Róm

Úr Wikibókunum
<- Aftur í efnisyfirlit fyrir Wikibækur kennaranema

Höfundur Katrín María Magnúsdóttir

Þetta er wikibók sem fjallar um Róm og staði í Róm sem vert er að þekkja og hvaða sögu þessir staðir hafa að geyma. Bókin er ætluð þeim sem vilja þekkja til Rómar og helstu sögustaði borgarinnar.

Um Róm[breyta]

Rómarborg er höfuðborg Ítalíu og rennur áin Tíber í gegnum borgina. Tæplega þrjár milljónir manna búa í Róm og eru helstu atvinnuvegir fjölbreyttur iðnaður og ferðaþjónusta. Í Róm eru höfuðstöðvar kaþólsku kirkjunnar og er borgin ein elsta menningarmiðstöð Evrópu. Upphaflega var Róm byggð á sjö hæðum á austurbakka Tíber. Á Palatínhæð eiga Rómúlus og Remus að hafa stofnað Róm árið 753 fyrir Krist, á Kvirínalhæð er forsetabústaðurinn (Palazzo Quirinale), síðan koma Aventínhæð, Eskvúlínhæð, Kapítólhæð þar sem æðsta musteri Júpíters stóð og borgarvirkið var, nú stendur þar ráðhús Rómar, Selíhæð og Vimínalhæð.

Róm var heimsveldi í fornöld og hafa ríkt þar margir keisarar t.d. Júlíus Caesar, Ágústus, Caligula og Neró. Róm hefur síðan lifað hnignun og hrun, en náð að rísa upp aftur.

Vatíkanið[breyta]

Vatíkanið er ríki páfans, Páfagarður, og er sjálfstætt ríki innan Rómar og miðstöð kaþólsku kirkjunnar. Vatíkanið var stofnað 1929, en áður hafði verið til svo kallað Kirkjuríki sem laut forræði rómversk- kaþólsku kirkjunnar, einnig með höfuðstöðvar í Róm og aðsetur Páfa. Mikil leynd hvílir yfir eignum, tekjustofnum og útgjöldum Vatíkansins, en það hefur eigin utanríkisþjónustu, réttarkerfi, gjaldmiðil, póst- og símaþjónustu, járnbrautarstöð, dagblað og útvarpsstöð. Vatíkanið afmarkast af múrum á þrjá vegu, en Péturstorgi með Vatíkanhöllinni og Péturskirkjunni á fjórða veginn. Þar að auki tilheyra Vatíkaninu 13 aðrar byggingar í og utan við Róm og sumarhöll páfa. Núverandi páfi er Benedikt XVI og var hann krýndur 19.4.2005 eftir að Jóhannes Páll páfi lést.

Péturskirkjan við Péturstorg[breyta]

Péturskirkjan er höfuðkirkja rómversk- kaþólsku kirkjunnar og er nefnd eftir Pétri postula sem var lærisveinn Krists. Hófst bygging hennar fyrir um 5 öldum þegar hafist var handa að endurbyggja eldri Péturskirkju frá 4. öld. Grunnskipulag Péturskirkjunnar er í stíl við latneskan kross með þremur göngum milli kirkjubekkja og mikilli hvelfingu beint uppi yfir háaltarinu, en þar undir er talin vera gröf Péturs postula.

Péturskirkjan hefur um aldir verið stærst og mikilfenglegust kirkna kristninnar. Hún er með stærstu kirkjum í heimi. Michelangelo hannaði hvolfþak kirkjunnar og á mestan heiður af endanlegu útliti Péturskirkjunnar.

Kólosseum[breyta]

Kólosseum er hringleikahús í Róm, hið stærsta sinnar tegundar í fornöld. Það var fullgert árið 80 e.Kr. og er 188 metra langt og 156 metra breytt. Kólosseum var upprunalega 50 metra hátt á fjórum hæðum og rúmaði 40.- 50.000 manns í sæti. Í hringleikahúsinu voru haldnir hefðbundnir bardagar með skylmingarþrælum, en margs konar aðrir viðburður einni, s.s. dýraveiðar, aftökur, leikrit og endurleiknir frægir bardagar. Kólosseum var í notkun í nærri 500 ár, síðasti skráði viðburðurinn var haldinn á 6. öld, löngu eftir fall Rómar árið 476.

Þó að hringleikahúsið sé nú mjög illa farið eftir jarðskjálfta og steinaræningja hefur Kólosseum lengi verið séð sem tákn keisaradæmis Rómar og eitt af bestu varðveittu dæmum um Rómverska byggingalist.

Forum Romanum[breyta]

Forum Romanum var aðaltorgið í Róm til forna, byggt um 575 f.Kr. og sá staður sem Róm þróaðist út frá. Það liggur í dalverpi milli Kapítólhæðar og Palatínhæðar. Þar hófst verslun og stjórnun réttarfars fór fram. Miðpunktur samfélagsins var í Forum Romanum.

Skipulagður uppgröftur fornleifa hefur farið fram á Forum Romanum frá 19. öld.

Krossaspurningar[breyta]

1 Í hvaða landi er Róm?

Spáni
Póllandi
Ítalíu
Mexíkó

2 Hvaða á rennur í gegnum Róm?

Tíber
Tíbet
Rín
Vín

3 Hvar er miðstöð kaþólsku kirkjunnar?

Í hringleikahúsinu
Í forsetahöllinni
Í Péturskirkjunni
Í Vatíkaninu

4 Við hvaða torg stendur Péturskirkjan?

Péturstorg

5 Hverjir stofnuðu Róm?

Karíus og baktus
Rómus og Reimus
Rómúlus og Remus
Rabbi og Robbi

6 Hver hannaði hvolfþak Péturskirkjunnar?

Michelangelo
Rembrandt
Picasso
Leonardo da Vinci

Prófið á hot potatos formi

Heimildir[breyta]