og þær eru líka kallaðar. Þær eru með fjóra vængi líkt og býflugur, fálmara og bródd en eru frábrugðnar býflugum í því að þær eru flestar með mjótt mitti á milli búkhluta og stór augu (sjá mynd). Vespur hafa þar að auki sterka munnlimi til að bíta og tyggja með, sem þær nota til að byggja búið sitt.

Líkamsbygging vespu
Vespubú

Vespudrottning byrjar að byggja sér bú og þegar vinnuflugurnar eru ornar nógu stórar taka þær við. Þær tyggja dauðan trjávið þar til hann verður að kvoðu og svo að pappír (sjá mynd).

Á Íslandi hafa fundist fjórar tegundir geitunga: Húsageitungar (Paravespula germanica), Holugeitungar (P. vulgaris), trjágeitungar (Dolichovespula norwegica) og roðageitungar (P. rufa). Þetta eru allt frekar nýtilkomnar skordýrategundir í íslenska skordýraflóru. Fyrsti geitungurinn, húsageitungur, fannst árið 1973 í Reykjavík.