Fara í innihald

Rafmagnsmótorar

Úr Wikibókunum

Hér skrifar Kristján Ingólfsson wikibók Hér höfum við mjög venjulegan rafmótor þriggja fasa honum er hægt að stjórna með stjörnu þríhyrnings tengingu þar sem maður byrjar á stjörnu tengingu og skiptir svo yfir í þvríhyrnings tengingu. þannig minkar maður ræsi strauma. það er einnig hægt að setja hraðabreyti eða tíðnibreyti og setja Encoder á endan á honum sem skynjar snúning og snúningsstöðu mótors. þegar kominn er tíðnibreytir er hægt að auka ræsi afl torque og einnig auka aflið að vísu á kostnað hitamyndunnar og þess vegna er það eingöngu gert í skemmri tíma. Svona mótorar eru ódýrir og nýta vel afl.








Þetta er mótor með fasta segla á snúningshjóli þessi er úr segulbandi þar sem snúnings stjórnun er aðal málið. Þarna er dc rafmagn sett inn á spólurnar og segulmyndunin stjórnar snúningnum. það er þá rafbylgju generator sem framleiðir rafmagn inn á spólurnar. þessi mótor skilar litlu afli og er dýr en snýst mjög markvisst.








Step motor er þannig að generator sendir straum púlsa yfirleitt DC og hreyfir mótorinn ákveðið langt þetta er lykillinn að því að stýra robotum og færiböndum þar sem þau geta stoppað á fyrirfram ákveðnum stöðum. þá veit stýringin að færibandið á að færast 17.3302 bylgjur í einni ferð. svoleiðis eru færibönd í verksmiðjum forrituð. Ath öll svona færibönd ganga á PLC eða iðntölvum af því að þær bila nánast aldrei.

https://commons.wikimedia.org/wiki/File:StepperMotor.gif https://commons.wikimedia.org/wiki/File:Nema_17_Stepper_Motor.jpghttps://commons.wikimedia.org/wiki/File:Nema_17_Stepper_Motor.jpg





Þetta er cone Disk motor í lyftugöngum. Þessi mótor er bylting í lyftu motorum. Hann er gírlaus vírarnir fara beint yfir drifhjól og hraða og afli mótors er stýrt úr stjórnboxi. Mótorinn er 16 póla og fastir seglar á drifhjólinu. Stýriboxið forritast eftir upp setningu þegar lyftan er keyrð á learn mode og eftir það veit lyftan að það eru 15.342 bylgjur á milli 1-4 hæðar. Þá fer kerfið af stað á meðan hurðin lokast þá vigtar lyftan klefann. frá þeirri vigtun veit hún á hvaða torque hún á að lyfta. Fyrstu 1000 riðin eru send í kúrfu þannig að hröðun lyftunnar verði jöfn. svo gengur lyftan á 1m á sekúndu þar til lyftan á 1000 rið eftir í endastöð þá fer öfug kúrfa af stað til að hægja á lyftunni. Að lokum þegar á hæðina er komið þá les hún hæðarsegla til að leiðrétta lendingarhæðina lendingar nákvæmni svona lyftu er ca 1-2mm. bylgjurnar sem lyftumótorinn fær til sín eru kassabylgjur ýmist plú eða mínus og Voltin sem mótorinn fær er breytilegt eftir þyngdinni í klefanum. Áttum okkur á því að lyfta sem tekur 1000kg þarf aldrei að lyfta meira en 500kg út af mótvægi þannig að ef það eru 500 kg í lyftunni stendur hún kyrr átakslaus. Stundum er sett þungt gólfefni í lyftuklefann og þá er mótvægið aukið. Þetta er mjög stór Step mótor. Á hægri og vinstri hlið mótors eru hnúðar sem eru bremsur. alltaf þegar lyfta stoppar þá lokast þessar bremsur. þetta eru segul spólur sem halda bremsunum opnum og svo eru gormar sem loka bremsunum. Þegar lyftan er að halda á móti togi þá myndast rafmagn inn á kerfið og getur það verið notað í aðrar lyftur ef þær eru samkeyrðar. Annars er það sent í viðnám eða brennara. Þetta er sama kerfi og notað er í nútíma rafmagnslyfturum.


[[

]]